Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 07:26 Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd í skýrslu þingnefndar. Vísir/Getty Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Sagði nefndin vinnubrögðin vera „sláandi“ og að þau gætu haft langvarandi afleiðingar fyrir efnahagskerfi landsins. Á vef breska ríkisútvarpsins er greint frá skýrslu nefndarinnar þar sem kemur fram að fjármálaráðuneyti landsins hafi ekki komið fram með stuðningsáætlanir fyrr en um miðjan mars. Fyrstu tilfelli kórónuveirunnar í landinu voru staðfest þann 31. janúar. Ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki búið sig betur undir heimsfaraldurinn og afleiðingar hans. Mikill seinagangur hafi verið í viðbrögðum yfirvalda, enda hafi þurft að útfæra allar áætlanir frá grunni. Það hafi skapað mikla óvissu fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að ríkisstjórnin hafi æft viðbrögð við heimsfaraldri árið 2016 í svokallaðri Cygnus-æfingu sem stóð yfir í þrjá daga. Viðskipta-, orku- og iðnaðarþróunarstofnun landsins hafi þó ekki vitað af æfingunni og gagnrýnir nefndin skort á samráði. „Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin hafi ekki hugað að mögulegum áhrifum [veirunnar] á hagkerfið.“ Í niðurstöðum skýrslunnar er kallað eftir frekara gagnsæi í ákvarðanatöku stjórnvalda og ítrekað mikilvægi þess að yfirvöld endurskoði verkferla í neyðarástandi til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur. Margar ákvarðanatökur hafi tekið of langan tíma, til að mynda hvernig skyldi útfæra smitrakningu og útdeila hlífðarbúnaði þegar skorturinn var sem mestur. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aftur þykir Boris ruglingslegur Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. 13. júlí 2020 16:05 Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. 12. júlí 2020 07:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Sagði nefndin vinnubrögðin vera „sláandi“ og að þau gætu haft langvarandi afleiðingar fyrir efnahagskerfi landsins. Á vef breska ríkisútvarpsins er greint frá skýrslu nefndarinnar þar sem kemur fram að fjármálaráðuneyti landsins hafi ekki komið fram með stuðningsáætlanir fyrr en um miðjan mars. Fyrstu tilfelli kórónuveirunnar í landinu voru staðfest þann 31. janúar. Ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki búið sig betur undir heimsfaraldurinn og afleiðingar hans. Mikill seinagangur hafi verið í viðbrögðum yfirvalda, enda hafi þurft að útfæra allar áætlanir frá grunni. Það hafi skapað mikla óvissu fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að ríkisstjórnin hafi æft viðbrögð við heimsfaraldri árið 2016 í svokallaðri Cygnus-æfingu sem stóð yfir í þrjá daga. Viðskipta-, orku- og iðnaðarþróunarstofnun landsins hafi þó ekki vitað af æfingunni og gagnrýnir nefndin skort á samráði. „Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin hafi ekki hugað að mögulegum áhrifum [veirunnar] á hagkerfið.“ Í niðurstöðum skýrslunnar er kallað eftir frekara gagnsæi í ákvarðanatöku stjórnvalda og ítrekað mikilvægi þess að yfirvöld endurskoði verkferla í neyðarástandi til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur. Margar ákvarðanatökur hafi tekið of langan tíma, til að mynda hvernig skyldi útfæra smitrakningu og útdeila hlífðarbúnaði þegar skorturinn var sem mestur.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aftur þykir Boris ruglingslegur Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. 13. júlí 2020 16:05 Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. 12. júlí 2020 07:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Aftur þykir Boris ruglingslegur Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. 13. júlí 2020 16:05
Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. 12. júlí 2020 07:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent