Smitrakningu að mestu lokið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2020 19:30 Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. Smitin tvö sem greindust í gær tengjast ekki. Í öðru málinu hafa innan við tíu manns verið settir í fjórtán daga sóttkví en á þriðja tug í hinu málinu. Þar hafði einstaklingur tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnafirði um síðustu helgi, en 200 keppendur voru skráðir á mótið. Ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví vegna innanlandssmitanna tveggja að sögn yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna. Hinir smituðu eru karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri. Þeir eru með einkenni og komnir í einangrun. Vísbendingar eru um að annar hinna smituðu hafi verið í tengslum við fólk sem kom erlendis frá. Smitrakningu er að mestu lokið en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. „Við erum ekki alveg búin að klára þá rakningu og erum að vinna að því að geta varpað einhverju ljósi á það. Vonumst til að geta gert það,“ sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. „Er víst að það takist?“ „Nei það er ekki víst en við reynum,“ sagði Jóhann. Því er ekki hægt að útiloka að hinn smitaði sé úti í samfélaginu. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að líklegt sé að smitið komi erlendis frá í ljósi þess að þrjár vikur eru síðan innanlandssmit greindist síðast á landinu. Hann sagði jafnframt að um mögulega hópsýkingu væri að ræða og biðlar til fólks að passa upp á einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. 24. júlí 2020 12:00 Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. Smitin tvö sem greindust í gær tengjast ekki. Í öðru málinu hafa innan við tíu manns verið settir í fjórtán daga sóttkví en á þriðja tug í hinu málinu. Þar hafði einstaklingur tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnafirði um síðustu helgi, en 200 keppendur voru skráðir á mótið. Ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví vegna innanlandssmitanna tveggja að sögn yfirmanns smitrakningarteymis almannavarna. Hinir smituðu eru karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri. Þeir eru með einkenni og komnir í einangrun. Vísbendingar eru um að annar hinna smituðu hafi verið í tengslum við fólk sem kom erlendis frá. Smitrakningu er að mestu lokið en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. „Við erum ekki alveg búin að klára þá rakningu og erum að vinna að því að geta varpað einhverju ljósi á það. Vonumst til að geta gert það,“ sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. „Er víst að það takist?“ „Nei það er ekki víst en við reynum,“ sagði Jóhann. Því er ekki hægt að útiloka að hinn smitaði sé úti í samfélaginu. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að líklegt sé að smitið komi erlendis frá í ljósi þess að þrjár vikur eru síðan innanlandssmit greindist síðast á landinu. Hann sagði jafnframt að um mögulega hópsýkingu væri að ræða og biðlar til fólks að passa upp á einstaklingsbundnar sýkingarvarnir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. 24. júlí 2020 12:00 Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. 24. júlí 2020 12:00
Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04