Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 22. júlí 2020 13:01 Ragnar Þór Ingólsson, formaður VR. Vísir/Egill Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. Samtök atvinnulífsins vilja að fjármálaeftirlitið taki málið föstum tökum, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. „Fyrir því eru margar ástæður. Bæði það að gefa stjórnamrönnum okkar innan lífeyrissjóðsins andrými í að taka sínar ákvarðanir sjálfstæðar og upplýstar að sjálfsögðu. Og sömuleiðis líka hefur gætt óánægju meðal félagsmanna sem starfa hjá Icelandair um þetta inngrip okkar. Og við þurfum að sjálfsögðu líka að taka tillit til þess. Og fleiri ástæður sem ég kannski ætla ekki að telja upp hér.“ Var ekki beinlínis ólöglegt af ykkar hálfu að reyna með þessum hætti að hafa áhrif á það hvernig stjórnamenn í lífeyrissjóðnum tækju ákvörðun um þetta mál? „Alls ekki. Við höfum táningarfrelsi og það er tjáningarfrelsi í landinu.“ Varstu beittur þrýstingi til þess að stíga það skref? „Nei alls ekki. Við vorum byrjuð að ræða þetta mál áður en Samtök atvinnulífsins stigu fram með þeim hætti gagnvart Seðlabankanum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/vilhelm Vísar Ragnar þar til þess að Samtök atvinnulífsins sendu Seðlabankanum bréf í gær þar sem þess er krafist að fjármálaeftirlit Seðlabanka grípi til tafarlausra aðgerða vegna afskipta stjórnar VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna. „Það er auðvitað ánægjulegt að formaður VR hafi bakkað í þessu máli en það breytir því ekki að þetta virðist orðinn árlegur viðburður, að formaður eða stjórn VR reyni að hafa áhrif á ákvarðanatöku í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Og sökum þessa tel ég fullt tilefni til þess að fjármálaeftirlit í Seðlabankanum taki þetta mál engu að síður föstum tökum og til athugunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í hans huga sé trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir og hann vænti þess að eftirlitið taki málið fyrir. Lífeyrissjóðir Icelandair Tengdar fréttir Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. Samtök atvinnulífsins vilja að fjármálaeftirlitið taki málið föstum tökum, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. „Fyrir því eru margar ástæður. Bæði það að gefa stjórnamrönnum okkar innan lífeyrissjóðsins andrými í að taka sínar ákvarðanir sjálfstæðar og upplýstar að sjálfsögðu. Og sömuleiðis líka hefur gætt óánægju meðal félagsmanna sem starfa hjá Icelandair um þetta inngrip okkar. Og við þurfum að sjálfsögðu líka að taka tillit til þess. Og fleiri ástæður sem ég kannski ætla ekki að telja upp hér.“ Var ekki beinlínis ólöglegt af ykkar hálfu að reyna með þessum hætti að hafa áhrif á það hvernig stjórnamenn í lífeyrissjóðnum tækju ákvörðun um þetta mál? „Alls ekki. Við höfum táningarfrelsi og það er tjáningarfrelsi í landinu.“ Varstu beittur þrýstingi til þess að stíga það skref? „Nei alls ekki. Við vorum byrjuð að ræða þetta mál áður en Samtök atvinnulífsins stigu fram með þeim hætti gagnvart Seðlabankanum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/vilhelm Vísar Ragnar þar til þess að Samtök atvinnulífsins sendu Seðlabankanum bréf í gær þar sem þess er krafist að fjármálaeftirlit Seðlabanka grípi til tafarlausra aðgerða vegna afskipta stjórnar VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna. „Það er auðvitað ánægjulegt að formaður VR hafi bakkað í þessu máli en það breytir því ekki að þetta virðist orðinn árlegur viðburður, að formaður eða stjórn VR reyni að hafa áhrif á ákvarðanatöku í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Og sökum þessa tel ég fullt tilefni til þess að fjármálaeftirlit í Seðlabankanum taki þetta mál engu að síður föstum tökum og til athugunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í hans huga sé trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir og hann vænti þess að eftirlitið taki málið fyrir.
Lífeyrissjóðir Icelandair Tengdar fréttir Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46
Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15