Aftur þykir Boris ruglingslegur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2020 16:05 Boris Johnson skartaði grímu þegar hann heimsótti höfuðstöðvar sjúkraflutninga Lundúna í morgun. ap/Ben Stansall Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. Hann segir að ríkisstjórn sín muni ákveða á næstu dögum hvort þörf verði á því að taka upp grímuskyldu en þangað til verður höfðað til samvisku landsmanna. Breska ríkisútvarpið setur hvatningu Boris Johnson forsætisráðherra í samhengi við dagsgamlar fullyrðingar fjármálaráðherra Bretlands. Michael Gove sagði fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að þvinga Breta til að setja upp grímur fyrir verslunarferðina. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir þessu nýjustu ummæli forsætisráðherrans til þess fallin að valda ruglingi. Það væri ekki í fyrsta sinn sem Johnson og aðrir í stjórnarliðinu þættu senda misvísandi skilaboð í faraldrinum, en síðast um helgina kölluðu þingmenn eftir því að þeir myndu skýra mál sitt. Ræða forsætisráðherrans um afléttingu samkomutakmarkana í maí þótti til að mynda svo ruglingsleg að Matt Lucas úr Little Britain mátti til með að senda frá sér myndbandið hér að neðan, sem horft hefur verið á rúmlega 6 milljón sinnum. pic.twitter.com/k6Sr4Iac15— MATT LUCAS (@RealMattLucas) May 10, 2020 Sem stendur er andlitsgrímuskylda í almenningssamgöngum á Norður-Írlandi, Englandi og Skotlandi auk þess sem Wales-verjar ætla sér að taka upp sömu grímuskyldu 27. júlí. Þá þurfa viðskiptavinir skoskra verslana að bera grímu en ekki kúnnar verslana annars staðar á Bretlandseyjum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til að ganga um með grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli manna. Sú hvatning er þó tiltölulega ný tilkomin, en áður hafði stofnunin sagt að vísindalegar sannannir skorti til að réttlæta grímuskyldu fyrir ósmitaða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. Hann segir að ríkisstjórn sín muni ákveða á næstu dögum hvort þörf verði á því að taka upp grímuskyldu en þangað til verður höfðað til samvisku landsmanna. Breska ríkisútvarpið setur hvatningu Boris Johnson forsætisráðherra í samhengi við dagsgamlar fullyrðingar fjármálaráðherra Bretlands. Michael Gove sagði fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að þvinga Breta til að setja upp grímur fyrir verslunarferðina. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir þessu nýjustu ummæli forsætisráðherrans til þess fallin að valda ruglingi. Það væri ekki í fyrsta sinn sem Johnson og aðrir í stjórnarliðinu þættu senda misvísandi skilaboð í faraldrinum, en síðast um helgina kölluðu þingmenn eftir því að þeir myndu skýra mál sitt. Ræða forsætisráðherrans um afléttingu samkomutakmarkana í maí þótti til að mynda svo ruglingsleg að Matt Lucas úr Little Britain mátti til með að senda frá sér myndbandið hér að neðan, sem horft hefur verið á rúmlega 6 milljón sinnum. pic.twitter.com/k6Sr4Iac15— MATT LUCAS (@RealMattLucas) May 10, 2020 Sem stendur er andlitsgrímuskylda í almenningssamgöngum á Norður-Írlandi, Englandi og Skotlandi auk þess sem Wales-verjar ætla sér að taka upp sömu grímuskyldu 27. júlí. Þá þurfa viðskiptavinir skoskra verslana að bera grímu en ekki kúnnar verslana annars staðar á Bretlandseyjum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til að ganga um með grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli manna. Sú hvatning er þó tiltölulega ný tilkomin, en áður hafði stofnunin sagt að vísindalegar sannannir skorti til að réttlæta grímuskyldu fyrir ósmitaða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent