Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2020 15:44 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla hafi vissulega áhyggjur af samkomum og „sjálfsprottnum“ útihátíðum, sem kynnu að brjóta samkomubann, yfir verslunarmannahelgina. Ekki væri enn búið að ákveða hvort gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir vegna þessa. Mbl greindi frá því í dag að lögregla í Vestmannaeyjum hefði áhyggjur af mikilli hópamyndun um verslunarmannahelgina, þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst. Enn eigi margir bókaða gistingu í Heimaey og þannig væri hætta á að „sjálfsprottnar“ útihátíðir mynduðust í bænum þessa helgi; hátíðir þar sem fleiri en 500 manns koma saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum biðlaði sérstaklega til fólks að sýna af sér ábyrga hegðun um verslunarmannahelgina. „Ég vil biðja til fólks að taka ábyrga afstöðu og hegðun þegar kemur að verslunarmannahelginni. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að henni. Það er ljóst að mjög margir vilja skemmta sér eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina með tilheyrandi útilegu og gleði en við viljum endilega hvetja fólk til að fara mjög varlega og huga að þeim markmiðum sem eru á bak við þessar takmarkanir sem eru í gildi og tilgang þeirra,“ sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Inntur eftir því hvort lögregla undirbyggi nú sérstakar aðgerðir vegna áðurnefndra „sjálfsprottinna“ útihátíða um verslunarmannahelgina sagði Rögnvaldur að hún væri enn ekki komin á það stig. „En þetta er vissulega eitthvað sem við höfum áhyggjur af. Svona hátíðir hafa sprottið upp í gegnum tíðina. Og eins og komið var inn á í byrjun þá er mikilvægt að fólk átti sig á og muni af hverju þessar ráðstafanir eru í gangi og það væri æskilegt að fólk gæti hjálpað okkur með það.“ Þá yrði bætt í viðbúnað lögreglu um verslunarmannahelgina, líkt og iðulega er gert yfir þessa aðalferðahelgi ársins. Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla hafi vissulega áhyggjur af samkomum og „sjálfsprottnum“ útihátíðum, sem kynnu að brjóta samkomubann, yfir verslunarmannahelgina. Ekki væri enn búið að ákveða hvort gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir vegna þessa. Mbl greindi frá því í dag að lögregla í Vestmannaeyjum hefði áhyggjur af mikilli hópamyndun um verslunarmannahelgina, þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst. Enn eigi margir bókaða gistingu í Heimaey og þannig væri hætta á að „sjálfsprottnar“ útihátíðir mynduðust í bænum þessa helgi; hátíðir þar sem fleiri en 500 manns koma saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum biðlaði sérstaklega til fólks að sýna af sér ábyrga hegðun um verslunarmannahelgina. „Ég vil biðja til fólks að taka ábyrga afstöðu og hegðun þegar kemur að verslunarmannahelginni. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að henni. Það er ljóst að mjög margir vilja skemmta sér eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina með tilheyrandi útilegu og gleði en við viljum endilega hvetja fólk til að fara mjög varlega og huga að þeim markmiðum sem eru á bak við þessar takmarkanir sem eru í gildi og tilgang þeirra,“ sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Inntur eftir því hvort lögregla undirbyggi nú sérstakar aðgerðir vegna áðurnefndra „sjálfsprottinna“ útihátíða um verslunarmannahelgina sagði Rögnvaldur að hún væri enn ekki komin á það stig. „En þetta er vissulega eitthvað sem við höfum áhyggjur af. Svona hátíðir hafa sprottið upp í gegnum tíðina. Og eins og komið var inn á í byrjun þá er mikilvægt að fólk átti sig á og muni af hverju þessar ráðstafanir eru í gangi og það væri æskilegt að fólk gæti hjálpað okkur með það.“ Þá yrði bætt í viðbúnað lögreglu um verslunarmannahelgina, líkt og iðulega er gert yfir þessa aðalferðahelgi ársins.
Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16
Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50