Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júlí 2020 22:00 Víkingar í gír vísir/bára Víkingar vann sinn annan leik í röð er liðið vann stórsigur á ÍA, 6-2, er liðin mættust í Víkinni í kvöld. Það hefur verið sagan að mörkunum rigni í Víkinni og það hélt áfram í kvöld. Miðvarðarvesen Víkinga hélt áfram í dag. Halldór Smári Sigurðsson fór af velli gegn HK og var enn á meiðslalistanum í dag en það ku ekki vera alvarlegt. Hann stefnir á að spila á fimmtudaginn kemur. Viktor Örlygur Andrason lék því við hlið Kára Árnasonar í vörninni en Óttar Bjarni Guðmundsson lék heldur ekki með ÍA. Benjamín Mehic stóð því vaktina í miðri vörninni ásamt Lars Marcus. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð áhugaverður. Víkingar voru að finna góð svæði á vellinum fyrsta stundarfjórðunginn en náðu svo ekki að nýta sér það nægilega vel á síðasta þriðjungnum. Hægt og rólega komust Skagamenn inn í leikinn en eftir 23 mínútur fengu heimamenn vítaspyrnu er Aron Kristófer Lárusson braut á hinum spræka Davíð Erni Atlasyni. Óttar Magnús Karlsson fór á punktinn og skoraði sjöunda mark sitt á leiktíðinni. Staðan varð 2-0 á 37. mínútu. Áður nefndur Davíð Örn Atlason stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu sem Kári hafði fleytt að nýju inn í teiginn. Staðan var þó ekki lengi 2-0 því fjórum mínútum síðar minnkuðu gestirnir muninn er Stefán Teitur Þórðarson þrumaði boltanum í slá og inn eftir darraðadans eftir hornspyrnu. 2-1 í leikhlé. Eftir sjö mínútur í síðari hálfleik var leik lokið. Nikolaj Hansen skoraði á 51. mínútu eftir sendingu inn fyrir vörn ÍA og það var aftur sama uppskrift að fjórða marki Víkinga en það skoraði Erlingur Agnarsson. Þá var í raun leik lokið en Hlynur Sævar Jónsson, nýkominn inn á sem varamaður, minnkaði muninn fyrir Skagamann eftir klukkutímaleik. Mörkunum hélt áfram að rigna. Ágúst Eðvald hélt áfram að vera sprækur og skoraði fimmta mark Víkinga á 66. mínútu áður en hann var aftur á ferðinni tólf mínútum er hann skoraði sjötta mark ÍA. Tryggvi Hrafn setur Kár undir pressu í kvöld.vísir/bára Afhverju vann Víkingur? Víkingar sýndu snilli sína kringum og inni í vítateig ÍA. Þeir nýttu sín færi afskaplega vel og skoruðu sex mörk, þó að tvö þeirra hafi verið eftir barnaleg mistök Skagamanna. Þeir voru einnig duglegir að fara á bak við vörn Skagamanna og voru fjölbreyttir í sínum aðgerðum. Skagamenn náðu heldur ekki að skapa mörg færi. Þeirra helstu og jafnvel einu færi komu eftir föst leikatriði svo þéttur varnarleikur Víkings og fjölbreytilegur sóknarleikur skilaði þremur stigum í Víkina. Hverjir stóðu upp úr? Davíð Örn var einkar sprækur í hægri bakverðinum hjá Víkingi. Ágúst Eðvald heldur áfram að bæta leik sinn með hverjum leiknum og er byrjaður að gera meira að því að stoðsendingar. Hann skoraði einnig sitt fyrsta mark í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Nikolaj Hansen tapar ekki mörgum einvígum, skilar boltanum vel frá sér og skoraði eitt og lagði upp annað í dag. Stefán Teitur er ofboðslega góður fótboltamaður. Hann sýndi snilli sína á köflum í fyrri hálfleik en hann komst ekki nægilega oft í boltann er líða fór á hálfleikinn og sér í lagi ekki í síðari hálfleik. Brynjar Snær Pálsson var einnig sprækur. Hvað gekk illa? Aron Kristófer var í alls konar vandræðum í vinstri bakverðinum í fyrri hálfleik. Davíð Örn rölti framhjá honum að vild en Aron var svo að endingu tekinn af velli í hálfleik. Víkingum gekk einkar erfiðlega að verjast hornspyrnum Skagamanna og söknuðu, eðlilega, Halldórs Smára og Sölva Geirs í teignum. Hvað gerist næst? Víkingur mætir næst Gróttu á útivelli áður en þeir spila í tvígang við Stjörnuna. Á útivelli í Pepsi Max-deildinni þann 30. júlí og fimm dögum síðar gegn liðinu á heimavelli í Mjólkurbikarnum. ÍA spilar við Stjörnuna og Breiðablik í næstu tveimur deildarleikjum áður en liðið mætir Val í bikarnum. Arnar Gunnlaugsson var glæsilegur á hliðarlínunni í kvöld.vísir/bára Arnar: Finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti „Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í leikslok. „Við stilltum upp mjög ungu liði í dag. Tveir átján ára guttar byrjuðu inn á í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel. Mörkin hefðu getað verið fleiri en Skagamenn voru að koma inn í þennan leik fullir sjálfstraust.