Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Andri Már Eggertsson skrifar 19. júlí 2020 20:26 Einir á toppnum. vísir/bára Í dag fór fram toppslagur í Pepsi Max deildinni. Fylkir og KR voru jöfn að stigum fyrir leikinn, betri markatala Fylkis gerði það að verkum að þeir voru í efsta sæti meðan KR var í öðru sæti búnir að spila leik minna en Fylkir. Það var því ljóst að mikið væri undir á Würth vellinum í dag. Leikurinn byrjaði af krafti, Sam Hewson átti fyrsta færi leiksins er hann var kominn í kjörstöðu rétt fyrir utan teig Fylkis skot hans endar rétt framhjá marki KR. Gestirnir minntu síðan á sig með nokkrum góðum færum. Aron Snær er búinn að vera vel á verði í leiknum og er búinn að sjá til þess að KR hafa ekki tekist að skora á þessum fyrstu 45 mínútum leiksins. Stefán Árni Geirsson fór meiddur af velli eftir tæpan 15 mínútna leik og leit það alls ekki vel út. Í hans stað kom Óskar Örn Hauksson inná, ekki leiðinlegt að eiga einn Óskar Örn í horni. Leikurinn róaðist þó mikið eftir að Óskar Örn kom inná og höfðu bæði lið hægt um sig. Síðustu 10 mínútur leiksins voru þó fjörugar þar sem KR þjörmuðu að Fylki með nokkrum góðum færum Kennie Chopart og Atla Sigurjónssyni sem voru líflegir en Aron Snær sem fyrr stóð vaktina vel. Í seinni hálfleik fóru síðan KR ingar að herja ennþá meir að marki Fylkis og leið ekki á löngu þangað til KR komust yfir. Kennie Chopart átti góða sendingu á Pablo Punyed sem tók boltann í fyrsta og kláraði færið vel. Tæpum tíu mínútum eftir að KR hafði komist yfir bættu þeir við öðru marki. Atli Sigurjónsson átti góðan undirbúning og lagði hann boltann á Óskar Örn sem var í þröngu færi en skot hans er fast í nær hornið og inn fór boltinn. Eftir að KR voru komnir í tveggja marka forrystu róaðist leikurinn talsvert og bæði lið gerðu margar skiptingar til að dreifa álaginu. KR innsiglaði síðan sigurinn með sprelli marki Tobias Thomsen, hár bolti sveif yfir vörn Fylkis, Aron Snær fer langt út úr teignum tekur boltann á lærið missir hann frá sér á Tobias Thomsen sem var í engum vandræðum með að leggja boltann í autt markið. Afhverju vann KR leikinn? KR ingar vissu nákvæmlega að toppsætið var í húfi enda búnir að gera þetta oft áður. Þrátt fyrir að staðan var 0-0 í hálfleik vissu þeir að þeir voru að fá færi og var það þolinmæðis vinnan sem skilaði sér í þremur mörkum og hreinu laki. Hverjir stóðu upp úr? Pablo Punyed heldur uppteknum hætti og spilaði mjög vel. Braut ísinn fyrir KR sem gerði allt talsvert auðveldara og betra eftir að fyrsta markið kom. Kennie Chopart átti góðan leik. Stóð vaktina vel varnarlega en enn fremur var hann ógnandi í sókn KR, hann gerði mjög vel í fyrsta marki KR og skilaði góðu dagsverki í tæpar 70 mínútur sem hann spilaði. KR liðið í heild sinni var mjög gott alveg frá markmanni og í þá leikmenn sem komu inná af varamannabekknum. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fylkis gekk mjög illa. Þrátt fyrir að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleik voru þeir að gefa mikið af færum á sig en KR nýtti þau ekki. Varnamenn Fylkis litu mjög illa út í fyrsta marki KR sem slökkti neistann í heimamönnum. Aron Snær Friðriksson átti góðan fyrri hálfleik sem var að mörgu leyti honum að þakka að Fylkir fóru með stöðuna 0-0 í búningsklefa. Seinni hálfleiknum vill hann þó fljótt gleyma, annað mark KR var þröngt skot á nær stöng sem hann hefði mögulega átt að gera betur í. Þriðja mark KR gerði Aron Snær stór mistök þegar hann kom langt út úr markinu og í stað þess að lúðra boltanum í burtu tók hann knöttinn á lærið sem datt beint á Tobias Thomsen sem skoraði. Hvað er framundan? Næsta umferð Pepsi Max deildarinnar verður leikin í miðri viku, á miðvikudaginn spilar KR heimaleik á móti nýliðum Fjölnis klukkan 20:15 og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fylkir fara á Origo völlinn og mæta þar Valsmönnum næst komandi fimmtudag hefst sá leikur klukkan 19:15. Rúnar Kristinsson: Stefán Árni Geirsson er frá í 2-3 vikur Rúnar Kristinsson hafði góða ástæðu til að vera ánægður með liðið sitt sem vann 3-0 sigur í toppbaráttu umferðarinnar. „Þetta var jafn fyrri hálfleikur þó við höfðum yfirhöndina með nokkrum góðum tækifærum sem við nýttum þó ekki. Fylkis liðið er gott sem gerði þennan leik mjög erfiðan fyrir okkur,” sagði Rúnar „Við nýttum færin betur í seinni hálfleik, við vorum að komast í betri fyrirgjafa stöður sem skilaði sér í betri sendingum fyrir mark Fylkis og allar aðgerðir sóknarlega voru betur tímasettar heldur en í þeim fyrri.” Eftir 15 mínútna leik fór Stefán Árni Geirsson meiddur af velli. Stefán Árni snéri sig illa á ökkla sem er stökk bólginn eftir atvikið og búist er við að Stefán Árni verði frá í allt að þrjár vikur. Óskar Örn kom inná í hans stað og hrósaði Rúnar honum fyrir sitt framlag í leiknum. KR eru núna einir á toppi deildarinnar búnir að spila leik minna en flest lið. „Við erum með gott lið og er efsta sæti deildarinnar staðurinn þar sem KR vill vera en þó eru önnur lið sem eru ekki langt á eftir okkur til að mynda Stjarnan sem er með mjög gott lið og eru þeir búnir að tapa færri stigum en við,” sagði Rúnar aðspurður hvernig væri að vera kominn í efsta sætið. Ólafur Ingi Stígsson: Dómarinn gerði mistök í þriðja marki KR „Við vorum inn í leiknum í fyrri hálfleik þó þeir voru betri en við í þeim fyrri, KR komu með mikið af fyrirgjöfum sem við vörðumst ágætlega. Fyrsta markið sem við fengum á okkur gerir það að verkum að það kemur kafli sem er mjög dapur,” sagði Ólafur Ingi svekktur eftir 3-0 tap. Fylkis menn voru ekki sáttir með Helga Mikael dómara í þriðja markinu sem KR skorar. Að mati Ólafs byrjar leikmaður KR sóknina á að taka boltann með hendinni og bætir hann við að reglunar með hendi eru orðnar það flóknar að það veit enginn hvenær skal dæma hendi og hvenær skal sleppa því. „Ég er ánægður með liðið í heild sinni þetta er góður hópur. Þeir leysa hvorn annan vel af þegar þarf að gera breytingar á liðinu og þurfum við að halda áfram okkar góðri vinnu,” sagði Ólafur sem var sem hefur mikla trú á liði sínu og var hann sannfærður um það að liðið komist aftur á sigurbraut í næsta leik á móti Val. Pepsi Max-deild karla
Í dag fór fram toppslagur í Pepsi Max deildinni. Fylkir og KR voru jöfn að stigum fyrir leikinn, betri markatala Fylkis gerði það að verkum að þeir voru í efsta sæti meðan KR var í öðru sæti búnir að spila leik minna en Fylkir. Það var því ljóst að mikið væri undir á Würth vellinum í dag. Leikurinn byrjaði af krafti, Sam Hewson átti fyrsta færi leiksins er hann var kominn í kjörstöðu rétt fyrir utan teig Fylkis skot hans endar rétt framhjá marki KR. Gestirnir minntu síðan á sig með nokkrum góðum færum. Aron Snær er búinn að vera vel á verði í leiknum og er búinn að sjá til þess að KR hafa ekki tekist að skora á þessum fyrstu 45 mínútum leiksins. Stefán Árni Geirsson fór meiddur af velli eftir tæpan 15 mínútna leik og leit það alls ekki vel út. Í hans stað kom Óskar Örn Hauksson inná, ekki leiðinlegt að eiga einn Óskar Örn í horni. Leikurinn róaðist þó mikið eftir að Óskar Örn kom inná og höfðu bæði lið hægt um sig. Síðustu 10 mínútur leiksins voru þó fjörugar þar sem KR þjörmuðu að Fylki með nokkrum góðum færum Kennie Chopart og Atla Sigurjónssyni sem voru líflegir en Aron Snær sem fyrr stóð vaktina vel. Í seinni hálfleik fóru síðan KR ingar að herja ennþá meir að marki Fylkis og leið ekki á löngu þangað til KR komust yfir. Kennie Chopart átti góða sendingu á Pablo Punyed sem tók boltann í fyrsta og kláraði færið vel. Tæpum tíu mínútum eftir að KR hafði komist yfir bættu þeir við öðru marki. Atli Sigurjónsson átti góðan undirbúning og lagði hann boltann á Óskar Örn sem var í þröngu færi en skot hans er fast í nær hornið og inn fór boltinn. Eftir að KR voru komnir í tveggja marka forrystu róaðist leikurinn talsvert og bæði lið gerðu margar skiptingar til að dreifa álaginu. KR innsiglaði síðan sigurinn með sprelli marki Tobias Thomsen, hár bolti sveif yfir vörn Fylkis, Aron Snær fer langt út úr teignum tekur boltann á lærið missir hann frá sér á Tobias Thomsen sem var í engum vandræðum með að leggja boltann í autt markið. Afhverju vann KR leikinn? KR ingar vissu nákvæmlega að toppsætið var í húfi enda búnir að gera þetta oft áður. Þrátt fyrir að staðan var 0-0 í hálfleik vissu þeir að þeir voru að fá færi og var það þolinmæðis vinnan sem skilaði sér í þremur mörkum og hreinu laki. Hverjir stóðu upp úr? Pablo Punyed heldur uppteknum hætti og spilaði mjög vel. Braut ísinn fyrir KR sem gerði allt talsvert auðveldara og betra eftir að fyrsta markið kom. Kennie Chopart átti góðan leik. Stóð vaktina vel varnarlega en enn fremur var hann ógnandi í sókn KR, hann gerði mjög vel í fyrsta marki KR og skilaði góðu dagsverki í tæpar 70 mínútur sem hann spilaði. KR liðið í heild sinni var mjög gott alveg frá markmanni og í þá leikmenn sem komu inná af varamannabekknum. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fylkis gekk mjög illa. Þrátt fyrir að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleik voru þeir að gefa mikið af færum á sig en KR nýtti þau ekki. Varnamenn Fylkis litu mjög illa út í fyrsta marki KR sem slökkti neistann í heimamönnum. Aron Snær Friðriksson átti góðan fyrri hálfleik sem var að mörgu leyti honum að þakka að Fylkir fóru með stöðuna 0-0 í búningsklefa. Seinni hálfleiknum vill hann þó fljótt gleyma, annað mark KR var þröngt skot á nær stöng sem hann hefði mögulega átt að gera betur í. Þriðja mark KR gerði Aron Snær stór mistök þegar hann kom langt út úr markinu og í stað þess að lúðra boltanum í burtu tók hann knöttinn á lærið sem datt beint á Tobias Thomsen sem skoraði. Hvað er framundan? Næsta umferð Pepsi Max deildarinnar verður leikin í miðri viku, á miðvikudaginn spilar KR heimaleik á móti nýliðum Fjölnis klukkan 20:15 og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fylkir fara á Origo völlinn og mæta þar Valsmönnum næst komandi fimmtudag hefst sá leikur klukkan 19:15. Rúnar Kristinsson: Stefán Árni Geirsson er frá í 2-3 vikur Rúnar Kristinsson hafði góða ástæðu til að vera ánægður með liðið sitt sem vann 3-0 sigur í toppbaráttu umferðarinnar. „Þetta var jafn fyrri hálfleikur þó við höfðum yfirhöndina með nokkrum góðum tækifærum sem við nýttum þó ekki. Fylkis liðið er gott sem gerði þennan leik mjög erfiðan fyrir okkur,” sagði Rúnar „Við nýttum færin betur í seinni hálfleik, við vorum að komast í betri fyrirgjafa stöður sem skilaði sér í betri sendingum fyrir mark Fylkis og allar aðgerðir sóknarlega voru betur tímasettar heldur en í þeim fyrri.” Eftir 15 mínútna leik fór Stefán Árni Geirsson meiddur af velli. Stefán Árni snéri sig illa á ökkla sem er stökk bólginn eftir atvikið og búist er við að Stefán Árni verði frá í allt að þrjár vikur. Óskar Örn kom inná í hans stað og hrósaði Rúnar honum fyrir sitt framlag í leiknum. KR eru núna einir á toppi deildarinnar búnir að spila leik minna en flest lið. „Við erum með gott lið og er efsta sæti deildarinnar staðurinn þar sem KR vill vera en þó eru önnur lið sem eru ekki langt á eftir okkur til að mynda Stjarnan sem er með mjög gott lið og eru þeir búnir að tapa færri stigum en við,” sagði Rúnar aðspurður hvernig væri að vera kominn í efsta sætið. Ólafur Ingi Stígsson: Dómarinn gerði mistök í þriðja marki KR „Við vorum inn í leiknum í fyrri hálfleik þó þeir voru betri en við í þeim fyrri, KR komu með mikið af fyrirgjöfum sem við vörðumst ágætlega. Fyrsta markið sem við fengum á okkur gerir það að verkum að það kemur kafli sem er mjög dapur,” sagði Ólafur Ingi svekktur eftir 3-0 tap. Fylkis menn voru ekki sáttir með Helga Mikael dómara í þriðja markinu sem KR skorar. Að mati Ólafs byrjar leikmaður KR sóknina á að taka boltann með hendinni og bætir hann við að reglunar með hendi eru orðnar það flóknar að það veit enginn hvenær skal dæma hendi og hvenær skal sleppa því. „Ég er ánægður með liðið í heild sinni þetta er góður hópur. Þeir leysa hvorn annan vel af þegar þarf að gera breytingar á liðinu og þurfum við að halda áfram okkar góðri vinnu,” sagði Ólafur sem var sem hefur mikla trú á liði sínu og var hann sannfærður um það að liðið komist aftur á sigurbraut í næsta leik á móti Val.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti