Andrea Rán: Veinaði á gólfinu eftir að hún sá fréttina um að hún væri smituð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 09:30 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í leik með Breiðabliksliðinu síðasta sumar. Vísir/Bára Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur nú lýst fimmtudeginum 25. júní síðastliðnum sem var mikill örlagadagur fyrir hana og Pepsi Max deildirnar í fótbolta. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með COVID-19 eftir hún kom heim úr námi frá Bandaríkjunum en hún hafði þá þegar spilað tvo leiki með Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna og umgengst fjölda fólks í útskrifarveislum. „Það var bara eins og heimurinn hefði stoppað. Ég náði ekki andanum og vissi um leið hvað hafði gerst. Næstu tímar fóru í að tala við smitrakningarteymið sem hringdi viðstöðulaust í mig og vann frábært starf. Ég hringdi sjálf í mína nánustu en síðan hringir kona frá smitrakningarteyminu og spyr hvort ég sé búin að láta þjálfarann minn vita. Þá vissi ég í hvað stefndi, að ég væri að fara að senda tvö lið í sóttkví og ég vissi hvaða áhrif þetta væri að fara að hafa á deildina,“ sagði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í viðtali við Snorra Másson hjá Morgunblaðinu. Þegar Andrea kom heim úr námi frá Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn óraði hana ekki fyrir því að veikindi hennar yrðu fjölmiðlamál nokkrum dögum síðar. https://t.co/fFvbJwkXD8 pic.twitter.com/f0PYn6AYy4— mbl.is SPORT (@mblsport) July 16, 2020 Stjúppabbi hennar hringdi í þjálfara hennar Þorstein Halldórsson en hún sat sjálf gersamlega niðurbrotin á gólfinu í herberginu sínu. „Þetta var versta tilfinning í lífi mínu að valda þessu. Ég sit þarna á gólfinu og reyni að eiga samskipti við mömmu í gegnum hurðina, því hún má væntanlega ekki koma nálægt mér, þannig að ég vissi ekki hvert ég átti að snúa mér eða segja eða gera,“ sagði Andrea Rán en það versta var þó ekki yfirstaðið. „Svo gerist það mjög stuttu síðar að ég fæ skilaboð á Facebook frá mjög góðri vinkonu minni. Ég stend upp og skoða símann og les: „Heyrðu, ert þú með COVID?“ Meðfylgjandi var skjáskot af frétt með mynd af mér og nafninu mínu: Íslandsmótið í uppnámi? Leikmaður Breiðabliks greind með COVID-19,“ sagði Andrea Rán og hélt áfram. „Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst en þessu get ég ekki einu sinni lýst. Þetta var ólýsanleg tilfinning, sem ég myndi aldrei vilja að neinn gengi í gegnum, ekki einu sinni minn versti óvinur. Ég þurfti ekki einu sinni að kalla á mömmu, ég bara veinaði,“ sagði Andrea í viðtalinu við Morgunblaðið. Flestir liðsfélagar hennar fréttu þannig af veikindum hennar í gegnum fjölmiðla. Þrjú kvennalið, Breiðablik, KR og Fylkir sem og karlalið Stjörnunnar þurftu að fara í sóttkví og því varð veruleg röskun á leikjadagskrá þessara liða. Andrea Rán smitaði samt aðeins þrjá einstaklinga. Tvo í einni og sömu útskriftarveislu í Kópavogi á laugardeginum og síðan frænku sína, sem vinnur í atvinnuvegaráðuneytinu. Þrátt fyrir það er Andrea samt Íslandsmeistari í sóttkvíarráðstöfunum því rakningarteymið sendi 3-400 manns í sóttkví vegna smitsins eins og fram kom í viðtalinu í Morgunblaðinu sem má sjá allt með því að smella hér. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spilaði sinn fyrsta leik eftir COVID-19 smitið á þriðjudaginn þegar hún spilaði fimm síðustu mínúturnar í 4-0 sigri Breiðabliks á ÍBV. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Sjá meira
Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur nú lýst fimmtudeginum 25. júní síðastliðnum sem var mikill örlagadagur fyrir hana og Pepsi Max deildirnar í fótbolta. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist með COVID-19 eftir hún kom heim úr námi frá Bandaríkjunum en hún hafði þá þegar spilað tvo leiki með Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna og umgengst fjölda fólks í útskrifarveislum. „Það var bara eins og heimurinn hefði stoppað. Ég náði ekki andanum og vissi um leið hvað hafði gerst. Næstu tímar fóru í að tala við smitrakningarteymið sem hringdi viðstöðulaust í mig og vann frábært starf. Ég hringdi sjálf í mína nánustu en síðan hringir kona frá smitrakningarteyminu og spyr hvort ég sé búin að láta þjálfarann minn vita. Þá vissi ég í hvað stefndi, að ég væri að fara að senda tvö lið í sóttkví og ég vissi hvaða áhrif þetta væri að fara að hafa á deildina,“ sagði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í viðtali við Snorra Másson hjá Morgunblaðinu. Þegar Andrea kom heim úr námi frá Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn óraði hana ekki fyrir því að veikindi hennar yrðu fjölmiðlamál nokkrum dögum síðar. https://t.co/fFvbJwkXD8 pic.twitter.com/f0PYn6AYy4— mbl.is SPORT (@mblsport) July 16, 2020 Stjúppabbi hennar hringdi í þjálfara hennar Þorstein Halldórsson en hún sat sjálf gersamlega niðurbrotin á gólfinu í herberginu sínu. „Þetta var versta tilfinning í lífi mínu að valda þessu. Ég sit þarna á gólfinu og reyni að eiga samskipti við mömmu í gegnum hurðina, því hún má væntanlega ekki koma nálægt mér, þannig að ég vissi ekki hvert ég átti að snúa mér eða segja eða gera,“ sagði Andrea Rán en það versta var þó ekki yfirstaðið. „Svo gerist það mjög stuttu síðar að ég fæ skilaboð á Facebook frá mjög góðri vinkonu minni. Ég stend upp og skoða símann og les: „Heyrðu, ert þú með COVID?“ Meðfylgjandi var skjáskot af frétt með mynd af mér og nafninu mínu: Íslandsmótið í uppnámi? Leikmaður Breiðabliks greind með COVID-19,“ sagði Andrea Rán og hélt áfram. „Ég hélt að ég hefði brotnað niður fyrst en þessu get ég ekki einu sinni lýst. Þetta var ólýsanleg tilfinning, sem ég myndi aldrei vilja að neinn gengi í gegnum, ekki einu sinni minn versti óvinur. Ég þurfti ekki einu sinni að kalla á mömmu, ég bara veinaði,“ sagði Andrea í viðtalinu við Morgunblaðið. Flestir liðsfélagar hennar fréttu þannig af veikindum hennar í gegnum fjölmiðla. Þrjú kvennalið, Breiðablik, KR og Fylkir sem og karlalið Stjörnunnar þurftu að fara í sóttkví og því varð veruleg röskun á leikjadagskrá þessara liða. Andrea Rán smitaði samt aðeins þrjá einstaklinga. Tvo í einni og sömu útskriftarveislu í Kópavogi á laugardeginum og síðan frænku sína, sem vinnur í atvinnuvegaráðuneytinu. Þrátt fyrir það er Andrea samt Íslandsmeistari í sóttkvíarráðstöfunum því rakningarteymið sendi 3-400 manns í sóttkví vegna smitsins eins og fram kom í viðtalinu í Morgunblaðinu sem má sjá allt með því að smella hér. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir spilaði sinn fyrsta leik eftir COVID-19 smitið á þriðjudaginn þegar hún spilaði fimm síðustu mínúturnar í 4-0 sigri Breiðabliks á ÍBV.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Sjá meira