Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem nemur land í Litháen: „Þetta var auðveld ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 10:00 Elvar Már Friðriksson leikur í Litháen næstu tvö árin. vísir/bára Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, segist vera að taka skref upp á við á sínum ferli með því að fara til Siauliai í Litháen. Að sögn Njarðvíkingsins áttu félagaskiptin sér ekki langan aðdraganda. Hann var búinn að semja við félag í öðru landi en svo kom Siauliai inn í myndina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við litháíska félagið. „Þetta kom í síðustu viku og gerðist mjög fljótt. Ég var eiginlega búinn að semja við annað lið en það datt upp fyrir. Svo kom þetta upp fljótlega eftir það og gekk hratt fyrir sig. Þetta er flottur kostur fyrir mig því þetta er mjög góð deild,“ sagði Elvar í samtali við Vísi. Á síðasta tímabili lék Elvar með Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið varð meistari og Elvar valinn besti bakvörður deildarinnar. Hann var með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn leikmaður í sænsku deildinni gaf fleiri stoðsendingar en Elvar og þá var hann stiga- og framlagshæsti leikmaður Borås. Elvar lék með Njarðvík tímabilið 2018-19.vísir/bára Elvar segist hafa haft nokkra kosti í stöðunni eftir síðasta tímabil þótt þeir hafi eflaust verið færri en í venjulegu árferði. „Þeir voru ekkert rosalega margir en ástandið spilar inn í. Félögin eru seinni til en áður að semja við leikmenn. Þetta hefur verið svolítill rússíbani. Ég hafði nokkra möguleika en fannst þetta það besta í stöðunni,“ sagði Elvar. Siauliai er sannkallað bronslið en ekkert lið hefur endað oftar í 3. sæti litháísku deildarinnar. Síðustu ár hefur leiðin þó legið niður á við hjá Siauliai og í fyrra varð liðið í 8. sæti deildarinnar af tíu liðum. „Í gegnum tíðina hefur liðið verið í 3.-4. sæti á eftir risunum tveimur, Zalgiris og Rytas. Undanfarið hafa þeir aðeins dalað en þeir eru með mjög góðan þjálfara [Antanas Sireika] sem var með litháíska landsliðið,“ sagði Elvar sem heldur út til Litháens um miðjan ágúst. Antanas Sireika, þjálfari Siauliai, gerði Litháen að Evrópumeisturum 2003.getty/Tony Hernandez Hann segist vera á leið í sterkari deild en sú sænska er. „Ég hef heyrt að þetta sé mjög góð deild. Litháar eru mjög framarlega í körfubolta og eru með marga góða leikmenn. Þetta er gott skref upp á við fyrir mig. Það er meiri og betri körfuboltamenning þarna en í Svíþjóð. Ef ég geri vel þarna á ég eftir að fá fleiri tækifæri.“ Líkt og Elvar segir er Litháen mikil körfuboltaþjóð, hefur búið til marga framúrskarandi leikmenn og landsliðið náð langt á stórmótum. Eftir því sem næst verður komist er Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem reynir fyrir sér í þessu mikla körfuboltalandi. „Þetta er mjög spennandi og var auðveld ákvörðun. Ég gerði tveggja ára samning og þetta lítur allt mjög vel út,“ sagði Elvar að endingu. Körfubolti Litháen Tengdar fréttir Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, segist vera að taka skref upp á við á sínum ferli með því að fara til Siauliai í Litháen. Að sögn Njarðvíkingsins áttu félagaskiptin sér ekki langan aðdraganda. Hann var búinn að semja við félag í öðru landi en svo kom Siauliai inn í myndina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við litháíska félagið. „Þetta kom í síðustu viku og gerðist mjög fljótt. Ég var eiginlega búinn að semja við annað lið en það datt upp fyrir. Svo kom þetta upp fljótlega eftir það og gekk hratt fyrir sig. Þetta er flottur kostur fyrir mig því þetta er mjög góð deild,“ sagði Elvar í samtali við Vísi. Á síðasta tímabili lék Elvar með Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið varð meistari og Elvar valinn besti bakvörður deildarinnar. Hann var með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn leikmaður í sænsku deildinni gaf fleiri stoðsendingar en Elvar og þá var hann stiga- og framlagshæsti leikmaður Borås. Elvar lék með Njarðvík tímabilið 2018-19.vísir/bára Elvar segist hafa haft nokkra kosti í stöðunni eftir síðasta tímabil þótt þeir hafi eflaust verið færri en í venjulegu árferði. „Þeir voru ekkert rosalega margir en ástandið spilar inn í. Félögin eru seinni til en áður að semja við leikmenn. Þetta hefur verið svolítill rússíbani. Ég hafði nokkra möguleika en fannst þetta það besta í stöðunni,“ sagði Elvar. Siauliai er sannkallað bronslið en ekkert lið hefur endað oftar í 3. sæti litháísku deildarinnar. Síðustu ár hefur leiðin þó legið niður á við hjá Siauliai og í fyrra varð liðið í 8. sæti deildarinnar af tíu liðum. „Í gegnum tíðina hefur liðið verið í 3.-4. sæti á eftir risunum tveimur, Zalgiris og Rytas. Undanfarið hafa þeir aðeins dalað en þeir eru með mjög góðan þjálfara [Antanas Sireika] sem var með litháíska landsliðið,“ sagði Elvar sem heldur út til Litháens um miðjan ágúst. Antanas Sireika, þjálfari Siauliai, gerði Litháen að Evrópumeisturum 2003.getty/Tony Hernandez Hann segist vera á leið í sterkari deild en sú sænska er. „Ég hef heyrt að þetta sé mjög góð deild. Litháar eru mjög framarlega í körfubolta og eru með marga góða leikmenn. Þetta er gott skref upp á við fyrir mig. Það er meiri og betri körfuboltamenning þarna en í Svíþjóð. Ef ég geri vel þarna á ég eftir að fá fleiri tækifæri.“ Líkt og Elvar segir er Litháen mikil körfuboltaþjóð, hefur búið til marga framúrskarandi leikmenn og landsliðið náð langt á stórmótum. Eftir því sem næst verður komist er Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem reynir fyrir sér í þessu mikla körfuboltalandi. „Þetta er mjög spennandi og var auðveld ákvörðun. Ég gerði tveggja ára samning og þetta lítur allt mjög vel út,“ sagði Elvar að endingu.
Körfubolti Litháen Tengdar fréttir Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Sjá meira
Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30