“ „Við þurftum að mæta þeim af hörku frá byrjun. Mér fannst við leggja grunninn að mörkunum í síðari hálfleik með fyrri hálfleiknum. Við létum boltann ganga vel og það er erfitt að spila á móti liði sem heldur bolta jafna vel og við gerum þegar við erum á okkar degi.“ „Við þreyttum þá verulega og sex mörk. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í síðasta leik gegn HK en sigurinn var alltaf sætur. Það er alltaf sætt að fá þrjú stig.“ „Við þurftum að bæta við og þurftum að vera fjölbreyttari. Við þurftum meiri hreyfanleika og fleiri sendingar inn fyrir. Mér fannst það takast mjög vel.“ Nikolaj Hansen heldur áfram að gera góða hluti í liði Víkings og Arnar er ánægður með framlag þess danska. „Hann er ofboðslega drjúgur fyrir okkur. Þann tíma sem ég hef verið hér í Víkinni, bæði sem aðstoðarþjálfari hjá Loga og í fyrra, hefur hann verið drjúgur. Hann er vanmetinn leikmaður. Hann vinnur sín návígi og tengir vel spilið okkar.“ „Ég veit ekki hversu oft hann tekur boltann niður og hefur sókninar okkar. Hann leysir pressuna vel og er duglegur. Hann hefur ekki verið í nægilega góðu standi eftir veturinn og COVID en hann fékk 70 mínútur síðast og 70-80 mínútur núna svo hann er að bæta formið.“ Víkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og næst bíður lið Gróttu. Hvernig sér Arnar framhaldið? „Það er Grótta næst sem er að berjast fyrir lífi og dauða, eins og við. Þetta er hrikalega erfið deild og hver leikur er stríð. Til að vera nálægt titilbaráttu þarftu að vera með gæði, mómentum og smá heppni.“ „Mér finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti núna. Við höfum gæðin en þurfum smá heppni og nýta okkur mómentið sem við erum með núna. Búnir að vinna tvo leiki í röð og við þurfum að virða það sem við höfum gert vel í þessum sigurleikjum og nýta okkur það í næsta leik,“ sagði Arnar. Jóhannes Karl tók leikinn á sig í kvöld.vísir/bára Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. „Ég geri svo breytingar í hálfleik sem breyttu leikskipulaginu okkar og virkaði engan veginn. Það er algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór. Víkingarnir gengu á lagið aftur og aftur og það er gjörsamlega á mína ábyrgð.“ „Mér fannst leikmennirnir vera að reyna gera það sem ég bað þá um í síðari hálfleik en þetta var ekki rétt að gera þessar breytingar í hálfleik. Fyrri hálfleikurin var fínn, það var jafnræði með liðunum, en eins og ég segi þá eru það þessar breytingar sem voru ekki réttar. Algjör mistök og það klúðrar leiknum.“ Meðalaldur Skagamanna undir lok leiks var ekki hár og Jóhannes Karl er ánægður með að gefa þeim mínútur en hann segir að hann hafi viljað gefa þeim mínútur í öðrum leik. „Við erum með fullt af ungum og sprækum strákum. Það er verst að ég hafi ekki gefið þeim betra tækifæri til þess að sýna hversu góðir þeir eru. Það er jákvætt að þeir fái mínútur en að þeir hafi þurft að koma inn í svona leik er leiðinlegt.“ „Þetta er hörkuhópur sem við erum með og lið sem hefur sýnt að þeir geta unnið alla á vellinum. Það þýðir ekkert að væla þessi úrslit of lengi og það er stutt í næsta leik. Ég get lofað þér því að strákararnir eru strax farnir að fókusera á það. Við látum þetta ekki trufla okkur og við höfum trú á því að við getum náð í úrslit. Við ætlum að ná í þrjú stig gegn Stjörnunni á heimavelli,“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla
