Mögulega hafi mátt gera hlutina öðruvísi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 21:12 Boris Johnson hefur verið forsætisráðherra Bretlands í eitt ár upp á dag. WILL OLIVER/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að ríkisstjórn hans skildi ekki kórónuveiruna „á fyrstu vikum og mánuðum“ faraldursins í Bretlandi. Þá sagði hann að suma hluti hefði mögulega mátt gera öðruvísi. Þetta kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Johnson. Þar sagði hann einnig að draga mætti lærdóm af faraldrinum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn hefur sakað ríkisstjórn Johsons, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, um að bregðast rangt við útbreiðslu veirunnar í Bretlandi. Yfir 45.000 manns hafa látið lífið af völdum veirunnar í Bretlandi og tæplega 300.000 greinst með hana. „Við skildum ekki veirunni á þann hátt sem við hefðum viljað á fyrstu vikunum og mánuðunum,“ sagði Johnson í viðtalinu, sem tekið var í tilefni þess að ár er liðið síðan hann tók við af Theresu May sem forsætisráðherra. „Það mikilvægasta sem við áttuðum okkur ekki á í upphafi var hvernig veiran gat smitast milli manna í gegn um einkennalausa smitbera.“ Tíminn til að líta til baka komi síðar Þá sagðist forsætisráðherrann telja að kryfja þurfi viðbrögð stjórnvalda í upphafi faraldursins, en tækifæri til þess muni koma síðar. „Kannski hefðum við getað gert suma hluti öðruvísi og sá tími mun koma þar sem ráðrúm veitist til að átta okkur á hvað við hefðum getað gert, eða gert öðruvísi.“ Þá sagði hann þjóðina syrgja þau sem hafa orðið veirunni að bráð. „Við syrgjum hvert og eitt einasta þeirra sem týndi lífi sínu og hugur okkar er hjá fjölskyldum þeirra. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ríkisstjórnin gerði.“ Johnson var í apríl síðastliðinn lagður inn á gjörgæslu með veiruna. Hann sagði síðar að brugðið hefði getað til beggja vona hvað hann sjálfan varðaði, og þakkaði heilbrigðisstarfsfólkinu sem sá um hann og hrósaði breska heilbrigðiskerfinu í hástert. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að ríkisstjórn hans skildi ekki kórónuveiruna „á fyrstu vikum og mánuðum“ faraldursins í Bretlandi. Þá sagði hann að suma hluti hefði mögulega mátt gera öðruvísi. Þetta kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Johnson. Þar sagði hann einnig að draga mætti lærdóm af faraldrinum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn hefur sakað ríkisstjórn Johsons, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, um að bregðast rangt við útbreiðslu veirunnar í Bretlandi. Yfir 45.000 manns hafa látið lífið af völdum veirunnar í Bretlandi og tæplega 300.000 greinst með hana. „Við skildum ekki veirunni á þann hátt sem við hefðum viljað á fyrstu vikunum og mánuðunum,“ sagði Johnson í viðtalinu, sem tekið var í tilefni þess að ár er liðið síðan hann tók við af Theresu May sem forsætisráðherra. „Það mikilvægasta sem við áttuðum okkur ekki á í upphafi var hvernig veiran gat smitast milli manna í gegn um einkennalausa smitbera.“ Tíminn til að líta til baka komi síðar Þá sagðist forsætisráðherrann telja að kryfja þurfi viðbrögð stjórnvalda í upphafi faraldursins, en tækifæri til þess muni koma síðar. „Kannski hefðum við getað gert suma hluti öðruvísi og sá tími mun koma þar sem ráðrúm veitist til að átta okkur á hvað við hefðum getað gert, eða gert öðruvísi.“ Þá sagði hann þjóðina syrgja þau sem hafa orðið veirunni að bráð. „Við syrgjum hvert og eitt einasta þeirra sem týndi lífi sínu og hugur okkar er hjá fjölskyldum þeirra. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ríkisstjórnin gerði.“ Johnson var í apríl síðastliðinn lagður inn á gjörgæslu með veiruna. Hann sagði síðar að brugðið hefði getað til beggja vona hvað hann sjálfan varðaði, og þakkaði heilbrigðisstarfsfólkinu sem sá um hann og hrósaði breska heilbrigðiskerfinu í hástert.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent