Hægt að hjálpa Jóni Arnóri að komast inn í EuroBasket-draumalið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 09:00 Jón Arnór Stefánsson kvaddi eftir hundraðast landsleikinn sinn. Vísir/Bára Jón Arnór Stefánsson er einn af þeim sem koma til greina í fimm manna úrvalslið frá minni þjóðunum sem hafa komist í úrslitakeppni EM, EuroBasket, á 21. öldinni. Alþjóða Körfuknattleikssambandið, FIBA, er að velja draumalið fyrir úrslitakeppni EM á árinum 2000 til 2020 en í þetta umrædda lið eru aðeins gjaldgengir leikmenn frá litlu þjóðunum sem hafa komist alla leið í úrslitakeppnina. FIBA stendur fyrir kosningunni á heimasíðu sinni en sambandið hafði áður valið úrvalslið EuroBasket á þessari öld en tuttugu fyrstu ár hennar eru nú að baki. Can you build a championship 5 from these guys? #EuroBasket https://t.co/KehQ47NTdc pic.twitter.com/NFLi5dccpY— FIBA EuroBasket (@EuroBasket) July 13, 2020 Ísland er ein af þessum minni þjóðum sem hafa sett mikinn svip á úrslitakeppni EM í körfubolta á síðustu tveimur áratugum. Íslenska landsliðið komst tvisvar á Eurobasket á þessum tíma, fyrst spilaði liðið í Berlín í Þýskalandi árið 2015 og svo í Helsinki í Finnlandi árið 2017. Sextán leikmenn eru tilnefndir og er Jón Arnór Stefánsson fulltrúi íslenska landsliðsins í þessari kosningu og ekki að ástæðulausu. Jón Arnór var algjör lykilmaður í báðum Eurobasket liðum Íslands. Jón Arnór var með 11,9 stig og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum tveimur úrslitakeppnum. Iceland qualified for next year s EuroBasket and will be among the underdogs!Read more: http://t.co/Q6cK1nRs6C pic.twitter.com/4pQpAJr7B9— FIBA (@FIBA) November 20, 2014 Íslendingar sem og aðrir fá möguleika á að velja sér sitt úrvalslið og geta því gefið Jóni Arnóri atkvæðið sitt. Jón Arnór er í baráttunni því samkvæmt síðustu tölum hafði hann fengið fimm prósent atkvæða og var í sjöunda sæti. Jón þarf þó mun fleiri atkvæði því hann er sex prósentustigum frá fimmta og síðasta sætinu inn í liðið. Það er hægt að kjósa með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson er einn af þeim sem koma til greina í fimm manna úrvalslið frá minni þjóðunum sem hafa komist í úrslitakeppni EM, EuroBasket, á 21. öldinni. Alþjóða Körfuknattleikssambandið, FIBA, er að velja draumalið fyrir úrslitakeppni EM á árinum 2000 til 2020 en í þetta umrædda lið eru aðeins gjaldgengir leikmenn frá litlu þjóðunum sem hafa komist alla leið í úrslitakeppnina. FIBA stendur fyrir kosningunni á heimasíðu sinni en sambandið hafði áður valið úrvalslið EuroBasket á þessari öld en tuttugu fyrstu ár hennar eru nú að baki. Can you build a championship 5 from these guys? #EuroBasket https://t.co/KehQ47NTdc pic.twitter.com/NFLi5dccpY— FIBA EuroBasket (@EuroBasket) July 13, 2020 Ísland er ein af þessum minni þjóðum sem hafa sett mikinn svip á úrslitakeppni EM í körfubolta á síðustu tveimur áratugum. Íslenska landsliðið komst tvisvar á Eurobasket á þessum tíma, fyrst spilaði liðið í Berlín í Þýskalandi árið 2015 og svo í Helsinki í Finnlandi árið 2017. Sextán leikmenn eru tilnefndir og er Jón Arnór Stefánsson fulltrúi íslenska landsliðsins í þessari kosningu og ekki að ástæðulausu. Jón Arnór var algjör lykilmaður í báðum Eurobasket liðum Íslands. Jón Arnór var með 11,9 stig og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum tveimur úrslitakeppnum. Iceland qualified for next year s EuroBasket and will be among the underdogs!Read more: http://t.co/Q6cK1nRs6C pic.twitter.com/4pQpAJr7B9— FIBA (@FIBA) November 20, 2014 Íslendingar sem og aðrir fá möguleika á að velja sér sitt úrvalslið og geta því gefið Jóni Arnóri atkvæðið sitt. Jón Arnór er í baráttunni því samkvæmt síðustu tölum hafði hann fengið fimm prósent atkvæða og var í sjöunda sæti. Jón þarf þó mun fleiri atkvæði því hann er sex prósentustigum frá fimmta og síðasta sætinu inn í liðið. Það er hægt að kjósa með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sjá meira