Víkingar vann sinn annan leik í röð er liðið vann stórsigur á ÍA, 6-2, er liðin mættust í Víkinni í kvöld. Það hefur verið sagan að mörkunum rigni í Víkinni og það hélt áfram í kvöld. Miðvarðarvesen Víkinga hélt áfram í dag. Halldór Smári Sigurðsson fór af velli gegn HK og var enn á meiðslalistanum í dag en það ku ekki vera alvarlegt. Hann stefnir á að spila á fimmtudaginn kemur. Viktor Örlygur Andrason lék því við hlið Kára Árnasonar í vörninni en Óttar Bjarni Guðmundsson lék heldur ekki með ÍA. Benjamín Mehic stóð því vaktina í miðri vörninni ásamt Lars Marcus. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð áhugaverður. Víkingar voru að finna góð svæði á vellinum fyrsta stundarfjórðunginn en náðu svo ekki að nýta sér það nægilega vel á síðasta þriðjungnum. Hægt og rólega komust Skagamenn inn í leikinn en eftir 23 mínútur fengu heimamenn vítaspyrnu er Aron Kristófer Lárusson braut á hinum spræka Davíð Erni Atlasyni. Óttar Magnús Karlsson fór á punktinn og skoraði sjöunda mark sitt á leiktíðinni. Staðan varð 2-0 á 37. mínútu. Áður nefndur Davíð Örn Atlason stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu sem Kári hafði fleytt að nýju inn í teiginn. Staðan var þó ekki lengi 2-0 því fjórum mínútum síðar minnkuðu gestirnir muninn er Stefán Teitur Þórðarson þrumaði boltanum í slá og inn eftir darraðadans eftir hornspyrnu. 2-1 í leikhlé. Eftir sjö mínútur í síðari hálfleik var leik lokið. Nikolaj Hansen skoraði á 51. mínútu eftir sendingu inn fyrir vörn ÍA og það var aftur sama uppskrift að fjórða marki Víkinga en það skoraði Erlingur Agnarsson. Þá var í raun leik lokið en Hlynur Sævar Jónsson, nýkominn inn á sem varamaður, minnkaði muninn fyrir Skagamann eftir klukkutímaleik. Mörkunum hélt áfram að rigna. Ágúst Eðvald hélt áfram að vera sprækur og skoraði fimmta mark Víkinga á 66. mínútu áður en hann var aftur á ferðinni tólf mínútum er hann skoraði sjötta mark ÍA. Tryggvi Hrafn setur Kár undir pressu í kvöld.vísir/bára Afhverju vann Víkingur? Víkingar sýndu snilli sína kringum og inni í vítateig ÍA. Þeir nýttu sín færi afskaplega vel og skoruðu sex mörk, þó að tvö þeirra hafi verið eftir barnaleg mistök Skagamanna. Þeir voru einnig duglegir að fara á bak við vörn Skagamanna og voru fjölbreyttir í sínum aðgerðum. Skagamenn náðu heldur ekki að skapa mörg færi. Þeirra helstu og jafnvel einu færi komu eftir föst leikatriði svo þéttur varnarleikur Víkings og fjölbreytilegur sóknarleikur skilaði þremur stigum í Víkina. Hverjir stóðu upp úr? Davíð Örn var einkar sprækur í hægri bakverðinum hjá Víkingi. Ágúst Eðvald heldur áfram að bæta leik sinn með hverjum leiknum og er byrjaður að gera meira að því að stoðsendingar. Hann skoraði einnig sitt fyrsta mark í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Nikolaj Hansen tapar ekki mörgum einvígum, skilar boltanum vel frá sér og skoraði eitt og lagði upp annað í dag. Stefán Teitur er ofboðslega góður fótboltamaður. Hann sýndi snilli sína á köflum í fyrri hálfleik en hann komst ekki nægilega oft í boltann er líða fór á hálfleikinn og sér í lagi ekki í síðari hálfleik. Brynjar Snær Pálsson var einnig sprækur. Hvað gekk illa? Aron Kristófer var í alls konar vandræðum í vinstri bakverðinum í fyrri hálfleik. Davíð Örn rölti framhjá honum að vild en Aron var svo að endingu tekinn af velli í hálfleik. Víkingum gekk einkar erfiðlega að verjast hornspyrnum Skagamanna og söknuðu, eðlilega, Halldórs Smára og Sölva Geirs í teignum. Hvað gerist næst? Víkingur mætir næst Gróttu á útivelli áður en þeir spila í tvígang við Stjörnuna. Á útivelli í Pepsi Max-deildinni þann 30. júlí og fimm dögum síðar gegn liðinu á heimavelli í Mjólkurbikarnum. ÍA spilar við Stjörnuna og Breiðablik í næstu tveimur deildarleikjum áður en liðið mætir Val í bikarnum. Arnar Gunnlaugsson var glæsilegur á hliðarlínunni í kvöld.vísir/bára Arnar: Finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti „Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í leikslok. „Við stilltum upp mjög ungu liði í dag. Tveir átján ára guttar byrjuðu inn á í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel. Mörkin hefðu getað verið fleiri en Skagamenn voru að koma inn í þennan leik fullir sjálfstraust.