Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 18:16 Um er að ræða Lettland annars vegar og Eistland hins vegar. Getty/NurPhoto Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Ríkisstjórn Lettlands hefur gefið út lista yfir þau lönd sem ferðamenn skulu forðast eða velta vandlega fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að ferðast til landsins. Athygli vekur að á listanum er ekki að finna ríki á borð við Ítalíu og Bretland þar sem faraldurinn hefur haft mikil áhrif. Er það útskýrt með því að raðað er á listann miðað við fjölda tilfella kórónuveirunnar á síðustu fjórtán dögum á hverja hundrað þúsund íbúa. Listi yfir ríkin sem Lettar eru beðnir um að varastLettneska ríkisstjórnin Miða þjóðirnar við upplýsingar frá Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og er Ísland þar síðast skráð með 17,4 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa. Þar er þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita og ekki eru reiknuð með smit sem greint var frá í dag. Frá 5. júlí síðastliðnum hafa alls greinst 67 smit á landamærunum og ekkert innanlands. Samkvæmt reikningsaðferðum ECDC má því segja að á í dag séu á Íslandi 18,3 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Sé einungis miðað við virk smit sem hafa verið 6 síðustu tvær vikur eru hins vegar 1,64 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Miðað er við 16 smit eða færri per hundrað þúsund íbúa Sé hlutfallið hærra en 16 er ekki mælt með ferðalögum til landsins. Samskonar reglur gilda um ferðalög til hinna Eystrasaltsríkjanna, Eistlands og Litháen. Litháar miða þó við 25 tilfelli síðustu tvær vikur á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt eistneska miðlinum EstonianWorld eru Íslendingar í hópi þeirra sem þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Um er að ræða sömu viðmið og sama lista og í Lettlandi. Fólk frá Lúxemborg, Svíþjóð, Portúgal, San Marínó, Búlgaríu, Rúmeníu, Andorra, Króatíu, Íslandi og Spáni eru þau sem þurfa í sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands. Upplýsingar ECDC gefi ranga mynd af stöðunni á Íslandi Í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að Landlæknisembættið hafi undanfarið unnið að því að tölfræðilegar upplýsingar um Ísland á vef ECDC endurspegli eingöngu virk smit og undanskilji gömul smit sem fundist hafi á landamærunum undanfarnar vikur. „Tölfræðin sem stofnunin birtir nú gefur ranga mynd af ástandinu á Íslandi enda hafa engin smit verið greind nema á landamærunum undanfarnar tvær vikur og flest þeirra óvirk,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur upplýst Sendiráð Íslands um stöðuna og mun koma réttum upplýsingum um stöðu mála hér á landi til erlendra stjórnvalda eftir því sem við á. „Verður réttum upplýsingum komið til stjórnvalda í Eystrasaltslöndunum strax eftir helgi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Litháen Eistland Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Ríkisstjórn Lettlands hefur gefið út lista yfir þau lönd sem ferðamenn skulu forðast eða velta vandlega fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að ferðast til landsins. Athygli vekur að á listanum er ekki að finna ríki á borð við Ítalíu og Bretland þar sem faraldurinn hefur haft mikil áhrif. Er það útskýrt með því að raðað er á listann miðað við fjölda tilfella kórónuveirunnar á síðustu fjórtán dögum á hverja hundrað þúsund íbúa. Listi yfir ríkin sem Lettar eru beðnir um að varastLettneska ríkisstjórnin Miða þjóðirnar við upplýsingar frá Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og er Ísland þar síðast skráð með 17,4 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa. Þar er þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita og ekki eru reiknuð með smit sem greint var frá í dag. Frá 5. júlí síðastliðnum hafa alls greinst 67 smit á landamærunum og ekkert innanlands. Samkvæmt reikningsaðferðum ECDC má því segja að á í dag séu á Íslandi 18,3 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Sé einungis miðað við virk smit sem hafa verið 6 síðustu tvær vikur eru hins vegar 1,64 smit á hverja hundrað þúsund íbúa. Miðað er við 16 smit eða færri per hundrað þúsund íbúa Sé hlutfallið hærra en 16 er ekki mælt með ferðalögum til landsins. Samskonar reglur gilda um ferðalög til hinna Eystrasaltsríkjanna, Eistlands og Litháen. Litháar miða þó við 25 tilfelli síðustu tvær vikur á hverja hundrað þúsund íbúa. Samkvæmt eistneska miðlinum EstonianWorld eru Íslendingar í hópi þeirra sem þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Um er að ræða sömu viðmið og sama lista og í Lettlandi. Fólk frá Lúxemborg, Svíþjóð, Portúgal, San Marínó, Búlgaríu, Rúmeníu, Andorra, Króatíu, Íslandi og Spáni eru þau sem þurfa í sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands. Upplýsingar ECDC gefi ranga mynd af stöðunni á Íslandi Í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að Landlæknisembættið hafi undanfarið unnið að því að tölfræðilegar upplýsingar um Ísland á vef ECDC endurspegli eingöngu virk smit og undanskilji gömul smit sem fundist hafi á landamærunum undanfarnar vikur. „Tölfræðin sem stofnunin birtir nú gefur ranga mynd af ástandinu á Íslandi enda hafa engin smit verið greind nema á landamærunum undanfarnar tvær vikur og flest þeirra óvirk,“ segir í svari ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur upplýst Sendiráð Íslands um stöðuna og mun koma réttum upplýsingum um stöðu mála hér á landi til erlendra stjórnvalda eftir því sem við á. „Verður réttum upplýsingum komið til stjórnvalda í Eystrasaltslöndunum strax eftir helgi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Litháen Eistland Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira