Hvaleyrabikarinn verður allur spilaður á morgun eftir aðra frestun í dag Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júlí 2020 12:04 Sigurvegarar síðustu ára. mynd/gsí Veðrið hefur sett frekari strik í reikninginn í Hvaleyrarbikarnum í golfi, stigamótinu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, annan daginn í röð. Keppni hefur verið hætt í dag vegna veðurs og til stendur að láta keppendur leika 36 holur á morgun til að skera úr um úrslit en ekkert var leikið í gær. Kylfingarnir voru sendir af stað við erfiðar aðstæður í morgun sem þó voru betri en í gær þegar fyrsta keppnisdegi var aflýst en þegar veður versnaði var leik hætt í dag. Ekki voru allir farnir af stað í dag og fyrir vikið verður skorið á þeim holum sem leiknar voru í morgun strikað út og byrjað upp á nýtt eldsnemma í fyrramálið. Er það gert vegna sanngirnissjónarmiða. Á morgun koma kylfingarnir til með að leika 18 holur fyrir hádegi og aðrar 18 holur eftir hádegi. Til að koma því fyrir er fyrirkomulaginu breytt með þeim hætti að ræst verður út á öllum teigum kl 6:30 í fyrramálið. Fjórir verða saman í ráshópi í stað þriggja eins og venjan er í stigamótum GSÍ. Á síðari hringnum eftir hádegið verður ræst út á 1. og 10. teig samtímis. Veðurspáin á að vera betri á morgun og vonir standa því til þess að veðurguðirnir og golfguðirnir geti komið sér saman um að leyfa snjöllustu kylfingum landsins að glíma við Hvaleyrarvöllinn á morgun. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Veðrið hefur sett frekari strik í reikninginn í Hvaleyrarbikarnum í golfi, stigamótinu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, annan daginn í röð. Keppni hefur verið hætt í dag vegna veðurs og til stendur að láta keppendur leika 36 holur á morgun til að skera úr um úrslit en ekkert var leikið í gær. Kylfingarnir voru sendir af stað við erfiðar aðstæður í morgun sem þó voru betri en í gær þegar fyrsta keppnisdegi var aflýst en þegar veður versnaði var leik hætt í dag. Ekki voru allir farnir af stað í dag og fyrir vikið verður skorið á þeim holum sem leiknar voru í morgun strikað út og byrjað upp á nýtt eldsnemma í fyrramálið. Er það gert vegna sanngirnissjónarmiða. Á morgun koma kylfingarnir til með að leika 18 holur fyrir hádegi og aðrar 18 holur eftir hádegi. Til að koma því fyrir er fyrirkomulaginu breytt með þeim hætti að ræst verður út á öllum teigum kl 6:30 í fyrramálið. Fjórir verða saman í ráshópi í stað þriggja eins og venjan er í stigamótum GSÍ. Á síðari hringnum eftir hádegið verður ræst út á 1. og 10. teig samtímis. Veðurspáin á að vera betri á morgun og vonir standa því til þess að veðurguðirnir og golfguðirnir geti komið sér saman um að leyfa snjöllustu kylfingum landsins að glíma við Hvaleyrarvöllinn á morgun.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira