Terry Crews á Íslandi: „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2020 10:54 Crews var alveg til í myndatöku með börnunum. Helga Þórey Júlíusdóttir Terrence Alan Crews betur þekktur sem Terry Crews er staddur hér á landi. Crews er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta en hefur undanfarin ár starfað sem leikari og kynnir í skemmtiþáttunum America´s Got Talent. Crews fer einnig með hlutverk í þáttunum vinsælu Brooklyn Nine-Nine. Crews er á ferðalagi um Suðurlandið og sást til hans í Reynisfjöru í gær. Helga Þórey Júlíudóttir er á ferðlagi um landið og rakst á Crews. Hún þekkti reyndar ekki leikarann en börnin hennar vissu vel hvaða maður þetta var. „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig. Hann var nýbúinn að klappa mér aðeins á öxlina og þakka mér fyrir að hleypa honum framfyrir sig á göngustígnum,“ segir Helga Þórey, sérkennari, sem er á ferðlagi um landið ásamt vinafólki sínu og börnum, alls fjórar fjölskyldur. Helga Þórey vissi ekkert hvaða maður þetta væri. Hópurinn hitti Crews við Kvernufoss sem er rétt við Skógafoss. Crews var með leiðsögumann með sér og ljósmyndara. „Ég hefði kannski átt að kveikja á perunni því það var alltaf verið að taka eitthvað upp í kringum hann og svolítil læti í honum Terry. Hvað þetta væri allt fallegt og yndislegt. Ég geri mér síðan grein fyrir því að þetta er nú einhver frægur þegar vinkona mín tekur allt í einu upp á því að hlaupa, sem hún gerir nú ekkert svo mikið. Hún hleypur að honum og spyr hvort hún megi fá mynd.“ Hún segir að krakkarnir sem voru með í för hafi fattað um leið hver þetta væri. „Þau voru alveg með það á hreinu, sérstaklega unglingarnir. Við áttum í raun svolítið notalega stund með honum og hann var alveg til í þessa myndatöku.“ Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Hollywood Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Terrence Alan Crews betur þekktur sem Terry Crews er staddur hér á landi. Crews er fyrrum atvinnumaður í amerískum fótbolta en hefur undanfarin ár starfað sem leikari og kynnir í skemmtiþáttunum America´s Got Talent. Crews fer einnig með hlutverk í þáttunum vinsælu Brooklyn Nine-Nine. Crews er á ferðalagi um Suðurlandið og sást til hans í Reynisfjöru í gær. Helga Þórey Júlíudóttir er á ferðlagi um landið og rakst á Crews. Hún þekkti reyndar ekki leikarann en börnin hennar vissu vel hvaða maður þetta var. „Ég vissi ekkert hver þetta var en börnin misstu sig. Hann var nýbúinn að klappa mér aðeins á öxlina og þakka mér fyrir að hleypa honum framfyrir sig á göngustígnum,“ segir Helga Þórey, sérkennari, sem er á ferðlagi um landið ásamt vinafólki sínu og börnum, alls fjórar fjölskyldur. Helga Þórey vissi ekkert hvaða maður þetta væri. Hópurinn hitti Crews við Kvernufoss sem er rétt við Skógafoss. Crews var með leiðsögumann með sér og ljósmyndara. „Ég hefði kannski átt að kveikja á perunni því það var alltaf verið að taka eitthvað upp í kringum hann og svolítil læti í honum Terry. Hvað þetta væri allt fallegt og yndislegt. Ég geri mér síðan grein fyrir því að þetta er nú einhver frægur þegar vinkona mín tekur allt í einu upp á því að hlaupa, sem hún gerir nú ekkert svo mikið. Hún hleypur að honum og spyr hvort hún megi fá mynd.“ Hún segir að krakkarnir sem voru með í för hafi fattað um leið hver þetta væri. „Þau voru alveg með það á hreinu, sérstaklega unglingarnir. Við áttum í raun svolítið notalega stund með honum og hann var alveg til í þessa myndatöku.“
Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Hollywood Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira