Varaði foreldra við gylliboðum aðstandenda Hjartasteins eftir að aðalhlutverk var tekið af fjórtán ára dreng Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2020 19:34 Hjartasteinshópurinn kominn saman á sviðinu í Lübeck á Norrænu kvikmyndadögunum þar sem Hjartasteinn hreppti aðalverðlaunin. Mynd/Olaf Malzahn Fjórtán ára drengur undirbjó sig af kostgæfni í hálft ár fyrir aðalhlutverk í íslenskri kvikmynd til þess eins að upplifa vonbrigði þegar leikstjóri myndarinnar ákvað að láta hann ekki fá aðalhlutverkið. Frá þessu greinir faðir drengsins í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í gær. „Aðstandendur kvikmyndarinnar Hjartasteinn eru með nýja mynd í smíðum og í lok árs 2019 héldu þeir áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverkin í myndinni. Aðalhlutverkin eru öll í höndum barna og eftir langar og strangar prufur hreppti sonur minn aðalhlutverkið,“ skrifar Guðmundur Kárason. Guðmundur segir í pistlinum að sonur sinn hafi í kjölfarið hafið langt undirbúningsferli sem samanstóð af ýmsum æfingum. „Ekki bara æfingar fyrir myndina heldur einnig leiklistaræfingar, líkamsrækt, slagsmálaæfingar, breytt mataræði og fleira,“ skrifar Guðmundur. Þá hafi ferlinu lokið þegar að símtal barst fjölskyldunni þar sem greint var frá því að leikstjórinn hefði hætt við að láta son Guðmundar leika aðalhlutverkið í myndinni. Guðmundur segir leikstjóra og framleiðanda myndarinnar vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar og varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ skrifaði Guðmundur. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svansson, svaraði pistli Guðmundar með pistli á eigin síðu í dag. Segir Anton að málið sé ekki léttmeti fyrir hann og Guðmund Arnar leikstjóra og þeir vinnu nú hörðum höndum að því að leysa málið á sem farsælastan hátt. „Ég vil nefna það sérstaklega að við höfum mikla trú á syni þeirra og teljum hann eiga bjarta framtíð fyrir sér. Þessi ákvörðun snýr að engu leyti að hæfni hans heldur byggist hún einfaldlega á því að umrætt hlutverk hentaði honum ekki,“ skrifar Anton sem segist munu bæta syni Guðmundar upp að hafa ekki haldið áfram í ferlinu. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook síðu sinni.Mynd/Volodymyr Shuvayev „Skýrt var tekið fram bæði við foreldra og alla ungu leikarana að sú staða gæti vel komið upp, jafnvel seint í ferlinu, að hlutverk sem æft væri fyrir myndi ekki henta þeim að lokum,“ skrifar framleiðandinn og tekur fram að ákvörðun sem þessi sé aldrei tekin nema að vel ígrunduðu máli og að einstaklingurinn hafi fengið það tækifæri sem hann eigi skilið. Bíó og sjónvarp Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Fjórtán ára drengur undirbjó sig af kostgæfni í hálft ár fyrir aðalhlutverk í íslenskri kvikmynd til þess eins að upplifa vonbrigði þegar leikstjóri myndarinnar ákvað að láta hann ekki fá aðalhlutverkið. Frá þessu greinir faðir drengsins í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í gær. „Aðstandendur kvikmyndarinnar Hjartasteinn eru með nýja mynd í smíðum og í lok árs 2019 héldu þeir áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverkin í myndinni. Aðalhlutverkin eru öll í höndum barna og eftir langar og strangar prufur hreppti sonur minn aðalhlutverkið,“ skrifar Guðmundur Kárason. Guðmundur segir í pistlinum að sonur sinn hafi í kjölfarið hafið langt undirbúningsferli sem samanstóð af ýmsum æfingum. „Ekki bara æfingar fyrir myndina heldur einnig leiklistaræfingar, líkamsrækt, slagsmálaæfingar, breytt mataræði og fleira,“ skrifar Guðmundur. Þá hafi ferlinu lokið þegar að símtal barst fjölskyldunni þar sem greint var frá því að leikstjórinn hefði hætt við að láta son Guðmundar leika aðalhlutverkið í myndinni. Guðmundur segir leikstjóra og framleiðanda myndarinnar vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar og varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ skrifaði Guðmundur. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svansson, svaraði pistli Guðmundar með pistli á eigin síðu í dag. Segir Anton að málið sé ekki léttmeti fyrir hann og Guðmund Arnar leikstjóra og þeir vinnu nú hörðum höndum að því að leysa málið á sem farsælastan hátt. „Ég vil nefna það sérstaklega að við höfum mikla trú á syni þeirra og teljum hann eiga bjarta framtíð fyrir sér. Þessi ákvörðun snýr að engu leyti að hæfni hans heldur byggist hún einfaldlega á því að umrætt hlutverk hentaði honum ekki,“ skrifar Anton sem segist munu bæta syni Guðmundar upp að hafa ekki haldið áfram í ferlinu. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook síðu sinni.Mynd/Volodymyr Shuvayev „Skýrt var tekið fram bæði við foreldra og alla ungu leikarana að sú staða gæti vel komið upp, jafnvel seint í ferlinu, að hlutverk sem æft væri fyrir myndi ekki henta þeim að lokum,“ skrifar framleiðandinn og tekur fram að ákvörðun sem þessi sé aldrei tekin nema að vel ígrunduðu máli og að einstaklingurinn hafi fengið það tækifæri sem hann eigi skilið.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira