Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2020 18:52 Bandarískur lyfjaframleiðandi hefur tekið forystuna í þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. Smitsjúkdómalæknir segir þetta tilefni til fögnuðar en enn sé langt í land. „Mér lýst vel á þetta. En þetta eru bara fyrstu fréttir og við erum náttúrlega að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, aðspurð um bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna. Bóluefnið var prófað á 45 einstaklinga sem allir eru ungir og hraustir og höfðu ekki fengið kórónuveiruna áður. „Þeir fengu tvær sprautur, eina og aftur mánuði síðar. Góðu fréttirnar eru þær að þeir náðu að sýna fram á hjá öllum einstaklingunum að eftir tvær vikur var komið mjög kröftugt mótefnasvar í blóðinu, sem er nákvæmlega það sem við viljum,“ segir Bryndís og bætir við að bóluefnagjöfin hafi verið endurtekin og þá hafi myndast enn kröftugra mótefnasvar. „Niðurstaðan er sú að bóluefnið er öruggt og einstaklingar sem fá það í þessum tveimur skömmtum mynda mótefni,“ segir Bryndís. Nú hefst hins vegar biðstaða. Meta þarf og sjá hversu lengi þessi mótefni endast í blóðinu og hvort þau eru verndandi. „Þeir eru búnir að bera þetta saman við einstaklinga sem fengu sannarlega Covid-veirusýkingu. Þeir báru þessi mótefni saman við mótefnin sem einstaklingar sem veiktust mynduðu, og þetta er alveg sambærilegt,“ segir Bryndís. Moderna ætlar nú að hefja rannsóknir á tugum þúsunda manna. 194 bóluefni eru í þróun en 17 þeirra hafa verið prófuð á mönnum. Það getur tekið allt að tíu ár að þróa bóluefni en vísindamenn vonast til að geta framleitt bóluefni við kórónuveirunni á 12 til 18 mánuðum. Vísindamenn náðu að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar í janúar síðastliðnum. Ef sá tímarammi ætti að standast, miðað við bjartsýnustu spár vísindamanna, gæti það litið dagsins ljós í janúar á næsta ári. „Hugsanlega næsta vor ef allt gengur eins og það á að ganga,“ segir Bryndís spurð hvenær hún telur að bóluefnið geti komist í almenna notkun miðað við þann árangur sem bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna hefur sýnt. „Við þurfum að hafa í huga að þetta bóluefni við Covid-19 þá þarf 500 milljónir til milljarð skammt ef þetta á að duga fyrir heiminn. Það er eitthvað sem mun taka lengri tíma.“ Einnig verði áhugavert að fylgjast með hvernig einstaklingunum vegnar sem tóku þátt í þessari rannsókn. „Hversu langvirk eru þessi verndandi mótefni, er þetta viðvarandi, er þetta eitthvað sem verður í sex mánuði eða tólf mánuði? Við vitum það í raun og veru ekki. Það eru svo margar spurningar sem eru ósvaraðar. Almennt séð eru þetta mjög jákvæðar fréttir og ég held að það verði fleiri fréttir í sumar af fyrirtækjum sem eru að vinna í bóluefnarannsóknum,“ segir Bryndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Bandarískur lyfjaframleiðandi hefur tekið forystuna í þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. Smitsjúkdómalæknir segir þetta tilefni til fögnuðar en enn sé langt í land. „Mér lýst vel á þetta. En þetta eru bara fyrstu fréttir og við erum náttúrlega að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, aðspurð um bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna. Bóluefnið var prófað á 45 einstaklinga sem allir eru ungir og hraustir og höfðu ekki fengið kórónuveiruna áður. „Þeir fengu tvær sprautur, eina og aftur mánuði síðar. Góðu fréttirnar eru þær að þeir náðu að sýna fram á hjá öllum einstaklingunum að eftir tvær vikur var komið mjög kröftugt mótefnasvar í blóðinu, sem er nákvæmlega það sem við viljum,“ segir Bryndís og bætir við að bóluefnagjöfin hafi verið endurtekin og þá hafi myndast enn kröftugra mótefnasvar. „Niðurstaðan er sú að bóluefnið er öruggt og einstaklingar sem fá það í þessum tveimur skömmtum mynda mótefni,“ segir Bryndís. Nú hefst hins vegar biðstaða. Meta þarf og sjá hversu lengi þessi mótefni endast í blóðinu og hvort þau eru verndandi. „Þeir eru búnir að bera þetta saman við einstaklinga sem fengu sannarlega Covid-veirusýkingu. Þeir báru þessi mótefni saman við mótefnin sem einstaklingar sem veiktust mynduðu, og þetta er alveg sambærilegt,“ segir Bryndís. Moderna ætlar nú að hefja rannsóknir á tugum þúsunda manna. 194 bóluefni eru í þróun en 17 þeirra hafa verið prófuð á mönnum. Það getur tekið allt að tíu ár að þróa bóluefni en vísindamenn vonast til að geta framleitt bóluefni við kórónuveirunni á 12 til 18 mánuðum. Vísindamenn náðu að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar í janúar síðastliðnum. Ef sá tímarammi ætti að standast, miðað við bjartsýnustu spár vísindamanna, gæti það litið dagsins ljós í janúar á næsta ári. „Hugsanlega næsta vor ef allt gengur eins og það á að ganga,“ segir Bryndís spurð hvenær hún telur að bóluefnið geti komist í almenna notkun miðað við þann árangur sem bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna hefur sýnt. „Við þurfum að hafa í huga að þetta bóluefni við Covid-19 þá þarf 500 milljónir til milljarð skammt ef þetta á að duga fyrir heiminn. Það er eitthvað sem mun taka lengri tíma.“ Einnig verði áhugavert að fylgjast með hvernig einstaklingunum vegnar sem tóku þátt í þessari rannsókn. „Hversu langvirk eru þessi verndandi mótefni, er þetta viðvarandi, er þetta eitthvað sem verður í sex mánuði eða tólf mánuði? Við vitum það í raun og veru ekki. Það eru svo margar spurningar sem eru ósvaraðar. Almennt séð eru þetta mjög jákvæðar fréttir og ég held að það verði fleiri fréttir í sumar af fyrirtækjum sem eru að vinna í bóluefnarannsóknum,“ segir Bryndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira