Segist sakna leiftrandi sóknarleiks hjá FH Ísak Hallmundarson skrifar 15. júlí 2020 14:00 FH-ingar töpuðu fyrir Fylki 1-2 á heimavelli í Pepsi Max deild karla á mánudaginn. Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar veltu fyrir sér döpru gengi FH og stöðu Ólafs Helga Kristjánssonar þjálfara FH. „Formaðurinn hlýtur að vera svekktur ef hann lét hann fá besta byrjunarlið landsins og hann nær ekki árangri, það er allavega sú pressa,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Máni Pétursson tók í sama streng. „Það er ekki spurning, ég held að ef hann nær ekki Evrópusæti getum við gengið að því vísu að Ólafur Kristjánsson verði ekki þjálfari FH á næsta ári. Ef þeir ná ekki í topp þrjá er alveg gefið mál að hann kveðji. En menn skulu aldrei útiloka að prófessorinn nái að snúa hlutunum við. Hann situr uppi með vörn sem er ekkert sérstaklega góð, þar eru vandamál FH-liðsins, fyrst og síðast. Gumma Kristjáns dæmið í miðverðinum hefur því miður ekki gengið, ekki enn sem komið er og staðreynd málsins er að Guðmann er alltaf meiddur. Ef þú vilt ekki vera að breyta til í einhverri línu þá er það í öftustu fjórum,“ sagði Máni. Sigurvin velti fyrir sér hvort vörnin væri aðalvandamál FH-inga. „En finnst þér vörnin vandamálið hjá FH? Það sem ég sakna mest úr FH er auðvitað bara sóknarleikurinn, þeir voru með leiftrandi sóknarleik þegar þeir voru sem bestir, voru ekki frægir fyrir varnarleik endilega. Þannig ég sakna þess helst að sjá þá ekki smella því það eru alveg gæði þarna. Lennon, einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað hérna, Jónatan er rosalega spennandi, Daníel Hafsteinsson er mjög spennandi leikmaður, þannig það vantar einhverja töfra. Óli er að reyna að finna þetta, hann er búinn að reyna á þriðja ár að finna einhvern neista, þar sem þetta fer að smella. En þetta eru allt einhverjir fjórir, fimm einstaklingar að reyna að sýna sig og sanna,“ sagði Sigurvin. Alla umræðuna má sjá efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
FH-ingar töpuðu fyrir Fylki 1-2 á heimavelli í Pepsi Max deild karla á mánudaginn. Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar veltu fyrir sér döpru gengi FH og stöðu Ólafs Helga Kristjánssonar þjálfara FH. „Formaðurinn hlýtur að vera svekktur ef hann lét hann fá besta byrjunarlið landsins og hann nær ekki árangri, það er allavega sú pressa,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Máni Pétursson tók í sama streng. „Það er ekki spurning, ég held að ef hann nær ekki Evrópusæti getum við gengið að því vísu að Ólafur Kristjánsson verði ekki þjálfari FH á næsta ári. Ef þeir ná ekki í topp þrjá er alveg gefið mál að hann kveðji. En menn skulu aldrei útiloka að prófessorinn nái að snúa hlutunum við. Hann situr uppi með vörn sem er ekkert sérstaklega góð, þar eru vandamál FH-liðsins, fyrst og síðast. Gumma Kristjáns dæmið í miðverðinum hefur því miður ekki gengið, ekki enn sem komið er og staðreynd málsins er að Guðmann er alltaf meiddur. Ef þú vilt ekki vera að breyta til í einhverri línu þá er það í öftustu fjórum,“ sagði Máni. Sigurvin velti fyrir sér hvort vörnin væri aðalvandamál FH-inga. „En finnst þér vörnin vandamálið hjá FH? Það sem ég sakna mest úr FH er auðvitað bara sóknarleikurinn, þeir voru með leiftrandi sóknarleik þegar þeir voru sem bestir, voru ekki frægir fyrir varnarleik endilega. Þannig ég sakna þess helst að sjá þá ekki smella því það eru alveg gæði þarna. Lennon, einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað hérna, Jónatan er rosalega spennandi, Daníel Hafsteinsson er mjög spennandi leikmaður, þannig það vantar einhverja töfra. Óli er að reyna að finna þetta, hann er búinn að reyna á þriðja ár að finna einhvern neista, þar sem þetta fer að smella. En þetta eru allt einhverjir fjórir, fimm einstaklingar að reyna að sýna sig og sanna,“ sagði Sigurvin. Alla umræðuna má sjá efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira