Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 10:00 Tobias Thomsen fagnaði Íslandsmeistaratitli með KR á síðustu leiktíð, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val árið áður. VÍSIR/DANÍEL Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. Thomsen hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari bæði með Val og KR. Þessi 27 ára sóknarmaður segist hins vegar farinn að sakna Danmerkur og vill flytja þangað með kærustu sinni, Stefaníu Jakobsdóttur. Samningur Danans við KR gildir til loka þessarar leiktíðar svo að ljóst er að danskt félag þyrfti að semja við KR um kaupverð til að fá hann í ágúst, áður en ný leiktíð hefst í Danmörku. Annars yrði Thomsen að bíða þar til í vetur með að komast til Danmerkur. Rúnar sýnt fullan skilning „Já, ég veit að dönsku deildirnar byrja aftur í lok ágúst. Það þýðir auðvitað að ég þyrfti að rifta samningnum mínum við KR-inga en ég hef sagt þeim að ég sakni Danmerkur, og þeir hafa fullan skilning á því,“ sagði Thomsen við bold.dk. Hann bætti við að hann ætti í mjög góðu sambandi við Rúnar Kristinsson þjálfara, sem hefði sýnt stöðunni fullan skilning, og Thomsen sagðist ekki telja að kaupverðið yrði mikið vandamál. „Ég hef líka átt samtöl við tvö 1. deildarfélög eftir að sú deild var að klárast og liðin vissu hvar þau myndu enda. Það hefur verið svolítill áhugi nú þegar varðandi komandi tímabil svo það getur vel verið að ég fari til Danmerkur áður en að íslenska deildin hættir,“ sagði Thomsen en bætti við að ljóst væri að ekki væru mörg félög í Danmörku sem gætu keypt upp samning hans við KR. Tobias Thomsen í leik gegn Víkingi í sumar.VÍSIR/HAG „Þetta er ekki alveg ljóst núna en það hefur verið áhugi. Ég þarf líka að finna besta möguleikann fyrir mig og mína kærustu, sem er frá Íslandi og kemur með mér. Þetta veltur á nokkrum hlutum,“ sagði Thomsen og kvaðst horfa fyrst og fremst til Kaupmannahafnar. Mun leggja sig allan fram fyrir KR Thomsen sagði KR-inga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hann gæfi sig ekki allan í æfingar og leiki, þó að hann saknaði Danmerkur. „KR veit hvað það fær frá mér og það er að ég geri hlutina 100 prósent. Ég get alveg litið framhjá því að ég sakni Danmerkur þegar ég er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Thomsen, sem segir ljóst að hann muni lækka í launum við að fara frá Íslandsmeisturunum í næstefstu deild Danmerkur. Segir veiruna hafa hrellt dönsku félögin meira „Ég mun sennilega þurfa að lækka aðeins í launum, út af kórónuveirukrísunni sem virðist hafa hrellt dönsku félögin aðeins meira en þau íslensku. En ég er líka í námi og ein lausn gæti verið að félag útvegaði mér vinnu. Flest félögin í 1. deild eru jú með samkomulag við styrktaraðila. Ég er að læra íþróttastjórnun í gegnum leikmannasamtökin og er að klára bachelor-gráðuna,“ sagði Thomsen. Thomsen hefur aðeins verið í byrjunarliði KR í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð, en komið við sögu í fimm leikjum og skorað eitt mark. Hann byrjaði 21 leik fyrir liðið í fyrra og skoraði sjö mörk. KR er jafnt Val að stigum á toppi Pepsi Max-deildarinnar og á leik til góða, en liðið mætir KA á Akureyri í dag. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira
Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. Thomsen hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari bæði með Val og KR. Þessi 27 ára sóknarmaður segist hins vegar farinn að sakna Danmerkur og vill flytja þangað með kærustu sinni, Stefaníu Jakobsdóttur. Samningur Danans við KR gildir til loka þessarar leiktíðar svo að ljóst er að danskt félag þyrfti að semja við KR um kaupverð til að fá hann í ágúst, áður en ný leiktíð hefst í Danmörku. Annars yrði Thomsen að bíða þar til í vetur með að komast til Danmerkur. Rúnar sýnt fullan skilning „Já, ég veit að dönsku deildirnar byrja aftur í lok ágúst. Það þýðir auðvitað að ég þyrfti að rifta samningnum mínum við KR-inga en ég hef sagt þeim að ég sakni Danmerkur, og þeir hafa fullan skilning á því,“ sagði Thomsen við bold.dk. Hann bætti við að hann ætti í mjög góðu sambandi við Rúnar Kristinsson þjálfara, sem hefði sýnt stöðunni fullan skilning, og Thomsen sagðist ekki telja að kaupverðið yrði mikið vandamál. „Ég hef líka átt samtöl við tvö 1. deildarfélög eftir að sú deild var að klárast og liðin vissu hvar þau myndu enda. Það hefur verið svolítill áhugi nú þegar varðandi komandi tímabil svo það getur vel verið að ég fari til Danmerkur áður en að íslenska deildin hættir,“ sagði Thomsen en bætti við að ljóst væri að ekki væru mörg félög í Danmörku sem gætu keypt upp samning hans við KR. Tobias Thomsen í leik gegn Víkingi í sumar.VÍSIR/HAG „Þetta er ekki alveg ljóst núna en það hefur verið áhugi. Ég þarf líka að finna besta möguleikann fyrir mig og mína kærustu, sem er frá Íslandi og kemur með mér. Þetta veltur á nokkrum hlutum,“ sagði Thomsen og kvaðst horfa fyrst og fremst til Kaupmannahafnar. Mun leggja sig allan fram fyrir KR Thomsen sagði KR-inga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hann gæfi sig ekki allan í æfingar og leiki, þó að hann saknaði Danmerkur. „KR veit hvað það fær frá mér og það er að ég geri hlutina 100 prósent. Ég get alveg litið framhjá því að ég sakni Danmerkur þegar ég er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Thomsen, sem segir ljóst að hann muni lækka í launum við að fara frá Íslandsmeisturunum í næstefstu deild Danmerkur. Segir veiruna hafa hrellt dönsku félögin meira „Ég mun sennilega þurfa að lækka aðeins í launum, út af kórónuveirukrísunni sem virðist hafa hrellt dönsku félögin aðeins meira en þau íslensku. En ég er líka í námi og ein lausn gæti verið að félag útvegaði mér vinnu. Flest félögin í 1. deild eru jú með samkomulag við styrktaraðila. Ég er að læra íþróttastjórnun í gegnum leikmannasamtökin og er að klára bachelor-gráðuna,“ sagði Thomsen. Thomsen hefur aðeins verið í byrjunarliði KR í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð, en komið við sögu í fimm leikjum og skorað eitt mark. Hann byrjaði 21 leik fyrir liðið í fyrra og skoraði sjö mörk. KR er jafnt Val að stigum á toppi Pepsi Max-deildarinnar og á leik til góða, en liðið mætir KA á Akureyri í dag.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira