Safnar heimildum um Þjóðhátíð á kórónuveirutímum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 16:00 Þjóðhátíð verður ekki haldin með formlegum hætti í Vestmannaeyjum í ár. Vísir/Sigurjón Anna Lilja Sigurðardóttir stofnaði Facebook hópinn „Þjóðhátíðin mín 2020“ til að safna heimildum um þá þjóðhátíð sem Eyjamenn ætla að halda um næstu helgi. Margir ætla að tjalda í görðum sínum og gleðjast með vinum og ættingjum. Anna Lilja spjallaði við Hvata í þættinum Helgin á Bylgjunni. „Það er ekkert komið inn ennþá sem er mjög spennandi líka vegna þess að það eru 600 manns komnir í hópinn þannig að menn ætla greinilega að gera eitthvað,“ segir Anna Lilja. Eitthvað sé um að Eyjamenn ætli að vera með tjaldveislur heima í garði. „Menn hafa talað um það að vera með sína eigin [hátíð], tjalda kannski í garðinum og hóa saman fjölskyldunni eins og menn gera alltaf á þessum tíma,“ segir Anna. „Maður gerir ráð fyrir að menn muni eyða tímanum með sínu fólki. Örugglega margir að fá gesti.“ Hún segir þó líklegt að margir verði hreinlega ekki á staðnum „en samt að halda einhverja smá Þjóðhátíð einhvers staðar annars staðar.“ Þjóðhátíðarnefnd vinnur nú hörðum höndum að því að endurgreiða miðana sem keyptir voru en Anna telur marga heimamenn ætla frekar að tryggja sér miða á hátíð næsta árs. „Menn séu jafnvel að fjárfesta núna í miðunum og láta gilda fyrir 2021.“ „Ég er mikil Þjóðhátíðarmanneskja, elska undirbúninginn og allt í kring um þetta en stundum kemur eitthvað inn í lífið sem maður stjórnar engan vegin og þá er það bara þannig,“ segir Anna en að sögn hefur nokkuð borið á því að fólk spyrji hvort Eyjamenn geti ekki sleppt Þjóðhátíð „svona einu sinni.“ Anna Lilja segist ekki hafa stofnað hópinn fyrir sjálfa sig eða til að hvetja til þess að fólk héldi eigin Þjóðhátíð heldur til að safna heimildum um Verslunarmannahelgarhátíðir í Eyjum þetta árið. „Hvað gerði fólk á þessum skrítnu tímum? Ég er ekki að fara að nota þetta í eitt eða neitt en þá koma til greina einhverjir sem nota svona heimildir í eitthvað en ég var bara að búa til eitthvað svæði þar sem fólk getur sett inn hvað það er að gera.“ Þá er jafnframt búið að hlaða upp brennu á Fjósakletti sem kveikt er ár hvert. „Ég held að margir séu spenntir að fá brennu á föstudagskvöldið. Það eina sem að sjálfsögðu gerir strik í reikninginn er að spáin er ekkert spes.“ „Það verður kveikt í þessari brennu en það verður bara að koma í ljós hvernig það verður,“ segir Anna Lilja. Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Lilju í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Árni hvergi nærri af baki dottinn þó búið sé að blása hina formlegu Þjóðhátíð í Eyjum af. 24. júlí 2020 08:38 Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Anna Lilja Sigurðardóttir stofnaði Facebook hópinn „Þjóðhátíðin mín 2020“ til að safna heimildum um þá þjóðhátíð sem Eyjamenn ætla að halda um næstu helgi. Margir ætla að tjalda í görðum sínum og gleðjast með vinum og ættingjum. Anna Lilja spjallaði við Hvata í þættinum Helgin á Bylgjunni. „Það er ekkert komið inn ennþá sem er mjög spennandi líka vegna þess að það eru 600 manns komnir í hópinn þannig að menn ætla greinilega að gera eitthvað,“ segir Anna Lilja. Eitthvað sé um að Eyjamenn ætli að vera með tjaldveislur heima í garði. „Menn hafa talað um það að vera með sína eigin [hátíð], tjalda kannski í garðinum og hóa saman fjölskyldunni eins og menn gera alltaf á þessum tíma,“ segir Anna. „Maður gerir ráð fyrir að menn muni eyða tímanum með sínu fólki. Örugglega margir að fá gesti.“ Hún segir þó líklegt að margir verði hreinlega ekki á staðnum „en samt að halda einhverja smá Þjóðhátíð einhvers staðar annars staðar.“ Þjóðhátíðarnefnd vinnur nú hörðum höndum að því að endurgreiða miðana sem keyptir voru en Anna telur marga heimamenn ætla frekar að tryggja sér miða á hátíð næsta árs. „Menn séu jafnvel að fjárfesta núna í miðunum og láta gilda fyrir 2021.“ „Ég er mikil Þjóðhátíðarmanneskja, elska undirbúninginn og allt í kring um þetta en stundum kemur eitthvað inn í lífið sem maður stjórnar engan vegin og þá er það bara þannig,“ segir Anna en að sögn hefur nokkuð borið á því að fólk spyrji hvort Eyjamenn geti ekki sleppt Þjóðhátíð „svona einu sinni.“ Anna Lilja segist ekki hafa stofnað hópinn fyrir sjálfa sig eða til að hvetja til þess að fólk héldi eigin Þjóðhátíð heldur til að safna heimildum um Verslunarmannahelgarhátíðir í Eyjum þetta árið. „Hvað gerði fólk á þessum skrítnu tímum? Ég er ekki að fara að nota þetta í eitt eða neitt en þá koma til greina einhverjir sem nota svona heimildir í eitthvað en ég var bara að búa til eitthvað svæði þar sem fólk getur sett inn hvað það er að gera.“ Þá er jafnframt búið að hlaða upp brennu á Fjósakletti sem kveikt er ár hvert. „Ég held að margir séu spenntir að fá brennu á föstudagskvöldið. Það eina sem að sjálfsögðu gerir strik í reikninginn er að spáin er ekkert spes.“ „Það verður kveikt í þessari brennu en það verður bara að koma í ljós hvernig það verður,“ segir Anna Lilja. Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Lilju í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Árni hvergi nærri af baki dottinn þó búið sé að blása hina formlegu Þjóðhátíð í Eyjum af. 24. júlí 2020 08:38 Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Árni hvergi nærri af baki dottinn þó búið sé að blása hina formlegu Þjóðhátíð í Eyjum af. 24. júlí 2020 08:38
Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43
Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent