„Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. júlí 2020 19:47 Brynjar talar um fordóma, tengingu sína við BDSM og vitundarvakningu almennings eftir að BDSM varð skilgreint sem kynhneigð árið 2015. Aðsend mynd „Ég hafði tekið kynhneigð mína til endurskoðunar nokkrum sinnum en þar sem þekking á því hvað kynhneigð er og hvernig hún virkar var ekki næg þá fann ég aldrei neitt út úr því.“ Þetta segir Brynjar H. Benediktsson í viðtali við Makamál um reynslu sína af BDSM. Brynjar, sem skilgreinir sig í dag sem BDSM-hneigðan, segist hafa átt í töluverðum erfiðleikum með kynhneigð sína þegar hann var ungur og ekki fundið hvar hann passaði inn. „Kinsey-skalinn var, á þessum tíma sem ég var að finna mig, eina þekkta módelið til að kortleggja kynhneigð. Þegar maður passar svo ekki inn í módelið er auðvelt að gera þau mistök að halda að maður eigi að vera þar og velja minnst ranga möguleikann, fyrst enginn réttur er í boði. Óljósar langanir og þarfir Brynjar segir að á þessum tíma sem hann fann tenginguna sína við BDSM, hafi þekkingin í samfélaginu á BDSM verið mjög lítil og því erfitt að nálgast upplýsingar. „Ég uppgötva BDSM alltof seint, ekki fyrr en í kringum þrítugt. Það var hvorki umræða eða þekking í samfélaginu á BDSM á þessum tíma og því skildi ég aldrei óljósar langanir mínar og þarfir. Eftir að hafa svo fundið mig í BDSM þá voru þó nokkur atvik sem höfðu komið upp á ævi minni sem ég gat loksins skilið.“ Getty myndasafn Brynjar segir að eftir að hafa náð að tengja þarfir sínar við BDSM hafi hann strax byrjað að prófa sig áfram og reynt að finna út hvernig það ætti við sig. Það var svo ekki fyrr en þremur árum síðar að hann komst að því að til væri samfélag á Íslandi sem stundaði BDSM. Ég vissi ekkert um að það væri til lítið samfélag BDSM fólks á Íslandi. Þegar ég fann það ákvað ég strax að sækja í þann félagsskap. Við tölum um skömm tengda BDSM og segist Brynjar ekki hafa upplifað hana í byrjun en fyrst byrjað að finna fyrir henni þegar hann byrjaði í ástarsambandi. „Ég fann enga skömm í fyrstu, en þegar ég var í sambandi með manneskju sem var mikið í mun að halda öllu inni í skápnum þá lagðist það þungt á mig. Ég upplifði bæði skömm og særindi.“ Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag, það er engum hollt. Páll Óskar orðaði það best þegar hann söng „Fúlt er felumanns líf fyrr en hann hrópar: Ég er eins og ég er!“ Ungt fólk á ekki að sitja fast í óvissu Það að verða partur af BDSM félaginu, segir Brynjar hafa skipt hann miklu máli bæði upp á stuðning og til þess að öðlast skilning. „Þegar ég finn félagsskap BDSM fólks árið 2011 leita ég strax í hann. Það að verða partur af samfélaginu skipti mig miklu máli uppá stuðning og varð til þess að útvíkka skilning minn á eigin kenndum. Mér fannst líka mikilvægt að vera partur af félaginu þegar það var endurreist til þess að stuðla að meiri vitundarvakningu í samfélaginu. Ungt fólk á ekki að þurfa að sitja fast í óvissu og skilningsleysi á sjálfu sér.“ Rangt að mála alla hjörðina með sama breiða penslinum Fræðslu segir Brynjar vera eitt af grunnhlutverkum BDSM á Íslandi og segir hann mjög mikilvægt að fólk geti haft stað til að sækja sér fræðslu um öryggi og fleiri málefni tengd BDSM. Þekkingarleysi fólks á BDSM segir hann enn vera til staðar í samfélaginu og einn stærsti misskilningur fólks vera þann að halda að BDSM snúist einungis um kynlíf. Það að BDSM snúist fyrst og fremst um kynlíf er gömul og þreytt tugga. Þó að viðhorf hafi breyst frá því að líta á okkur sem kynferðismisindisfólk