Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2020 22:15 Daníel Laxdal var óvænt meðal markaskorara í kvöld er Stjarnan vann stórsigur á HK. Vísir/HAG Fyrsti leikur sjöundu umferðar Pepsi Max deildar karla fór fram í Garðabænum í kvöld. Þetta var hins vegar aðeins fjórði leikur Stjörnunnar á tímabilinu en eins og alþjóð veit þurfti liðið að fara í sóttkví og missti því úr leiki í 3. til 5. umferð. Fór það svo að Stjarnan vann nokkuð þægilegan 4-1 sigur. Jafn fyrri hálfleikur Spáð er aftakaveðri um helgina og veðrið í Garðabænum í kvöld eftir því. Það var napurt og blés duglega er Guðmundur Ársæll – dómari leiksins – flautaði leikinn á. Heimamenn byrjuðu mun betur og var Hilmar Árni Halldórsson að njóta sín mjög vel í „tíunni“ á bakvið Guðjón Baldvinsson. Það var hins vegar Sölvi Snær Guðbjargarson sem kom heimamönnum yfir eftir frábæra sendingu Guðjóns Baldvinssonar frá endalínu en skömmu áður hafði Birnir Snær Ingason hlaupið sig í ógöngur hinum megin á vellinum. Eftir mark Sölva á 11. mínútu voru heimamenn mikið mun betri aðilinn fram að miðbiki hálfleiksins. Þá loks virtust sem gestirnir hefðu fundið taktinn og jöfnuðu þeir metin þegar rúmlega hálftími var liðinn. Enginn annar en vinstri bakvörðurinn Hörður Árnason – fyrrum leikmaður Stjörnunnar – og það með hægri fæti. Boltinn hafði þá hrokkið fyrir hann eftir að Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, náði ekki að grípa hornspyrnu gestanna. Staðan því orðin 1-1 og virtist hún ætla að vera þannig þegar flautað var til hálfleiks. Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn hins vegar aukaspyrnu úti vinstra megin á miðjum vallarhelmingi HK. Hilmar Árni tók spyrnuna og sendi þennan fína fallhlífarbolta á fjærstöng, varnarmaður HK misreiknaði boltann sem fór yfir hann og í lærið á Eyjólfi Héðinssyni. Þaðan fór boltinn fyrir markið á Daníel Laxdal sem gat ekki annað en skorað. Staðan orðin 2-1 og skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Eflaust hefur Brynjar Björn Gunnarsson – þjálfari HK – látið sína menn heyra það í hálfleik en varnarleikur liðsins í öðru marki Stjörnunnar var vægast sagt hörmulegur. Þá kom fyrra markið eftir að HK fóru með nánast allan sinn mannskap upp völlinn og leyfðu Stjörnunni að „breika“ hratt eftir að þeir unnu boltann. Varnarlína HK sofnaði í hálfleik Eftir fína byrjun gestanna í síðari hálfleik þá tóku heimamenn öll völdin og var Guðjón Baldvins búinn að koma þeim úr 2-1 í 4-1 þegar rúmur klukkutími var liðinn. Í bæði skiptin má setja stór spurningamerki við varnarlínu HK þar sem Guðjón virtist alltaf einn á auðum sjó í teig gestanna. Í fyrra markinu fylgdi Guðjón eftir skalla Þorsteins Más í stöngina og í því síðara átti Guðjón glæsilegan flugskalla eftir frábæra fyrirgjöf Alex Þór Haukssonar utan af velli. Eftir fjórða mark Stjörnunnar gerðu dómarar leiksins skiptingu en Guðmundur Ársæll þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í hans stað kom Arnar Ingi Ingvarsson. Er þetta önnur umferðin í röð þar sem dómari meiðist og spurning hvort dómarastéttin þurfi að fara horfa út fyrir landsteinana til að þeir geti mannað alla leikina sem eftir eru í sumar. Leikurinn fjaraði svo hægt og rólega út en heimamenn voru nær því að bæta við heldur en gestirnir að minnka muninn. Bæði lið þurftu að gera skiptingar vegna meiðsla. Hjá Stjörnunni fór Jósef Kristinn Jósefsson af velli vegna meiðsla og sama má segja um Halldór Orra Björnsson en hann hafði komið inn sem varamaður. Hjá gestunum fór Bjarni Gunnarsson meiddur af velli í fyrri hálfleik en hann ku ekki hafa tognað líkt og hann gerði gegn FH í fyrstu umferð. Stjarnan fer með sigrinum upp að hlið ÍA og Vals sem sitja í 4. og 5. sæti með 10 stig hvort á meðan HK er sem fyrr í 9. sæti með fjögur stig. Af hverju vann Stjarnan? Af því að HK-ingar virtust ekki hafa neinn áhuga á því að verjast og af því að Guðjón Baldvinsson átti frábæran leik í liði heimamanna. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í kvöld. Svo einfalt er það. Hverjir stóðu upp úr? Guðjón Baldvinsson, Alex Þór Hauksson og Haraldur Björnsson voru allir flottir í liði heimamanna. Þá skoraði Daníel Laxdal og því verður að nefna hann hér. Það er því miður erfitt að taka einhvern út úr liði HK en Birnir Snær var sprækur þó lítið hafi komið út úr því sem hann gerði. Hvað mátti betur fara? Undirritaður setur stórt spurningamerki við einbeitingu gestanna en í bæði öðru og þriðja marki Stjörnunnar virðast varnarmenn HK einfaldlega sofandi í eigin teig. Sóknarlega áttu gestirnir svo erfitt með að binda endahnút á sóknir sínar. Hvað gerist næst? Stjarnan fer upp á Skipaskaga í næstu umferð og spilar við spræka Skagamenn. HK-inga bíður verðugt verkefni en þeir mæta Breiðablik í baráttunni um Kópavoginn. Brynjar Björn var ekki sáttur með sína menn í kvöld.vísir/DANÍEL „Bara varnarleikurinn eins og hann leggur sig,“ sagði Brynjar Björn aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum í leik kvöldsins. „Ekki endilega í heild sinni. Mér fannst við vera spila ágætlega þrátt fyrir að vera undir í fyrri hálfleik. Boltinn fór 2-3 inn í teig hjá okkur í fyrri hálfleik og þeir fá tvö mörk út úr því. Á sama tíma erum við að spila ágætlega út á vellinum – í fyrri hálfleik sérstaklega – en markið sem við fáum á okkur rétt fyrir hálfleik er ekki boðlegt. Sérstaklega ekki leik eftir leik. Svo skora þeir tiltölulega einfald mark í seinni hálfleik og við dettum út úr leiknum,“ sagði Brynjar Björn einnig um leik liðsins. Brynjar Björn var spurður út í hver væri ástæðan fyrir því að HK væri að leka mörkum leik eftir leik. Á síðustu leiktíð var liðið þekkt fyrir góðan varnarleik. „Ef maður hefði svörin við öllu þá stæðum við ekki hér og þú að spyrja mig út í það. Við þurfum bara að skoða leikinn og fara yfir málin.“ „Hann virtist ekki hafa tognað heldur bara stífnað upp, kuldinn ekki að hjálpa honum í því,“ var svarið þegar Brynjar var spurður út í hvort Bjarni Gunnarsson, framherji liðsins, hefði tognað á nýjan leik en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. HK mætir nágrönnum sínum í Breiðablik í næsta leik og er Brynjar spenntur fyrir þeim leik. „Næsti leikur er alltaf rétta augnablikið til að rífa sig í gang og gera betur,“ sagði Brynjar að lokum en HK lék einkar vel gegn Blikum á síðustu leiktíð. Rúnar Páll var sáttur með leik Stjörnumanna í kvöld.vísir/ernir Rúnar Páll: Erum með stóran hóp og það er frábært „Þetta var bara frábær sigur og virkilega vel gert hjá strákunum,“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, glaður að leik loknum. „Mér fannst við hleypa HK full mikið inn í leikinn eftir að þeir skora þetta mark í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur virkilega vel spilaður. Vorum skipulagðir, sýndum karakter og kláruðum þennan leik faglega,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. „Við erum með stóran hóp og það er frábært. Við missum tvo menn út af vegna meiðsla í kvöld en það koma menn í staðinn og það verður að vera þannig,“ sagði Rúnar um leikmannahóp Stjörnunnar en hann og Ólafur Jóhannesson stilltu upp sama byrjunarliði og gegn Val í síðustu umferð. Leikmennirnir sem um er ræðir eru Halldór Orri og Jósef Kristinn en Rúnar reiknar ekki með þeim í næsta leik gegn ÍA. Að lokum játti Rúnar því að gamla góða klisjan „einn leikur í einu“ ætti vel við en Stjörnuliðið leikur þétt þessa dagana og getur lítið annað gert en einbeitt sér að næsta leik. Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna í kvöld.vísir/anton Guðjón Baldvins: Erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekkert breyst „Bara mjög vel. Það er gott að halda áfram að safna stigum og skora svo þetta gæti ekki verið betra,“ sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson að leik loknum. Guðjón skoraði tvívegis og var nærri þrennunni en hún datt ekki að þessu sinni. „Maður vill alltaf þrennuna, var viss um að hún myndi detta. Aðeins ferskari fætur og þá hefði þetta kannski dottið. Við erum enn að skríða af stað eftir þessa pásu en það er frábært að vinna, skora fjögur og sjá þessa stemmningu hérna í Garðabænum.“ „Við áttum mjög slæman kafla í fyrri hálfleik sem hefði geta leitt til þess að hálfleikurinn hefði einfaldlega endað illa en þá stíga svona menn upp eins og Danni Lax (Daníel Laxdal) og gefa okkur forystuna aftur. Við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Guðjón og glotti er hann ræddi mikilvægi marks Daníel Laxdal undir lok fyrri hálfleiks. „Maður er voða ferskur fyrst en svo finnur maður fyrir þessu eftir fyrsta leik þegar harðsperrurnar koma en þetta er eitthvað sem við þurfum bara að yfirstíga. Það eru léttar æfingar inn á milli og svona,“ sagði Guðjón um álagið á Stjörnunni næstu vikurnar. Að lokum var Guðjón spurður út í gömlu góðu „Einn leikur í einu“ klisjuna. „Þetta snýst eiginlega bara um það. Við höfum sagt það frá byrjun að við erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekki breyst. Það þýðir að ná í sigur í næstu leik, ég veit það er klisja en það er staðreynd.“ Pepsi Max-deild karla
Fyrsti leikur sjöundu umferðar Pepsi Max deildar karla fór fram í Garðabænum í kvöld. Þetta var hins vegar aðeins fjórði leikur Stjörnunnar á tímabilinu en eins og alþjóð veit þurfti liðið að fara í sóttkví og missti því úr leiki í 3. til 5. umferð. Fór það svo að Stjarnan vann nokkuð þægilegan 4-1 sigur. Jafn fyrri hálfleikur Spáð er aftakaveðri um helgina og veðrið í Garðabænum í kvöld eftir því. Það var napurt og blés duglega er Guðmundur Ársæll – dómari leiksins – flautaði leikinn á. Heimamenn byrjuðu mun betur og var Hilmar Árni Halldórsson að njóta sín mjög vel í „tíunni“ á bakvið Guðjón Baldvinsson. Það var hins vegar Sölvi Snær Guðbjargarson sem kom heimamönnum yfir eftir frábæra sendingu Guðjóns Baldvinssonar frá endalínu en skömmu áður hafði Birnir Snær Ingason hlaupið sig í ógöngur hinum megin á vellinum. Eftir mark Sölva á 11. mínútu voru heimamenn mikið mun betri aðilinn fram að miðbiki hálfleiksins. Þá loks virtust sem gestirnir hefðu fundið taktinn og jöfnuðu þeir metin þegar rúmlega hálftími var liðinn. Enginn annar en vinstri bakvörðurinn Hörður Árnason – fyrrum leikmaður Stjörnunnar – og það með hægri fæti. Boltinn hafði þá hrokkið fyrir hann eftir að Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, náði ekki að grípa hornspyrnu gestanna. Staðan því orðin 1-1 og virtist hún ætla að vera þannig þegar flautað var til hálfleiks. Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn hins vegar aukaspyrnu úti vinstra megin á miðjum vallarhelmingi HK. Hilmar Árni tók spyrnuna og sendi þennan fína fallhlífarbolta á fjærstöng, varnarmaður HK misreiknaði boltann sem fór yfir hann og í lærið á Eyjólfi Héðinssyni. Þaðan fór boltinn fyrir markið á Daníel Laxdal sem gat ekki annað en skorað. Staðan orðin 2-1 og skömmu síðar var flautað til hálfleiks. Eflaust hefur Brynjar Björn Gunnarsson – þjálfari HK – látið sína menn heyra það í hálfleik en varnarleikur liðsins í öðru marki Stjörnunnar var vægast sagt hörmulegur. Þá kom fyrra markið eftir að HK fóru með nánast allan sinn mannskap upp völlinn og leyfðu Stjörnunni að „breika“ hratt eftir að þeir unnu boltann. Varnarlína HK sofnaði í hálfleik Eftir fína byrjun gestanna í síðari hálfleik þá tóku heimamenn öll völdin og var Guðjón Baldvins búinn að koma þeim úr 2-1 í 4-1 þegar rúmur klukkutími var liðinn. Í bæði skiptin má setja stór spurningamerki við varnarlínu HK þar sem Guðjón virtist alltaf einn á auðum sjó í teig gestanna. Í fyrra markinu fylgdi Guðjón eftir skalla Þorsteins Más í stöngina og í því síðara átti Guðjón glæsilegan flugskalla eftir frábæra fyrirgjöf Alex Þór Haukssonar utan af velli. Eftir fjórða mark Stjörnunnar gerðu dómarar leiksins skiptingu en Guðmundur Ársæll þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í hans stað kom Arnar Ingi Ingvarsson. Er þetta önnur umferðin í röð þar sem dómari meiðist og spurning hvort dómarastéttin þurfi að fara horfa út fyrir landsteinana til að þeir geti mannað alla leikina sem eftir eru í sumar. Leikurinn fjaraði svo hægt og rólega út en heimamenn voru nær því að bæta við heldur en gestirnir að minnka muninn. Bæði lið þurftu að gera skiptingar vegna meiðsla. Hjá Stjörnunni fór Jósef Kristinn Jósefsson af velli vegna meiðsla og sama má segja um Halldór Orra Björnsson en hann hafði komið inn sem varamaður. Hjá gestunum fór Bjarni Gunnarsson meiddur af velli í fyrri hálfleik en hann ku ekki hafa tognað líkt og hann gerði gegn FH í fyrstu umferð. Stjarnan fer með sigrinum upp að hlið ÍA og Vals sem sitja í 4. og 5. sæti með 10 stig hvort á meðan HK er sem fyrr í 9. sæti með fjögur stig. Af hverju vann Stjarnan? Af því að HK-ingar virtust ekki hafa neinn áhuga á því að verjast og af því að Guðjón Baldvinsson átti frábæran leik í liði heimamanna. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í kvöld. Svo einfalt er það. Hverjir stóðu upp úr? Guðjón Baldvinsson, Alex Þór Hauksson og Haraldur Björnsson voru allir flottir í liði heimamanna. Þá skoraði Daníel Laxdal og því verður að nefna hann hér. Það er því miður erfitt að taka einhvern út úr liði HK en Birnir Snær var sprækur þó lítið hafi komið út úr því sem hann gerði. Hvað mátti betur fara? Undirritaður setur stórt spurningamerki við einbeitingu gestanna en í bæði öðru og þriðja marki Stjörnunnar virðast varnarmenn HK einfaldlega sofandi í eigin teig. Sóknarlega áttu gestirnir svo erfitt með að binda endahnút á sóknir sínar. Hvað gerist næst? Stjarnan fer upp á Skipaskaga í næstu umferð og spilar við spræka Skagamenn. HK-inga bíður verðugt verkefni en þeir mæta Breiðablik í baráttunni um Kópavoginn. Brynjar Björn var ekki sáttur með sína menn í kvöld.vísir/DANÍEL „Bara varnarleikurinn eins og hann leggur sig,“ sagði Brynjar Björn aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum í leik kvöldsins. „Ekki endilega í heild sinni. Mér fannst við vera spila ágætlega þrátt fyrir að vera undir í fyrri hálfleik. Boltinn fór 2-3 inn í teig hjá okkur í fyrri hálfleik og þeir fá tvö mörk út úr því. Á sama tíma erum við að spila ágætlega út á vellinum – í fyrri hálfleik sérstaklega – en markið sem við fáum á okkur rétt fyrir hálfleik er ekki boðlegt. Sérstaklega ekki leik eftir leik. Svo skora þeir tiltölulega einfald mark í seinni hálfleik og við dettum út úr leiknum,“ sagði Brynjar Björn einnig um leik liðsins. Brynjar Björn var spurður út í hver væri ástæðan fyrir því að HK væri að leka mörkum leik eftir leik. Á síðustu leiktíð var liðið þekkt fyrir góðan varnarleik. „Ef maður hefði svörin við öllu þá stæðum við ekki hér og þú að spyrja mig út í það. Við þurfum bara að skoða leikinn og fara yfir málin.“ „Hann virtist ekki hafa tognað heldur bara stífnað upp, kuldinn ekki að hjálpa honum í því,“ var svarið þegar Brynjar var spurður út í hvort Bjarni Gunnarsson, framherji liðsins, hefði tognað á nýjan leik en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. HK mætir nágrönnum sínum í Breiðablik í næsta leik og er Brynjar spenntur fyrir þeim leik. „Næsti leikur er alltaf rétta augnablikið til að rífa sig í gang og gera betur,“ sagði Brynjar að lokum en HK lék einkar vel gegn Blikum á síðustu leiktíð. Rúnar Páll var sáttur með leik Stjörnumanna í kvöld.vísir/ernir Rúnar Páll: Erum með stóran hóp og það er frábært „Þetta var bara frábær sigur og virkilega vel gert hjá strákunum,“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, glaður að leik loknum. „Mér fannst við hleypa HK full mikið inn í leikinn eftir að þeir skora þetta mark í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur virkilega vel spilaður. Vorum skipulagðir, sýndum karakter og kláruðum þennan leik faglega,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. „Við erum með stóran hóp og það er frábært. Við missum tvo menn út af vegna meiðsla í kvöld en það koma menn í staðinn og það verður að vera þannig,“ sagði Rúnar um leikmannahóp Stjörnunnar en hann og Ólafur Jóhannesson stilltu upp sama byrjunarliði og gegn Val í síðustu umferð. Leikmennirnir sem um er ræðir eru Halldór Orri og Jósef Kristinn en Rúnar reiknar ekki með þeim í næsta leik gegn ÍA. Að lokum játti Rúnar því að gamla góða klisjan „einn leikur í einu“ ætti vel við en Stjörnuliðið leikur þétt þessa dagana og getur lítið annað gert en einbeitt sér að næsta leik. Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna í kvöld.vísir/anton Guðjón Baldvins: Erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekkert breyst „Bara mjög vel. Það er gott að halda áfram að safna stigum og skora svo þetta gæti ekki verið betra,“ sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson að leik loknum. Guðjón skoraði tvívegis og var nærri þrennunni en hún datt ekki að þessu sinni. „Maður vill alltaf þrennuna, var viss um að hún myndi detta. Aðeins ferskari fætur og þá hefði þetta kannski dottið. Við erum enn að skríða af stað eftir þessa pásu en það er frábært að vinna, skora fjögur og sjá þessa stemmningu hérna í Garðabænum.“ „Við áttum mjög slæman kafla í fyrri hálfleik sem hefði geta leitt til þess að hálfleikurinn hefði einfaldlega endað illa en þá stíga svona menn upp eins og Danni Lax (Daníel Laxdal) og gefa okkur forystuna aftur. Við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Guðjón og glotti er hann ræddi mikilvægi marks Daníel Laxdal undir lok fyrri hálfleiks. „Maður er voða ferskur fyrst en svo finnur maður fyrir þessu eftir fyrsta leik þegar harðsperrurnar koma en þetta er eitthvað sem við þurfum bara að yfirstíga. Það eru léttar æfingar inn á milli og svona,“ sagði Guðjón um álagið á Stjörnunni næstu vikurnar. Að lokum var Guðjón spurður út í gömlu góðu „Einn leikur í einu“ klisjuna. „Þetta snýst eiginlega bara um það. Við höfum sagt það frá byrjun að við erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekki breyst. Það þýðir að ná í sigur í næstu leik, ég veit það er klisja en það er staðreynd.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti