Heimilisofbeldismálum fjölgar um 30 prósent: Þolendur fallið fyrir eigin hendi á síðustu mánuðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júlí 2020 20:20 Nokkur dæmi eru um að fólk sem hafði leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldisins hafi svipt sig lífi eða gert tilraun til þess á síðustu mánuðum. 390 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis á árinu en það er 30 prósent aukning frá því í fyrra. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á milli ára samkvæmt nýrri afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna starfsmenn vel fyrir aukningunni „Við erum að sjá fyrstu sex mánuðina alveg níutíu fleiri manneskjur sem hafa sótt þjónustuna hér. Það voru 306 sem komu til okkar fyrstu sex mánuðina árið 2019 og 390 voru komin núna fyrstu sex mánuðina,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnisstjóri Bjarkarhlíðar. Umræðan um hættuna á að heimilisofbeldi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif. „Ég held að Covid tíminn hafi verið gríðarlega erfiður fyrir marga. Við sjáum það á fyrirspurnum til okkar og eftir að við fórum að geta hitt fólk aftur hvað er búið að vera ofboðslega mikið að gera hjá okkur,“ segir Ragna. „Við erum að sjá töluvert þung mál þar sem fólk er í mikilli vanlíðan og oft búið að vera í langan tíma.“ Afleiðingarnar geti verið mjög slæmar. „Verstu afleiðingarnar gerðust þarna í byrjun Covid þegar við sáum tvö mannlíf tekin, tvær konur sem létust vegna heimilisofbeldis. En það er líka helmingurinn af þeim sem kemur til okkar segir okkur frá því að þeir hafi hugsað að taka sitt líf eða gert tilraunir til þess og við vitum til þess á síðustu mánuðum að slíkt hafi gerst sem er gríðarlega alvarlegt og sorglegt,“ segir Ragna. Eru þetta mörg tilfelli? „Þetta eru nokkur tilvik,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Heimilisofbeldi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að fólk sem hafði leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldisins hafi svipt sig lífi eða gert tilraun til þess á síðustu mánuðum. 390 manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis á árinu en það er 30 prósent aukning frá því í fyrra. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á milli ára samkvæmt nýrri afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, finna starfsmenn vel fyrir aukningunni „Við erum að sjá fyrstu sex mánuðina alveg níutíu fleiri manneskjur sem hafa sótt þjónustuna hér. Það voru 306 sem komu til okkar fyrstu sex mánuðina árið 2019 og 390 voru komin núna fyrstu sex mánuðina,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnisstjóri Bjarkarhlíðar. Umræðan um hættuna á að heimilisofbeldi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins hafi haft áhrif. „Ég held að Covid tíminn hafi verið gríðarlega erfiður fyrir marga. Við sjáum það á fyrirspurnum til okkar og eftir að við fórum að geta hitt fólk aftur hvað er búið að vera ofboðslega mikið að gera hjá okkur,“ segir Ragna. „Við erum að sjá töluvert þung mál þar sem fólk er í mikilli vanlíðan og oft búið að vera í langan tíma.“ Afleiðingarnar geti verið mjög slæmar. „Verstu afleiðingarnar gerðust þarna í byrjun Covid þegar við sáum tvö mannlíf tekin, tvær konur sem létust vegna heimilisofbeldis. En það er líka helmingurinn af þeim sem kemur til okkar segir okkur frá því að þeir hafi hugsað að taka sitt líf eða gert tilraunir til þess og við vitum til þess á síðustu mánuðum að slíkt hafi gerst sem er gríðarlega alvarlegt og sorglegt,“ segir Ragna. Eru þetta mörg tilfelli? „Þetta eru nokkur tilvik,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Heimilisofbeldi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Sjá meira