og yfir í að vera fólk sem nýtur kynlífs á öðruvísi en heilbrigðan hátt, þá er undirliggjandi misskilningurinn sá sami. „Vissulega er þetta eingöngu kynferðislegt í lífi sumra en það gerir það ekkert minna rangt að mála alla hjörðina með sama breiða penslinum,“segir Brynjar. Árið 2015 varð BDSM skilgreint sem kynhneigð og árið 2016 varð BDSM félagið hagsmunafélag að Samtökunum '78. Mikil umræða spratt upp í samfélaginu í kringum þessar breytingar og segir Brynjar það hafa verið erfitt að upplifa fordóma frá almenningi í tengslum við þessa miklu umræðu. „Þetta var vissulega mjög frelsandi, en á sama tíma spratt upp mikil mótbára og þeir fordómar sem komu fram í opinberri umræðu voru óneitanlega erfiðir. En mikið vannst á þeim tíma í vitundarvakningu og viðurkenningu.“ Árið 2015 varð BDSM skilgreint sem kynhneigð og árið 2016 varð BDSM félagið hagsmunafélag að Samtökunum '78.Getty myndasafn Fólk rekið úr starfi vegna BDSM-hneigðar Við tölum meira um fordóma tengda BDSM og segir Brynjar viðhorf almennings hafa breyst mikið til hins betra eftir að BDSM hafi orðið hluti af Samtökunum '78 árið 2016. „Það ár og árið á eftir upplifi ég sem ákveðin vatnaskil í viðhorfi og þekkingu almennings, breytingu til hins betra. Viðmótið er mikið breytt. Fyrir 5 árum síðan var ekki mikið um að fólk yfir höfuð vissi af félaginu og ef það gerði það þá var það almennt horft niður á það. Í dag er félagið víða samþykkt sem eitt af hagsmunafélögum hinseginfólks.“ „Fordómarnir voru miklir áður fyrr. Bæði frá heilbrigðisstarfsfólki, sem hafði miklar ranghugmyndir um BDSM, og eins frá almenningi. Þetta kom oft út sem fjandsamlegt viðhorf og niðrandi orðræða. Hvoru tveggja finnst mér hafa minnkað en kannski hafa fordómar frá almenningi minnkað einna helst.“ Þó er enn fordóma að finna og til eru alltof nýleg dæmi um að fólk eins og ég séum sett í grunsamlegar greiningar þegar það er að leita sér læknishjálpar. Eins eru dæmi um það að fólk sé jafnvel rekið úr starfi þegar upp kemst að viðkomandi stundi BDSM eða sé BDSM-hneigður. BDSM sem partur af verkjameðferð Aðspurður segir Brynjar sína nálgun á BDSM ekki bara kynferðislega og segir hann margt við hans upplifun á BDSM algjörlega ótengda kynferðislegum upplifunum. „Þetta snýst um svo mikið annað en kynlíf og sennilegast eru algengustu fordómarnir sem maður mætir byggðir á því að BDSM sé smættað niður í einhverja svefnherbergishegðun. Þó að BDSM geti verið partur af kynlífi fólks þá getur það líka verið leið fólks til að ná einhverri nánd eða jafnvel verið undirstaðan í ákveðinni sambandsdýnamík.“ Sem dæmi um BDSM í mínu lífi, sem er að öllu leiti ótengt kynferðislegum upplifunum, þá er það BDSM sem listform, BDSM sem partur af verkjameðferð og einnig sem aðferð til tilfinningalegrar útrásar. Þegar talið berst að ástinni og hvernig áhrif BDSM hefur haft á ástarlífið segir Brynjar það hafi vissulega komið upp flækjur. Brynjar segir að óneitanlega hafi BDSM haft áhrif á ástarlífið sitt og stundum valdið flækjum. Getty myndasafn Ástin og BDSM „Já þetta hefur haft áhrif á ástarlífið. Bæði hefur það haft neikvæð áhrif á samband mitt við manneskju, sem ekki var BDSM-hneigð, og einnig verið uppspretta mikillar nándar í samböndum við annað fólk. Það geta verið miklar flækjur sem tengjast BDSM í ástinni en svo getur BDSM líka verið ástæðan fyrir því að aðrar flækjur leysast eða verða aldrei flóknar.“ Brynjar segist sækja BDSM samkomur að eins miklu leiti og hann geti og hann hafi einnig sjálfur unnið í því að skipuleggja allskonar viðburði tengda BDSM. „Það eru ýmiskonar viðburðir sem hafa verið í gangi, þar er helst að minnast á kaffihúsahittinga, námskeið, leikpartý, yogatíma, bindiskemmtanir, umræðufundi, bústaðaferðir, föndurkvöld og fleira. Hver viðburður hefur sinnt mismunandi þörfum í okkar litla samfélagi.“ Að lokum þegar Brynjar er spurður út í það hvað hann myndi ráðleggja fólki sem hefur áhuga á BDSM en veit ekki hvernig það á að taka fyrstu skrefin, segir hann þekkingu vera aðalatriðið. Sækið ykkur þekkingu. Það er best að gera það á námskeiði eða með því að mæta á viðburði og tala við annað BDSM fólk. Þekking eykur sjálfsöryggi, minnkar líkur á mistökum og eykur líkurnar á jákvæðri upplifun. Rúmfræði Ástin og lífið Tengdar fréttir Meirihluti hefur áhuga á bondage kynlífi „Fólk er flest forvitið og þegar það kemur að hlutum sem eru að miklu leyti ennþá tabú, er forvitnin enn meiri“. Þetta segir Sólhrafn Elí talsmaður BDSM samtakanna á Íslandi. 29. júní 2020 10:27 „Ég vil láta binda mig“ „Ég hef vitað það frá unga aldri að ég hneigðist til BDSM og bindinga en eins og svo margir þá vissi ég ekki alveg hverju ég væri að leita eftir“. 15. júní 2020 19:59 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Spurning vikunnar: Hver á að bera upp bónorðið? Makamál „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Makamál Sesar A gaf kærustunni frumlega afmælisgjöf Makamál Erfiðast að endurheimta traust og virðingu fyrrverandi maka þegar skilnaður er frágenginn Makamál Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypa vikunnar: Brynja Jónbjarnardóttir Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Ég hafði tekið kynhneigð mína til endurskoðunar nokkrum sinnum en þar sem þekking á því hvað kynhneigð er og hvernig hún virkar var ekki næg þá fann ég aldrei neitt út úr því.“ Þetta segir Brynjar H. Benediktsson í viðtali við Makamál um reynslu sína af BDSM. Brynjar, sem skilgreinir sig í dag sem BDSM-hneigðan, segist hafa átt í töluverðum erfiðleikum með kynhneigð sína þegar hann var ungur og ekki fundið hvar hann passaði inn. „Kinsey-skalinn var, á þessum tíma sem ég var að finna mig, eina þekkta módelið til að kortleggja kynhneigð. Þegar maður passar svo ekki inn í módelið er auðvelt að gera þau mistök að halda að maður eigi að vera þar og velja minnst ranga möguleikann, fyrst enginn réttur er í boði. Óljósar langanir og þarfir Brynjar segir að á þessum tíma sem hann fann tenginguna sína við BDSM, hafi þekkingin í samfélaginu á BDSM verið mjög lítil og því erfitt að nálgast upplýsingar. „Ég uppgötva BDSM alltof seint, ekki fyrr en í kringum þrítugt. Það var hvorki umræða eða þekking í samfélaginu á BDSM á þessum tíma og því skildi ég aldrei óljósar langanir mínar og þarfir. Eftir að hafa svo fundið mig í BDSM þá voru þó nokkur atvik sem höfðu komið upp á ævi minni sem ég gat loksins skilið.“ Getty myndasafn Brynjar segir að eftir að hafa náð að tengja þarfir sínar við BDSM hafi hann strax byrjað að prófa sig áfram og reynt að finna út hvernig það ætti við sig. Það var svo ekki fyrr en þremur árum síðar að hann komst að því að til væri samfélag á Íslandi sem stundaði BDSM. Ég vissi ekkert um að það væri til lítið samfélag BDSM fólks á Íslandi. Þegar ég fann það ákvað ég strax að sækja í þann félagsskap. Við tölum um skömm tengda BDSM og segist Brynjar ekki hafa upplifað hana í byrjun en fyrst byrjað að finna fyrir henni þegar hann byrjaði í ástarsambandi. „Ég fann enga skömm í fyrstu, en þegar ég var í sambandi með manneskju sem var mikið í mun að halda öllu inni í skápnum þá lagðist það þungt á mig. Ég upplifði bæði skömm og særindi.“ Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag, það er engum hollt. Páll Óskar orðaði það best þegar hann söng „Fúlt er felumanns líf fyrr en hann hrópar: Ég er eins og ég er!“ Ungt fólk á ekki að sitja fast í óvissu Það að verða partur af BDSM félaginu, segir Brynjar hafa skipt hann miklu máli bæði upp á stuðning og til þess að öðlast skilning. „Þegar ég finn félagsskap BDSM fólks árið 2011 leita ég strax í hann. Það að verða partur af samfélaginu skipti mig miklu máli uppá stuðning og varð til þess að útvíkka skilning minn á eigin kenndum. Mér fannst líka mikilvægt að vera partur af félaginu þegar það var endurreist til þess að stuðla að meiri vitundarvakningu í samfélaginu. Ungt fólk á ekki að þurfa að sitja fast í óvissu og skilningsleysi á sjálfu sér.“ Rangt að mála alla hjörðina með sama breiða penslinum Fræðslu segir Brynjar vera eitt af grunnhlutverkum BDSM á Íslandi og segir hann mjög mikilvægt að fólk geti haft stað til að sækja sér fræðslu um öryggi og fleiri málefni tengd BDSM. Þekkingarleysi fólks á BDSM segir hann enn vera til staðar í samfélaginu og einn stærsti misskilningur fólks vera þann að halda að BDSM snúist einungis um kynlíf. Það að BDSM snúist fyrst og fremst um kynlíf er gömul og þreytt tugga. Þó að viðhorf hafi breyst frá því að líta á okkur sem kynferðismisindisfólk og yfir í að vera fólk sem nýtur kynlífs á öðruvísi en heilbrigðan hátt, þá er undirliggjandi misskilningurinn sá sami. „Vissulega er þetta eingöngu kynferðislegt í lífi sumra en það gerir það ekkert minna rangt að mála alla hjörðina með sama breiða penslinum,“segir Brynjar. Árið 2015 varð BDSM skilgreint sem kynhneigð og árið 2016 varð BDSM félagið hagsmunafélag að Samtökunum '78. Mikil umræða spratt upp í samfélaginu í kringum þessar breytingar og segir Brynjar það hafa verið erfitt að upplifa fordóma frá almenningi í tengslum við þessa miklu umræðu. „Þetta var vissulega mjög frelsandi, en á sama tíma spratt upp mikil mótbára og þeir fordómar sem komu fram í opinberri umræðu voru óneitanlega erfiðir. En mikið vannst á þeim tíma í vitundarvakningu og viðurkenningu.“ Árið 2015 varð BDSM skilgreint sem kynhneigð og árið 2016 varð BDSM félagið hagsmunafélag að Samtökunum '78.Getty myndasafn Fólk rekið úr starfi vegna BDSM-hneigðar Við tölum meira um fordóma tengda BDSM og segir Brynjar viðhorf almennings hafa breyst mikið til hins betra eftir að BDSM hafi orðið hluti af Samtökunum '78 árið 2016. „Það ár og árið á eftir upplifi ég sem ákveðin vatnaskil í viðhorfi og þekkingu almennings, breytingu til hins betra. Viðmótið er mikið breytt. Fyrir 5 árum síðan var ekki mikið um að fólk yfir höfuð vissi af félaginu og ef það gerði það þá var það almennt horft niður á það. Í dag er félagið víða samþykkt sem eitt af hagsmunafélögum hinseginfólks.“ „Fordómarnir voru miklir áður fyrr. Bæði frá heilbrigðisstarfsfólki, sem hafði miklar ranghugmyndir um BDSM, og eins frá almenningi. Þetta kom oft út sem fjandsamlegt viðhorf og niðrandi orðræða. Hvoru tveggja finnst mér hafa minnkað en kannski hafa fordómar frá almenningi minnkað einna helst.“ Þó er enn fordóma að finna og til eru alltof nýleg dæmi um að fólk eins og ég séum sett í grunsamlegar greiningar þegar það er að leita sér læknishjálpar. Eins eru dæmi um það að fólk sé jafnvel rekið úr starfi þegar upp kemst að viðkomandi stundi BDSM eða sé BDSM-hneigður. BDSM sem partur af verkjameðferð Aðspurður segir Brynjar sína nálgun á BDSM ekki bara kynferðislega og segir hann margt við hans upplifun á BDSM algjörlega ótengda kynferðislegum upplifunum. „Þetta snýst um svo mikið annað en kynlíf og sennilegast eru algengustu fordómarnir sem maður mætir byggðir á því að BDSM sé smættað niður í einhverja svefnherbergishegðun. Þó að BDSM geti verið partur af kynlífi fólks þá getur það líka verið leið fólks til að ná einhverri nánd eða jafnvel verið undirstaðan í ákveðinni sambandsdýnamík.“ Sem dæmi um BDSM í mínu lífi, sem er að öllu leiti ótengt kynferðislegum upplifunum, þá er það BDSM sem listform, BDSM sem partur af verkjameðferð og einnig sem aðferð til tilfinningalegrar útrásar. Þegar talið berst að ástinni og hvernig áhrif BDSM hefur haft á ástarlífið segir Brynjar það hafi vissulega komið upp flækjur. Brynjar segir að óneitanlega hafi BDSM haft áhrif á ástarlífið sitt og stundum valdið flækjum. Getty myndasafn Ástin og BDSM „Já þetta hefur haft áhrif á ástarlífið. Bæði hefur það haft neikvæð áhrif á samband mitt við manneskju, sem ekki var BDSM-hneigð, og einnig verið uppspretta mikillar nándar í samböndum við annað fólk. Það geta verið miklar flækjur sem tengjast BDSM í ástinni en svo getur BDSM líka verið ástæðan fyrir því að aðrar flækjur leysast eða verða aldrei flóknar.“ Brynjar segist sækja BDSM samkomur að eins miklu leiti og hann geti og hann hafi einnig sjálfur unnið í því að skipuleggja allskonar viðburði tengda BDSM. „Það eru ýmiskonar viðburðir sem hafa verið í gangi, þar er helst að minnast á kaffihúsahittinga, námskeið, leikpartý, yogatíma, bindiskemmtanir, umræðufundi, bústaðaferðir, föndurkvöld og fleira. Hver viðburður hefur sinnt mismunandi þörfum í okkar litla samfélagi.“ Að lokum þegar Brynjar er spurður út í það hvað hann myndi ráðleggja fólki sem hefur áhuga á BDSM en veit ekki hvernig það á að taka fyrstu skrefin, segir hann þekkingu vera aðalatriðið. Sækið ykkur þekkingu. Það er best að gera það á námskeiði eða með því að mæta á viðburði og tala við annað BDSM fólk. Þekking eykur sjálfsöryggi, minnkar líkur á mistökum og eykur líkurnar á jákvæðri upplifun.
Rúmfræði Ástin og lífið Tengdar fréttir Meirihluti hefur áhuga á bondage kynlífi „Fólk er flest forvitið og þegar það kemur að hlutum sem eru að miklu leyti ennþá tabú, er forvitnin enn meiri“. Þetta segir Sólhrafn Elí talsmaður BDSM samtakanna á Íslandi. 29. júní 2020 10:27 „Ég vil láta binda mig“ „Ég hef vitað það frá unga aldri að ég hneigðist til BDSM og bindinga en eins og svo margir þá vissi ég ekki alveg hverju ég væri að leita eftir“. 15. júní 2020 19:59 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Spurning vikunnar: Hver á að bera upp bónorðið? Makamál „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Makamál Sesar A gaf kærustunni frumlega afmælisgjöf Makamál Erfiðast að endurheimta traust og virðingu fyrrverandi maka þegar skilnaður er frágenginn Makamál Einhleypan: Þórunn Antonía býr yfir mörgum leyndum hæfileikum Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Einhleypa vikunnar: Brynja Jónbjarnardóttir Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Meirihluti hefur áhuga á bondage kynlífi „Fólk er flest forvitið og þegar það kemur að hlutum sem eru að miklu leyti ennþá tabú, er forvitnin enn meiri“. Þetta segir Sólhrafn Elí talsmaður BDSM samtakanna á Íslandi. 29. júní 2020 10:27
„Ég vil láta binda mig“ „Ég hef vitað það frá unga aldri að ég hneigðist til BDSM og bindinga en eins og svo margir þá vissi ég ekki alveg hverju ég væri að leita eftir“. 15. júní 2020 19:59