Thiago vill koma og Klopp segir já en Liverpool og Bayern ósammála um verð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 08:30 Thiago Alcantara þekkir ekkert annað en að vinna titla, bæði með Bayern og hjá Barcelona. Hér fagnar hann tvöföldum sigri Bæjara á leiktíðinni. EPA-EFE/ANNEGRET HILSE Þýskir miðlar segja frá því að spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara verði leikmaður Liverpool komist félagið að samkomulagi við Bayern München um kaupverðið. Thiago hefur samþykkt kaup og kjör og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur lagt sína blessun yfir kaupin. Vandamálið er hins vegar að félögin eiga eftir að komast að samkomulagi um kaupverðið og þar er talsvert á milli. Thiago spilaði 36 leiki í öllum keppnum með Bayern á leiktíðinni og var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í þeim. Í 25 leikjum spilaði hann á miðri miðjunni en í 10 leikjanna var hann aftuliggjandi miðjumaður. Hann skoraði öll þrjú mörkin í leikjum þar sem hann var á miðri miðjunni. Thiago Alcantara 'agrees terms' as Jurgen Klopp 'approves Liverpool transfer' #LFChttps://t.co/KIp5EpGxEd— Mirror Football (@MirrorFootball) July 17, 2020 Samkvæmt fyrrnefndum þýskum miðlum sem Daily Mirror og Daily Mail vitna í þá eru félögin að bera saman bækur sínar um þessi mögulegu kaup. Liverpool vill borga átján milljónir punda fyrir þennan 29 ára miðjumann en Bayern München vill fá fyrir hann 36 milljónir punda eða tvöfalt meira. Thiago Alcantara hjálpaði Bayern að vinna tvennuna á þessu tímabili og hefur unnið þýska meistaratitilinn öll sjö tímabilin sín með þýska liðinu. Thiago Alcantara spilaði með Barcelona á árunum 2009 til 2013 en fór til Bayern árið 2013. Hann hefur spilað 37 leiki fyrir spænska landsliðið frá árinu 2011. Jurgen Klopp 'approves Thiago Alcantara signing as Liverpool agree terms with £36m Bayern Munich star... but they are only willing to pay £23m' https://t.co/gFtMPoDnEB— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Bild segir að Thiago Alcantara sé sáttur við þau kaup og kjör sem Liverpool vill bjóða honum og að Jürgen Klopp hafi gefið grænt ljós. Thiago hefur sett húsið sitt í Þýskalandi á sölu og vill greinilega skipta um umhverfi. Thiago þekkir ekkert annað en að vinna titla og þeir eru orðnir 27 á ferlinum með Barcelona og Bayern München. Thiago Alcantara hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum, fjóra með Barcelona á Spáni og sjö með Bayern í Þýskalandi og hefur alls fagnað meistaratitli á ellefu af síðustu tólf tímabilum sínum í boltanum. Thiago spilaði reyndar bara 1 leik á fyrstu tveimur meistaratímabilum sínum með Börsungum. Hann hefur unnið stóran titil, meistaratitil eða bikarmeistaratitil, á tólf tímabilum í röð þar af tvöfalt fjórum sinnum. Þýski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira
Þýskir miðlar segja frá því að spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara verði leikmaður Liverpool komist félagið að samkomulagi við Bayern München um kaupverðið. Thiago hefur samþykkt kaup og kjör og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur lagt sína blessun yfir kaupin. Vandamálið er hins vegar að félögin eiga eftir að komast að samkomulagi um kaupverðið og þar er talsvert á milli. Thiago spilaði 36 leiki í öllum keppnum með Bayern á leiktíðinni og var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í þeim. Í 25 leikjum spilaði hann á miðri miðjunni en í 10 leikjanna var hann aftuliggjandi miðjumaður. Hann skoraði öll þrjú mörkin í leikjum þar sem hann var á miðri miðjunni. Thiago Alcantara 'agrees terms' as Jurgen Klopp 'approves Liverpool transfer' #LFChttps://t.co/KIp5EpGxEd— Mirror Football (@MirrorFootball) July 17, 2020 Samkvæmt fyrrnefndum þýskum miðlum sem Daily Mirror og Daily Mail vitna í þá eru félögin að bera saman bækur sínar um þessi mögulegu kaup. Liverpool vill borga átján milljónir punda fyrir þennan 29 ára miðjumann en Bayern München vill fá fyrir hann 36 milljónir punda eða tvöfalt meira. Thiago Alcantara hjálpaði Bayern að vinna tvennuna á þessu tímabili og hefur unnið þýska meistaratitilinn öll sjö tímabilin sín með þýska liðinu. Thiago Alcantara spilaði með Barcelona á árunum 2009 til 2013 en fór til Bayern árið 2013. Hann hefur spilað 37 leiki fyrir spænska landsliðið frá árinu 2011. Jurgen Klopp 'approves Thiago Alcantara signing as Liverpool agree terms with £36m Bayern Munich star... but they are only willing to pay £23m' https://t.co/gFtMPoDnEB— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Bild segir að Thiago Alcantara sé sáttur við þau kaup og kjör sem Liverpool vill bjóða honum og að Jürgen Klopp hafi gefið grænt ljós. Thiago hefur sett húsið sitt í Þýskalandi á sölu og vill greinilega skipta um umhverfi. Thiago þekkir ekkert annað en að vinna titla og þeir eru orðnir 27 á ferlinum með Barcelona og Bayern München. Thiago Alcantara hefur alls unnið ellefu meistaratitla á ferlinum, fjóra með Barcelona á Spáni og sjö með Bayern í Þýskalandi og hefur alls fagnað meistaratitli á ellefu af síðustu tólf tímabilum sínum í boltanum. Thiago spilaði reyndar bara 1 leik á fyrstu tveimur meistaratímabilum sínum með Börsungum. Hann hefur unnið stóran titil, meistaratitil eða bikarmeistaratitil, á tólf tímabilum í röð þar af tvöfalt fjórum sinnum.
Þýski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira