Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Andri Eysteinsson skrifar 14. júlí 2020 21:59 Fyrstu niðurstöður skiluðu því sem vísindamenn höfðu vonast eftir. AP/Ted Warren Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. „Sama hvernig þú klæðir þetta, þá eru þetta góðar fregnir,“ sagði dr. Anthony Fauci í samtali við AP. Samstarfsmenn Fauci hafa unnið að þróun bóluefnisins ásamt lyfjafyrirtækinu Moderna og mun mikilvægasta skrefið í þróuninni hefjast 27. Júlí næstkomandi þegar efnið verður prófað í hópi 30.000 einstaklinga. Vísindamenn greindu frá niðurstöðum sem fengust með prófun efnisins á 45 einstaklingum í dag og voru þær á þá leið sem vonast hafði verið eftir. „Tilraunadýrin“ mynduðu mótefni í blóði við veirunni eftir að hafa fengið bóluefnið og segir í frétt AP að myndum mótefna hafi verið svipuð og hjá þeim sem hafa læknast af veirunni. „Þetta er mikilvægt skref sem við höfum tekið í átt að því að athuga hvort efnið veiti vernd gegn kórónuveirusmiti,“ sagði Dr. Lisa Jackson sem fór fyrir rannsókninni. Stefnt er að því að niðurstöður á prófuninni liggi fyrir í lok árs. Bóluefnið sem um ræðir samanstendur af tveimur sprautum og greindust engar hliðarverkanir í prófuninni. Einhverjir fundu fyrir einkennum flensu sem er algengt við bólusetningu. Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag samanstóðu þó eingöngu af ungu fólki en niðurstöður rannsóknar á eldra fólki hafa ekki verið kynntar. Dr. Fauci sagði að í lokaprófuninni verði meiri fjölbreytni í rannsókninni. „Fólk telur að þetta sé kapphlaup sem muni skila einum sigurvegara. Ég held með öllum,“ sagði Fauci. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. „Sama hvernig þú klæðir þetta, þá eru þetta góðar fregnir,“ sagði dr. Anthony Fauci í samtali við AP. Samstarfsmenn Fauci hafa unnið að þróun bóluefnisins ásamt lyfjafyrirtækinu Moderna og mun mikilvægasta skrefið í þróuninni hefjast 27. Júlí næstkomandi þegar efnið verður prófað í hópi 30.000 einstaklinga. Vísindamenn greindu frá niðurstöðum sem fengust með prófun efnisins á 45 einstaklingum í dag og voru þær á þá leið sem vonast hafði verið eftir. „Tilraunadýrin“ mynduðu mótefni í blóði við veirunni eftir að hafa fengið bóluefnið og segir í frétt AP að myndum mótefna hafi verið svipuð og hjá þeim sem hafa læknast af veirunni. „Þetta er mikilvægt skref sem við höfum tekið í átt að því að athuga hvort efnið veiti vernd gegn kórónuveirusmiti,“ sagði Dr. Lisa Jackson sem fór fyrir rannsókninni. Stefnt er að því að niðurstöður á prófuninni liggi fyrir í lok árs. Bóluefnið sem um ræðir samanstendur af tveimur sprautum og greindust engar hliðarverkanir í prófuninni. Einhverjir fundu fyrir einkennum flensu sem er algengt við bólusetningu. Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag samanstóðu þó eingöngu af ungu fólki en niðurstöður rannsóknar á eldra fólki hafa ekki verið kynntar. Dr. Fauci sagði að í lokaprófuninni verði meiri fjölbreytni í rannsókninni. „Fólk telur að þetta sé kapphlaup sem muni skila einum sigurvegara. Ég held með öllum,“ sagði Fauci.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira