Rahm í fótspor Ballesteros - Minntist ömmu sinnar eftir að hafa náð á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2020 12:30 Jon Rahm og eiginkona hans Kelley Cahill fögnuðu sigrinum í gær með kossi. VÍSIR/GETTY Jon Rahm vann Memorial-mótið á PGA-mótaröðinni í gær og kom sér með því upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi. Rahm, sem er 25 ára gamall, er þar með fyrsti Spánverjinn til að ná efsta sæti heimslistans síðan að Seve Ballesteros heitinn sat á toppnum árið 1989. „Ég veit ekki hvernig ég get lýst því hvernig mér líður. Þetta hefur verið markmiðið síðan ég var 13-14 ára strákur,“ sagði Rahm. He grinded to get here.@JonRahmPGA's swing through the years. pic.twitter.com/lGjUkiZr8c— PGA TOUR (@PGATOUR) July 20, 2020 „Seve er einstakur spilari í hugum okkar allra og að vera næstur á eftir honum er mikill heiður. Það er alltaf ótrúlegt að ná að gera eitthvað sem Seve gerði,“ sagði Rahm, sem átti erfitt með tilfinningar sínar en amma hans og frænka létust nýverið. „Það er erfitt að melta þetta akkúrat núna. Það er svo margt sem ég er að hugsa um sem að tengist golfi ekki á nokkurn hátt. Þær létust ekki vegna Covid en ég held að þær hafi dáið vegna þeirra andlegu afleiðinga sem einangrunin hafði. Þær voru báðar á hjúkrunarheimilum. Önnur þeirra var móðuramma mín, sú sem að ég varði mestum tíma með þegar ég var að vaxa úr grasi, fyrir utan foreldra mína. Hún kenndi mér svo margt og ég á svo góðar minningar um hana. Í gær var farið með ösku hennar á grafreit fjölskyldunnar í Madrid, svo tilfinningarnar eru miklar. Við vorum einnig öll mjög náin frænku minni sem lést,“ sagði Rahm. The shot of the tournament Jon Rahm leads by 4 at Jack s Place pic.twitter.com/kVIMH7W5wY— Golf Channel (@GolfChannel) July 19, 2020 McIlroy hafði verið ellefu vikur samfleytt í efsta sætinu og hefur á sínum ferli alls verið efstur í 106 vikur en aðeins Tiger Woods (683 vikur) og Greg Norman (331) hafa verið þar lengur. Rahm vann Memorial-mótið á samtals -9 höggum, þremur höggum á undan Ryan Palmer sem varð í 2. sæti. McIlroy hafnaði í 32. sæti á +4 höggum og Tiger Woods lauk leik á +6 höggum á fyrsta móti sínu síðan í febrúar. Klippa: Rahm í efsta sæti heimlistans eftir sigur á Memorial Golf Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Sjá meira
Jon Rahm vann Memorial-mótið á PGA-mótaröðinni í gær og kom sér með því upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi. Rahm, sem er 25 ára gamall, er þar með fyrsti Spánverjinn til að ná efsta sæti heimslistans síðan að Seve Ballesteros heitinn sat á toppnum árið 1989. „Ég veit ekki hvernig ég get lýst því hvernig mér líður. Þetta hefur verið markmiðið síðan ég var 13-14 ára strákur,“ sagði Rahm. He grinded to get here.@JonRahmPGA's swing through the years. pic.twitter.com/lGjUkiZr8c— PGA TOUR (@PGATOUR) July 20, 2020 „Seve er einstakur spilari í hugum okkar allra og að vera næstur á eftir honum er mikill heiður. Það er alltaf ótrúlegt að ná að gera eitthvað sem Seve gerði,“ sagði Rahm, sem átti erfitt með tilfinningar sínar en amma hans og frænka létust nýverið. „Það er erfitt að melta þetta akkúrat núna. Það er svo margt sem ég er að hugsa um sem að tengist golfi ekki á nokkurn hátt. Þær létust ekki vegna Covid en ég held að þær hafi dáið vegna þeirra andlegu afleiðinga sem einangrunin hafði. Þær voru báðar á hjúkrunarheimilum. Önnur þeirra var móðuramma mín, sú sem að ég varði mestum tíma með þegar ég var að vaxa úr grasi, fyrir utan foreldra mína. Hún kenndi mér svo margt og ég á svo góðar minningar um hana. Í gær var farið með ösku hennar á grafreit fjölskyldunnar í Madrid, svo tilfinningarnar eru miklar. Við vorum einnig öll mjög náin frænku minni sem lést,“ sagði Rahm. The shot of the tournament Jon Rahm leads by 4 at Jack s Place pic.twitter.com/kVIMH7W5wY— Golf Channel (@GolfChannel) July 19, 2020 McIlroy hafði verið ellefu vikur samfleytt í efsta sætinu og hefur á sínum ferli alls verið efstur í 106 vikur en aðeins Tiger Woods (683 vikur) og Greg Norman (331) hafa verið þar lengur. Rahm vann Memorial-mótið á samtals -9 höggum, þremur höggum á undan Ryan Palmer sem varð í 2. sæti. McIlroy hafnaði í 32. sæti á +4 höggum og Tiger Woods lauk leik á +6 höggum á fyrsta móti sínu síðan í febrúar. Klippa: Rahm í efsta sæti heimlistans eftir sigur á Memorial
Golf Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Sjá meira