“ „Við þurftum að mæta þeim af hörku frá byrjun. Mér fannst við leggja grunninn að mörkunum í síðari hálfleik með fyrri hálfleiknum. Við létum boltann ganga vel og það er erfitt að spila á móti liði sem heldur bolta jafna vel og við gerum þegar við erum á okkar degi.“ „Við þreyttum þá verulega og sex mörk. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í síðasta leik gegn HK en sigurinn var alltaf sætur. Það er alltaf sætt að fá þrjú stig.“ „Við þurftum að bæta við og þurftum að vera fjölbreyttari. Við þurftum meiri hreyfanleika og fleiri sendingar inn fyrir. Mér fannst það takast mjög vel.“ Nikolaj Hansen heldur áfram að gera góða hluti í liði Víkings og Arnar er ánægður með framlag þess danska. „Hann er ofboðslega drjúgur fyrir okkur. Þann tíma sem ég hef verið hér í Víkinni, bæði sem aðstoðarþjálfari hjá Loga og í fyrra, hefur hann verið drjúgur. Hann er vanmetinn leikmaður. Hann vinnur sín návígi og tengir vel spilið okkar.“ „Ég veit ekki hversu oft hann tekur boltann niður og hefur sókninar okkar. Hann leysir pressuna vel og er duglegur. Hann hefur ekki verið í nægilega góðu standi eftir veturinn og COVID en hann fékk 70 mínútur síðast og 70-80 mínútur núna svo hann er að bæta formið.“ Víkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og næst bíður lið Gróttu. Hvernig sér Arnar framhaldið? „Það er Grótta næst sem er að berjast fyrir lífi og dauða, eins og við. Þetta er hrikalega erfið deild og hver leikur er stríð. Til að vera nálægt titilbaráttu þarftu að vera með gæði, mómentum og smá heppni.“ „Mér finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti núna. Við höfum gæðin en þurfum smá heppni og nýta okkur mómentið sem við erum með núna. Búnir að vinna tvo leiki í röð og við þurfum að virða það sem við höfum gert vel í þessum sigurleikjum og nýta okkur það í næsta leik,“ sagði Arnar. Jóhannes Karl tók leikinn á sig í kvöld.vísir/bára Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. „Ég geri svo breytingar í hálfleik sem breyttu leikskipulaginu okkar og virkaði engan veginn. Það er algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór. Víkingarnir gengu á lagið aftur og aftur og það er gjörsamlega á mína ábyrgð.“ „Mér fannst leikmennirnir vera að reyna gera það sem ég bað þá um í síðari hálfleik en þetta var ekki rétt að gera þessar breytingar í hálfleik. Fyrri hálfleikurin var fínn, það var jafnræði með liðunum, en eins og ég segi þá eru það þessar breytingar sem voru ekki réttar. Algjör mistök og það klúðrar leiknum.“ Meðalaldur Skagamanna undir lok leiks var ekki hár og Jóhannes Karl er ánægður með að gefa þeim mínútur en hann segir að hann hafi viljað gefa þeim mínútur í öðrum leik. „Við erum með fullt af ungum og sprækum strákum. Það er verst að ég hafi ekki gefið þeim betra tækifæri til þess að sýna hversu góðir þeir eru. Það er jákvætt að þeir fái mínútur en að þeir hafi þurft að koma inn í svona leik er leiðinlegt.“ „Þetta er hörkuhópur sem við erum með og lið sem hefur sýnt að þeir geta unnið alla á vellinum. Það þýðir ekkert að væla þessi úrslit of lengi og það er stutt í næsta leik. Ég get lofað þér því að strákararnir eru strax farnir að fókusera á það. Við látum þetta ekki trufla okkur og við höfum trú á því að við getum náð í úrslit. Við ætlum að ná í þrjú stig gegn Stjörnunni á heimavelli,“ sagði Jóhannes Karl.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti