Auknar valdheimildir gegn veirunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2020 12:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á fundi dagsins. Getty/PA Video - PA Images Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum. Þrátt fyrir að hinum ýmsu hömlum verði aflétt samhliða mega Bretar búast við áframhaldandi takmörkunum fram í desember hið minnsta. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun. Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem létt er á hinum ýmsu kórónuveirutakmörkunum á Bretlandseyjum en stærsta skrefið til þessa var stigið í upphafi mánaðar, þegar krár, hárgreiðslustaðir og kvikmyndahús fengu heimild til að opna á ný. Frá og með næstu mánaðamótum mega snyrtistofur og líkamsræktarstöðvar hefja hefðbundna starfsemi í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði, auk þess sem skemmtikraftar og hljómsveitir mega aftur leika fyrir fámennan áhorfendaskara. Fyrirtæki fá jafnframt aukið svigrúm til að ákveða hvort fólk sæki vinnu eða stundi áfram fjarvinnu. Meðfram þessu verður bæjarstjórnum veittar stórauknar valdheimildir til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Til að mynda verður þeim heimilt að loka stöðum þar sem fólk kemur saman, takmarka samgöngur og setja á útgöngubann innan borgarmarkanna. Forsætisráðherrann sagði að þó svo að valdheimildir kynnu að þykja íþyngjandi væru þær nauðsynlegar til að berja niður hópsýkingar um leið og þær koma upp. Aðspurður sagðist Johnson vona að aðgerðirnar yrðu þess valdandi að daglegt líf á Bretlandi kæmist aftur í samt horf um miðjan nóvember. Þó megi Bretar búast við því að búa við einhverjar kórónuveiruhömlur fram að jólum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum. Þrátt fyrir að hinum ýmsu hömlum verði aflétt samhliða mega Bretar búast við áframhaldandi takmörkunum fram í desember hið minnsta. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun. Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem létt er á hinum ýmsu kórónuveirutakmörkunum á Bretlandseyjum en stærsta skrefið til þessa var stigið í upphafi mánaðar, þegar krár, hárgreiðslustaðir og kvikmyndahús fengu heimild til að opna á ný. Frá og með næstu mánaðamótum mega snyrtistofur og líkamsræktarstöðvar hefja hefðbundna starfsemi í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði, auk þess sem skemmtikraftar og hljómsveitir mega aftur leika fyrir fámennan áhorfendaskara. Fyrirtæki fá jafnframt aukið svigrúm til að ákveða hvort fólk sæki vinnu eða stundi áfram fjarvinnu. Meðfram þessu verður bæjarstjórnum veittar stórauknar valdheimildir til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Til að mynda verður þeim heimilt að loka stöðum þar sem fólk kemur saman, takmarka samgöngur og setja á útgöngubann innan borgarmarkanna. Forsætisráðherrann sagði að þó svo að valdheimildir kynnu að þykja íþyngjandi væru þær nauðsynlegar til að berja niður hópsýkingar um leið og þær koma upp. Aðspurður sagðist Johnson vona að aðgerðirnar yrðu þess valdandi að daglegt líf á Bretlandi kæmist aftur í samt horf um miðjan nóvember. Þó megi Bretar búast við því að búa við einhverjar kórónuveiruhömlur fram að jólum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent