Morgunbænir í Ægisif í fyrsta skipti í 86 ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 07:56 Trúræknir íbúar Istanbúl bíða eftirvæntingarfullir eftir að dyr Ægisifjar verði opnaðar í dag. Getty/Arif Hudaverdi Yaman Múslimar í Istanbúl halda til morgunbæna í Ægisif í dag, föstudag, í fyrsta skipti frá því að henni var breytt aftur í mosku úr safni. Ali Yerlikaya, ríkisstjóri Istanbúl, sagði í sjónvörpuðu ávarpi í gær að heilbrigðisstarfsfólk yrði á staðnum vegna faraldursins sem gengur nú yfir. Þá hvatti hann fólk til að vera með grímur í bænastundinni, koma með eigin bænateppi og sýna tillitssemi. Þá var tilkynnt að um þúsund gætu verið í Ægisif á hverjum tíma við bænir. Þá hafa ýmsar breytingar verið gerðar á byggingunni. Bænateppi hefur verið lagt á gólf og kristnir helgimunir hafa verið huldir. Þá hafa ýmsar helgimyndir í kirkjunni, þar á meðal mósaík-mynd af Maríu Mey og Jesúbarninu, verið lýstar upp svo þær sjáist ekki. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti verður viðstaddur fyrstu bænastundarinnar í dag en hann var mikill talsmaður þess að breyta Ægisif aftur í mosku. Ægisif, eða Sófíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluðu borgina, féll í hendur Ottómana árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem hefur laðað að sér milljónir ferðamanna árlega. Stjórnlagadómstóll Tyrklands skar úr um það þann 10. Júlí að ekki skyldi skilgreina bygginguna sem safn enda væri það brot á lögum landsins, og Erdogan skrifaði undir tilskipun þess efnis að Ægisif skyldi aftur breytt í mosku sama dag. Tyrkneskir þjóðernissinnar og trúarhópar óskuðu eftir því að byggingunni yrði breytt í mosku á nýjan leik og studdi Erdogan tillöguna. Tillagan var gagnrýnd víða, bæði af erlendum embættismönnum og af trúarleiðtogum. Nú er stjórn moskunnar í höndum tyrkneskra trúaryfirvalda. Tyrkland Trúmál Tengdar fréttir Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12. júlí 2020 15:23 Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30 Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Múslimar í Istanbúl halda til morgunbæna í Ægisif í dag, föstudag, í fyrsta skipti frá því að henni var breytt aftur í mosku úr safni. Ali Yerlikaya, ríkisstjóri Istanbúl, sagði í sjónvörpuðu ávarpi í gær að heilbrigðisstarfsfólk yrði á staðnum vegna faraldursins sem gengur nú yfir. Þá hvatti hann fólk til að vera með grímur í bænastundinni, koma með eigin bænateppi og sýna tillitssemi. Þá var tilkynnt að um þúsund gætu verið í Ægisif á hverjum tíma við bænir. Þá hafa ýmsar breytingar verið gerðar á byggingunni. Bænateppi hefur verið lagt á gólf og kristnir helgimunir hafa verið huldir. Þá hafa ýmsar helgimyndir í kirkjunni, þar á meðal mósaík-mynd af Maríu Mey og Jesúbarninu, verið lýstar upp svo þær sjáist ekki. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti verður viðstaddur fyrstu bænastundarinnar í dag en hann var mikill talsmaður þess að breyta Ægisif aftur í mosku. Ægisif, eða Sófíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluðu borgina, féll í hendur Ottómana árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem hefur laðað að sér milljónir ferðamanna árlega. Stjórnlagadómstóll Tyrklands skar úr um það þann 10. Júlí að ekki skyldi skilgreina bygginguna sem safn enda væri það brot á lögum landsins, og Erdogan skrifaði undir tilskipun þess efnis að Ægisif skyldi aftur breytt í mosku sama dag. Tyrkneskir þjóðernissinnar og trúarhópar óskuðu eftir því að byggingunni yrði breytt í mosku á nýjan leik og studdi Erdogan tillöguna. Tillagan var gagnrýnd víða, bæði af erlendum embættismönnum og af trúarleiðtogum. Nú er stjórn moskunnar í höndum tyrkneskra trúaryfirvalda.
Tyrkland Trúmál Tengdar fréttir Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12. júlí 2020 15:23 Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30 Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. 12. júlí 2020 15:23
Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30
Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04