Stakk eldri mann eftir deilur um andlitsgrímunotkun Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2020 08:26 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/GEtty 43 ára karlmaður var skotinn til bana af lögreglu nærri borginni Lansing í Michigan-ríki eftir að hafa flúið af vettvangi hnífstunguárásar. Maðurinn hafði stungið 77 ára gamlan mann í verslun í bænum Dimondale eftir að þeir tókust á um notkun andlitsgríma. Maðurinn sem var skotinn til bana hét Sean Ruis. Hann hafði verið staddur í versluninni þegar maðurinn ávítti hann fyrir að vera ekki með andlitsgrímu á sér. Enduðu deilurnar með því að Ruis dró upp hníf og stakk manninn. Maðurinn sem varð fyrir hnífstunguárásinni liggur nú á sjúkrahúsi og er ástand hans sagt vera stöðugt. Ruis flúði vettvang en lögregla var kölluð til og hafði hún uppi á honum. Þegar lögregla hafði stöðvað för Ruis er hann sagður hafa ógnað lögregluþjóninum sem skaut hann til bana. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta skipti þar sem deilur um notkun andlitsgríma enda illa, en í síðustu viku var öryggisvörður í Los Angeles ákærður fyrir morð eftir að hafa skotið viðskiptavin til bana sem fór inn í verslun án andlitsgrímu. Lögreglan í Michigan hefur birt myndband af því þegar Ruis var skotinn til bana en rétt er að vara viðkvæma við efni myndbandsins, sem gæti vakið óhug. Málið er til rannsóknar innan lögreglunnar. VIDEO IS SENSITIVE IN NATURE: Eaton County Sheriff’s Department Deputy Involved Shooting. The Michigan State Police 1st District Investigation Response Team is investigating the deputy involved shooting that occurred on Jerryson Drive in Delta Twp, Eaton County on July 14. pic.twitter.com/733H2iOhCa— MSP First District (@MSPFirstDist) July 14, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
43 ára karlmaður var skotinn til bana af lögreglu nærri borginni Lansing í Michigan-ríki eftir að hafa flúið af vettvangi hnífstunguárásar. Maðurinn hafði stungið 77 ára gamlan mann í verslun í bænum Dimondale eftir að þeir tókust á um notkun andlitsgríma. Maðurinn sem var skotinn til bana hét Sean Ruis. Hann hafði verið staddur í versluninni þegar maðurinn ávítti hann fyrir að vera ekki með andlitsgrímu á sér. Enduðu deilurnar með því að Ruis dró upp hníf og stakk manninn. Maðurinn sem varð fyrir hnífstunguárásinni liggur nú á sjúkrahúsi og er ástand hans sagt vera stöðugt. Ruis flúði vettvang en lögregla var kölluð til og hafði hún uppi á honum. Þegar lögregla hafði stöðvað för Ruis er hann sagður hafa ógnað lögregluþjóninum sem skaut hann til bana. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta skipti þar sem deilur um notkun andlitsgríma enda illa, en í síðustu viku var öryggisvörður í Los Angeles ákærður fyrir morð eftir að hafa skotið viðskiptavin til bana sem fór inn í verslun án andlitsgrímu. Lögreglan í Michigan hefur birt myndband af því þegar Ruis var skotinn til bana en rétt er að vara viðkvæma við efni myndbandsins, sem gæti vakið óhug. Málið er til rannsóknar innan lögreglunnar. VIDEO IS SENSITIVE IN NATURE: Eaton County Sheriff’s Department Deputy Involved Shooting. The Michigan State Police 1st District Investigation Response Team is investigating the deputy involved shooting that occurred on Jerryson Drive in Delta Twp, Eaton County on July 14. pic.twitter.com/733H2iOhCa— MSP First District (@MSPFirstDist) July 14, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira