Engin miskunn hjá NBA: Mátti ekki ná sér í mat og er kominn í sóttkví Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 09:00 Richaun Holmes er leikmaður Sacramento Kings en hann er með 12,8 stig og 8,3 fráköst að meðaltali til þessa á tímabilinu. Hann er 208 sentímetra og 108 kílóa kraftframherji. Getty/Lachlan Cunningham Richaun Holmes hjá Sacramento Kings má ekki umgangast liðsfélaga sína á næstunni því hann er kominn í sóttkví. Ástæðan er að hann gerðist sekur um að yfirgefa NBA-svæðið í Disney World í Orlando. NBA-deildin er með mjög harðar sóttvarnarreglur í NBA-kúlunni í Orlando og þær mega leikmenn alls ekki brjóta. „Ég er í sóttkví og á átta daga eftir af henni. Ég bið alla afsökunar á hegðun minni og hlakka til að komast aftur til liðsfélaga minna þar sem við ætlum að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni,“ skrifaði Richaun Holmes á Twitter. Mamma hans lét hann líka heyra það á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Kings' Richaun Holmes crossed the Disney campus line to pick up delivery and now has to quarantine for 8 more daysHis mom had something to say about it pic.twitter.com/yl2Ua1HAKP— Bleacher Report (@BleacherReport) July 13, 2020 Richaun Holmes pantaði sér mat utan NBA-kúlunnar og fór síðan að ná í hana. Leikmenn hafa margir kvartað yfir matnum sem er boðið upp á þarna og Holmes ætlaði að fara sína eigin leiðir í kvöldmatnum sem hann mátti alls ekki. NBA hefur safnað öllum liðum, leikmönnum og starfsmönnum saman í Disney World í Orlando og þar verða allir að halda sig þar til að NBA-tímabilið klárast. Það er mikið um smit í Flórída sem og flestum öðrum fylkjum Bandaríkjanna og því er hættan mikil fari leikmenn út fyrir NBA-kúluna. Richaun Holmes of the Sacramento KINGS reveals that he is back in quarantine for eight more days and apologizes here after accidentally crossing the NBA campus line to pick up a food delivery ... https://t.co/BOGp9wI6dr— Marc Stein (@TheSteinLine) July 13, 2020 Fyrsti NBA-leikurinn síðan í mars fer fram 30. júlí næstkomandi en úrslitakeppninni lýkur ekki fyrr en í október. Annar leikmaður sem þarf að vera í sóttkví í herberginu sínu er Bruno Caboclo hjá Houston Rockets. NBA gaf það út í gær að 2 leikmenn af þeim 322 sem hafa verið prófaðir við komuna til Orlando hafa fengið jákvæða útkomu út úr kórónuveiruprófinu. Báðir þeir leikmenn yfirgáfu NBA-kúluna í Orlando til að ná sér í einangrum annað hvort heima hjá sér eða á öðrum góðum stað. Russell Westbrook tilkynnti í gær að hann væri með Covid-19 sjúkdóminn en að hann hefði greinst áður en hann fór til Orlando. Westbrook ætlar að mæta á svæðið þegar hann fær leyfi til þess. Richaun Holmes leaving the bubble to get some food pic.twitter.com/AY5puM1HFA— Josiah Johnson (@KingJosiah54) July 13, 2020 NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Richaun Holmes hjá Sacramento Kings má ekki umgangast liðsfélaga sína á næstunni því hann er kominn í sóttkví. Ástæðan er að hann gerðist sekur um að yfirgefa NBA-svæðið í Disney World í Orlando. NBA-deildin er með mjög harðar sóttvarnarreglur í NBA-kúlunni í Orlando og þær mega leikmenn alls ekki brjóta. „Ég er í sóttkví og á átta daga eftir af henni. Ég bið alla afsökunar á hegðun minni og hlakka til að komast aftur til liðsfélaga minna þar sem við ætlum að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni,“ skrifaði Richaun Holmes á Twitter. Mamma hans lét hann líka heyra það á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Kings' Richaun Holmes crossed the Disney campus line to pick up delivery and now has to quarantine for 8 more daysHis mom had something to say about it pic.twitter.com/yl2Ua1HAKP— Bleacher Report (@BleacherReport) July 13, 2020 Richaun Holmes pantaði sér mat utan NBA-kúlunnar og fór síðan að ná í hana. Leikmenn hafa margir kvartað yfir matnum sem er boðið upp á þarna og Holmes ætlaði að fara sína eigin leiðir í kvöldmatnum sem hann mátti alls ekki. NBA hefur safnað öllum liðum, leikmönnum og starfsmönnum saman í Disney World í Orlando og þar verða allir að halda sig þar til að NBA-tímabilið klárast. Það er mikið um smit í Flórída sem og flestum öðrum fylkjum Bandaríkjanna og því er hættan mikil fari leikmenn út fyrir NBA-kúluna. Richaun Holmes of the Sacramento KINGS reveals that he is back in quarantine for eight more days and apologizes here after accidentally crossing the NBA campus line to pick up a food delivery ... https://t.co/BOGp9wI6dr— Marc Stein (@TheSteinLine) July 13, 2020 Fyrsti NBA-leikurinn síðan í mars fer fram 30. júlí næstkomandi en úrslitakeppninni lýkur ekki fyrr en í október. Annar leikmaður sem þarf að vera í sóttkví í herberginu sínu er Bruno Caboclo hjá Houston Rockets. NBA gaf það út í gær að 2 leikmenn af þeim 322 sem hafa verið prófaðir við komuna til Orlando hafa fengið jákvæða útkomu út úr kórónuveiruprófinu. Báðir þeir leikmenn yfirgáfu NBA-kúluna í Orlando til að ná sér í einangrum annað hvort heima hjá sér eða á öðrum góðum stað. Russell Westbrook tilkynnti í gær að hann væri með Covid-19 sjúkdóminn en að hann hefði greinst áður en hann fór til Orlando. Westbrook ætlar að mæta á svæðið þegar hann fær leyfi til þess. Richaun Holmes leaving the bubble to get some food pic.twitter.com/AY5puM1HFA— Josiah Johnson (@KingJosiah54) July 13, 2020
NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira