95 prósent umsækjenda um alþjóðlega vernd eru barnafjölskyldur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2020 20:00 Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að landamærin opnuðu um miðjan júní. Vísir/Vilhelm Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní. Níutíu og fimm prósent umsækjenda eru barnafjölskyldur sem nú þegar hafa fengið vernd í öðrum ríkjum. Útlendingastofnun býr sig undir að taka á móti stórum hópum næstu vikur. Nánast enginn sótti um alþjóðlega vernd í apríl og maí þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní hafa umsóknirnar hrannast inn. „Þetta er að koma hratt inn. Við fengum sautján manns eftir 15. júní til mánaðarmóta. Síðan erum við búin að fá 58 manns frá 1. júlí til 11. Júlí,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Þetta eru heldur fleiri en í fyrra þegar 73 sóttu um vernd allan júlí mánuð. Allir umsækjendur komu frá löndum innan Schengen-svæðisins. Sjötíu prósent hópsins er frá Írak og 32 prósent frá Sýrlandi. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun í Leifsstöð „Það er að koma frá Grikklandi, Ungverjalandi og Ítalíu að mestu leyti. Rúmlega 90 prósent er þegar með vernd í þessum ríkjum sem ég var að telja upp.“ Framkvæmdin á Norðurlöndunum sé ekki sambærileg og hér á landi. Þar fari mál fólks sem nú þegar er með vernd í öðrum ríkjum í hraða málsmeðferð og í flestum tilfellum sé því snúið til baka til þess ríkis. „Það er ekki með þeim hætti hér. Við erum að taka mun fleiri verndarmál yfir. Sérstaklega þegar um er að ræða fólk með vernd á Grikklandi, Ungverjalandi eða á Ítalíu,“ segir Kristín. Fólk sé meðvitað um hvaða reglur gilda hér á landi. „Netið er opið og það fréttist allt.“ Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo að dvelja í fimm daga í farsóttarhúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt fær fólk að fara í búsetuúrræði Útlendingastofnunar. 34 hælisleitendur dvelja nú í farsóttarhúsinu, þar af tólf börn. „Það er yfir 95 prósent barnafjölskyldur í þessum ellefu daga hóp. Við vitum náttúrulega ekki hvað næstu dagar og vikur bera í skauti sér en það er óvarlegt að ætla að komum fækki þannig við verðum að vera undirbúin í að taka á móti svo stórum hóp af fólki á næstu vikum og mánuðum.“ Hælisleitendur Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. 13. júlí 2020 12:32 Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum. 11. júlí 2020 20:41 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann við Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Tæplega áttatíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní. Níutíu og fimm prósent umsækjenda eru barnafjölskyldur sem nú þegar hafa fengið vernd í öðrum ríkjum. Útlendingastofnun býr sig undir að taka á móti stórum hópum næstu vikur. Nánast enginn sótti um alþjóðlega vernd í apríl og maí þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Frá því landamærin voru formlega opnuð þann 15. júní hafa umsóknirnar hrannast inn. „Þetta er að koma hratt inn. Við fengum sautján manns eftir 15. júní til mánaðarmóta. Síðan erum við búin að fá 58 manns frá 1. júlí til 11. Júlí,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Þetta eru heldur fleiri en í fyrra þegar 73 sóttu um vernd allan júlí mánuð. Allir umsækjendur komu frá löndum innan Schengen-svæðisins. Sjötíu prósent hópsins er frá Írak og 32 prósent frá Sýrlandi. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun í Leifsstöð „Það er að koma frá Grikklandi, Ungverjalandi og Ítalíu að mestu leyti. Rúmlega 90 prósent er þegar með vernd í þessum ríkjum sem ég var að telja upp.“ Framkvæmdin á Norðurlöndunum sé ekki sambærileg og hér á landi. Þar fari mál fólks sem nú þegar er með vernd í öðrum ríkjum í hraða málsmeðferð og í flestum tilfellum sé því snúið til baka til þess ríkis. „Það er ekki með þeim hætti hér. Við erum að taka mun fleiri verndarmál yfir. Sérstaklega þegar um er að ræða fólk með vernd á Grikklandi, Ungverjalandi eða á Ítalíu,“ segir Kristín. Fólk sé meðvitað um hvaða reglur gilda hér á landi. „Netið er opið og það fréttist allt.“ Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo að dvelja í fimm daga í farsóttarhúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt fær fólk að fara í búsetuúrræði Útlendingastofnunar. 34 hælisleitendur dvelja nú í farsóttarhúsinu, þar af tólf börn. „Það er yfir 95 prósent barnafjölskyldur í þessum ellefu daga hóp. Við vitum náttúrulega ekki hvað næstu dagar og vikur bera í skauti sér en það er óvarlegt að ætla að komum fækki þannig við verðum að vera undirbúin í að taka á móti svo stórum hóp af fólki á næstu vikum og mánuðum.“
Hælisleitendur Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. 13. júlí 2020 12:32 Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum. 11. júlí 2020 20:41 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann við Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. 13. júlí 2020 12:32
Sóttvarnarhúsið næstum fullt vegna hælisleitenda Sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er nú nær fullt vegna hælisleitenda sem komið hafa til landsins á síðustu vikum. 11. júlí 2020 20:41