Vélsmiður í Bolungarvík kallaði Ramsay aumingja Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2020 10:30 Finnbogi og Arndís Hjartardóttir hafa verið hjón í yfir fimmtíu ár og búa saman í Bolungarvík. MYND/ARNDÍS HJARTARDÓTTIR OG GETTY „Maðurinn kom bara og vildi fá að smakka hákarl,“ segir Finnbogi Bernódusson sem hefur í áratugi verið vélsmiður í Bolungarvík en breski kokkurinn Gordon Ramsay hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum við tökur á matreiðsluþætti. Ísfirðingar hafa séð kokkinn víðfræga á ferli um götur bæjarins og sömuleiðis fjölmennt tökulið sem fylgir þessum þekkta matreiðslumanni. „Ég er nú ekki vanur þessum nútíma gúrme matarræði og vil annað hvort hafa þetta kæst eða súrt og vel höndlað upp á gamla mátann. Það er svona óðum að hverfa öll kunnátta í því og líka væntumþykja um þessa bragðtegund. Það er bara pítsan og pasta og hvað þetta helvíti heitir allt saman,“ segir Finnbogi og skellihlær. Ramsey hefur einnig kynnt sér veitingahús bæjarins, meðal annars skolaði hann niður kökusneið með kaffi á ísfirska kaffihúsinu Heimabyggð. Þá sást einnig til hans veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði og svo kíkti hann í heimsókn til Finnboga sem er maður af gamla skólanum. Hann gaf Ramsey hákarl. „Það var nú ekkert hægt að misskilja hans viðbrögð. Það var eins og hann hafi étið óðs manns skít kallgreyið. Hann hrækti þessu út og vildi fá að skola þessu niður með íslensku brennivíni. Þá tók ekkert betra við og ég sagði bara við hann, þú ert aumingi. Þetta væri hákarl fyrir fimm ára og ég vildi ekki gefa honum sterkari,“ segir Finnbogi léttur. Þetta þurfti hann að heyra „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ segir Finnbogi en allt saman var þetta tekið upp. Finnbogi fékk síðan boð í veislu sem Ramsey stóð fyrir fyrir vestan. „Ég lenti nú í veislu hjá honum í gær og þar var skelfiskur og tveir Michelin kokkar, hann og einhver íslenskur Michelin kall sem ég man nú ekki hvað heitir. Þeir gerðu það vel og alveg ljómandi hjá þeim köllunum. Það var virkilega gaman að kynnast þeim aðeins og sjá hvernig þeir skila sinni afurð frá sér. Það er hægt að fyrirgefa kallinum það þó að hann hafi ekki líkað við hákarladjöfulinn. Góður vinur minn hérna á Ísafirði kafaði eftir allskonar skel fyrir þá og þeir elduðu það og það með þvílíkum ágætum.“ Finnbogi segir að Ramsey sé sannarlega maður sem kann sitt fag. „Hann er bara svolítið óheflaður en þá hitti skrattinn ömmu sína þegar ég gaf honum hákarlinn.“ Gordon Ramsay er tíður gestur á Íslandi og hefur áður tekið upp efni hér á landi fyrir þætti sína. Íslandsvinir Bolungarvík Sjávarútvegur Matur Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
„Maðurinn kom bara og vildi fá að smakka hákarl,“ segir Finnbogi Bernódusson sem hefur í áratugi verið vélsmiður í Bolungarvík en breski kokkurinn Gordon Ramsay hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum við tökur á matreiðsluþætti. Ísfirðingar hafa séð kokkinn víðfræga á ferli um götur bæjarins og sömuleiðis fjölmennt tökulið sem fylgir þessum þekkta matreiðslumanni. „Ég er nú ekki vanur þessum nútíma gúrme matarræði og vil annað hvort hafa þetta kæst eða súrt og vel höndlað upp á gamla mátann. Það er svona óðum að hverfa öll kunnátta í því og líka væntumþykja um þessa bragðtegund. Það er bara pítsan og pasta og hvað þetta helvíti heitir allt saman,“ segir Finnbogi og skellihlær. Ramsey hefur einnig kynnt sér veitingahús bæjarins, meðal annars skolaði hann niður kökusneið með kaffi á ísfirska kaffihúsinu Heimabyggð. Þá sást einnig til hans veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði og svo kíkti hann í heimsókn til Finnboga sem er maður af gamla skólanum. Hann gaf Ramsey hákarl. „Það var nú ekkert hægt að misskilja hans viðbrögð. Það var eins og hann hafi étið óðs manns skít kallgreyið. Hann hrækti þessu út og vildi fá að skola þessu niður með íslensku brennivíni. Þá tók ekkert betra við og ég sagði bara við hann, þú ert aumingi. Þetta væri hákarl fyrir fimm ára og ég vildi ekki gefa honum sterkari,“ segir Finnbogi léttur. Þetta þurfti hann að heyra „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ segir Finnbogi en allt saman var þetta tekið upp. Finnbogi fékk síðan boð í veislu sem Ramsey stóð fyrir fyrir vestan. „Ég lenti nú í veislu hjá honum í gær og þar var skelfiskur og tveir Michelin kokkar, hann og einhver íslenskur Michelin kall sem ég man nú ekki hvað heitir. Þeir gerðu það vel og alveg ljómandi hjá þeim köllunum. Það var virkilega gaman að kynnast þeim aðeins og sjá hvernig þeir skila sinni afurð frá sér. Það er hægt að fyrirgefa kallinum það þó að hann hafi ekki líkað við hákarladjöfulinn. Góður vinur minn hérna á Ísafirði kafaði eftir allskonar skel fyrir þá og þeir elduðu það og það með þvílíkum ágætum.“ Finnbogi segir að Ramsey sé sannarlega maður sem kann sitt fag. „Hann er bara svolítið óheflaður en þá hitti skrattinn ömmu sína þegar ég gaf honum hákarlinn.“ Gordon Ramsay er tíður gestur á Íslandi og hefur áður tekið upp efni hér á landi fyrir þætti sína.
Íslandsvinir Bolungarvík Sjávarútvegur Matur Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira