Vélsmiður í Bolungarvík kallaði Ramsay aumingja Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2020 10:30 Finnbogi og Arndís Hjartardóttir hafa verið hjón í yfir fimmtíu ár og búa saman í Bolungarvík. MYND/ARNDÍS HJARTARDÓTTIR OG GETTY „Maðurinn kom bara og vildi fá að smakka hákarl,“ segir Finnbogi Bernódusson sem hefur í áratugi verið vélsmiður í Bolungarvík en breski kokkurinn Gordon Ramsay hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum við tökur á matreiðsluþætti. Ísfirðingar hafa séð kokkinn víðfræga á ferli um götur bæjarins og sömuleiðis fjölmennt tökulið sem fylgir þessum þekkta matreiðslumanni. „Ég er nú ekki vanur þessum nútíma gúrme matarræði og vil annað hvort hafa þetta kæst eða súrt og vel höndlað upp á gamla mátann. Það er svona óðum að hverfa öll kunnátta í því og líka væntumþykja um þessa bragðtegund. Það er bara pítsan og pasta og hvað þetta helvíti heitir allt saman,“ segir Finnbogi og skellihlær. Ramsey hefur einnig kynnt sér veitingahús bæjarins, meðal annars skolaði hann niður kökusneið með kaffi á ísfirska kaffihúsinu Heimabyggð. Þá sást einnig til hans veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði og svo kíkti hann í heimsókn til Finnboga sem er maður af gamla skólanum. Hann gaf Ramsey hákarl. „Það var nú ekkert hægt að misskilja hans viðbrögð. Það var eins og hann hafi étið óðs manns skít kallgreyið. Hann hrækti þessu út og vildi fá að skola þessu niður með íslensku brennivíni. Þá tók ekkert betra við og ég sagði bara við hann, þú ert aumingi. Þetta væri hákarl fyrir fimm ára og ég vildi ekki gefa honum sterkari,“ segir Finnbogi léttur. Þetta þurfti hann að heyra „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ segir Finnbogi en allt saman var þetta tekið upp. Finnbogi fékk síðan boð í veislu sem Ramsey stóð fyrir fyrir vestan. „Ég lenti nú í veislu hjá honum í gær og þar var skelfiskur og tveir Michelin kokkar, hann og einhver íslenskur Michelin kall sem ég man nú ekki hvað heitir. Þeir gerðu það vel og alveg ljómandi hjá þeim köllunum. Það var virkilega gaman að kynnast þeim aðeins og sjá hvernig þeir skila sinni afurð frá sér. Það er hægt að fyrirgefa kallinum það þó að hann hafi ekki líkað við hákarladjöfulinn. Góður vinur minn hérna á Ísafirði kafaði eftir allskonar skel fyrir þá og þeir elduðu það og það með þvílíkum ágætum.“ Finnbogi segir að Ramsey sé sannarlega maður sem kann sitt fag. „Hann er bara svolítið óheflaður en þá hitti skrattinn ömmu sína þegar ég gaf honum hákarlinn.“ Gordon Ramsay er tíður gestur á Íslandi og hefur áður tekið upp efni hér á landi fyrir þætti sína. Íslandsvinir Bolungarvík Sjávarútvegur Matur Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Maðurinn kom bara og vildi fá að smakka hákarl,“ segir Finnbogi Bernódusson sem hefur í áratugi verið vélsmiður í Bolungarvík en breski kokkurinn Gordon Ramsay hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum við tökur á matreiðsluþætti. Ísfirðingar hafa séð kokkinn víðfræga á ferli um götur bæjarins og sömuleiðis fjölmennt tökulið sem fylgir þessum þekkta matreiðslumanni. „Ég er nú ekki vanur þessum nútíma gúrme matarræði og vil annað hvort hafa þetta kæst eða súrt og vel höndlað upp á gamla mátann. Það er svona óðum að hverfa öll kunnátta í því og líka væntumþykja um þessa bragðtegund. Það er bara pítsan og pasta og hvað þetta helvíti heitir allt saman,“ segir Finnbogi og skellihlær. Ramsey hefur einnig kynnt sér veitingahús bæjarins, meðal annars skolaði hann niður kökusneið með kaffi á ísfirska kaffihúsinu Heimabyggð. Þá sást einnig til hans veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði og svo kíkti hann í heimsókn til Finnboga sem er maður af gamla skólanum. Hann gaf Ramsey hákarl. „Það var nú ekkert hægt að misskilja hans viðbrögð. Það var eins og hann hafi étið óðs manns skít kallgreyið. Hann hrækti þessu út og vildi fá að skola þessu niður með íslensku brennivíni. Þá tók ekkert betra við og ég sagði bara við hann, þú ert aumingi. Þetta væri hákarl fyrir fimm ára og ég vildi ekki gefa honum sterkari,“ segir Finnbogi léttur. Þetta þurfti hann að heyra „Fylgdarmenn hans sögðu síðan við mig, helvíti var þetta gott hjá þér, þetta þurfti hann að heyra og svona lætur hann við alla. Ég var nú bara að stríða honum, kallgreyinu. Hann kom ákaflega vel fyrir og ekkert nema gott um að hann að segja,“ segir Finnbogi en allt saman var þetta tekið upp. Finnbogi fékk síðan boð í veislu sem Ramsey stóð fyrir fyrir vestan. „Ég lenti nú í veislu hjá honum í gær og þar var skelfiskur og tveir Michelin kokkar, hann og einhver íslenskur Michelin kall sem ég man nú ekki hvað heitir. Þeir gerðu það vel og alveg ljómandi hjá þeim köllunum. Það var virkilega gaman að kynnast þeim aðeins og sjá hvernig þeir skila sinni afurð frá sér. Það er hægt að fyrirgefa kallinum það þó að hann hafi ekki líkað við hákarladjöfulinn. Góður vinur minn hérna á Ísafirði kafaði eftir allskonar skel fyrir þá og þeir elduðu það og það með þvílíkum ágætum.“ Finnbogi segir að Ramsey sé sannarlega maður sem kann sitt fag. „Hann er bara svolítið óheflaður en þá hitti skrattinn ömmu sína þegar ég gaf honum hákarlinn.“ Gordon Ramsay er tíður gestur á Íslandi og hefur áður tekið upp efni hér á landi fyrir þætti sína.
Íslandsvinir Bolungarvík Sjávarútvegur Matur Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira