Sport

Fjallið fékk goðsögn í óvænta heimsókn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjallið tók vel á því í rækt sinni, Thor's Power Gym í Kópavogi.
Fjallið tók vel á því í rækt sinni, Thor's Power Gym í Kópavogi. vísir/skjáskot

Það er ekki bara boxbardaginn gegn Eddie Hall sem Hafþór Júlíus Björnsson er að undirbúa sig fyrir því einnig er hann að fara keppa í sterkasti maður Íslands.

Sterkasti maður Íslands fer fram helgina 8. og 9. ágúst en Hafþór hefur unnið keppnina síðustu ár og á því titil að verja.

Fjallið heldur áfram að vera duglegur að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með sér á YouTube og í gær birtist nýjasta myndband hans þar sem hann var á æfingu.

Það er ekki frásögu færandi nema að goðsögnin Skúli Margeir Óskarsson, fyrrum kraftlyftingarmaður og meðlimur í heiðurshöll ÍSÍ, kíkti við og fylgdist með Hafþóri taka á því.

Skúli á m.a. silfur í léttvigarflokki á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, tvö brons og var einnig í tvígang kjörinn íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna.

Myndbandið og innkomu Skúla má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×