Nú hafa yfir fjórar milljónir kórónuveirutilfella greinst í Bandaríkjunum. Rúmar tvær vikur eru síðan fjöldi staðfestra kórónuveirusmita fór upp í þrjár milljónir.
Frá þessu er greint á vef Guardian. Þar segir að um fjórðung allra kórónuveirutilfella heimsins sé að finna í Bandaríkjunum og er vísað til gagna frá Johns Hopkins-háskóla.
Alls hafa rétt rúmlega 147 þúsund manns látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Hvergi hafa fleiri orðið veirunni að bráð.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað haldið því fram að Bandaríkin standi fremst allra þegar kemur að viðbrögðum við veirunni. Í viðtali við Fox-fréttastofuna á dögunum sagðist hann þá telja að próf fyrir kórónuveirunni væru „ofmetin.“
„Fyrir mitt leiti, í hvert skipti sem það kemur upp nýtt tilfelli er fjallað um það í fréttum, við fundum fleiri tilfelli,“ sagði hann.
„Ef við gerðum 25 [próf] í stað 50 þá værum við helmingsfjölda smitanna. Þannig að ég held persónulega að þetta sé ofmetið, en ég er alveg tilbúinn að halda áfram að gera það.“
The United States just reached 4 million reported coronavirus cases:
— Ryan Struyk (@ryanstruyk) July 23, 2020
0 to 1 million cases: 99 days
1 to 2 million cases: 43 days
2 to 3 million cases: 28 days
3 to 4 million cases: 15 days