Tólf börn dvelja í farsóttahúsinu Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. júlí 2020 12:32 Fyrir helgi voru yfir fimmtíu manns í sóttkví í farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg. Mynd/Já.is Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. Umsjónarmaður hússins segir að dvölin reynist barnafjölskyldum erfið og til skoðunar sé að opna sérstakt úrræði fyrir fjölskyldufólk. Fyrir helgi voru yfir fimmtíu manns í sóttkví í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg og var húsið nánast orðið yfirfullt vegna hælisleitenda sem komið hafa hingað til lands undanfarnar vikur. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo búnu að dvelja í fimm daga í farsóttahúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt er fólkið útskrifað og fer í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahússins segir að nokkrir hafi verið útskrifaðir úr húsinu um helgina og staðan sé því öllu betri. „Og erum þar af leiðandi á mun þægilegri stað í dag en við vorum fyrir helgi. Hjá okkur eru 36 núna og af þeim eru 34 sem eru í leit að alþjóðlegri vernd. Við erum hérna með nokkur börn hjá okkur," segir Gylfi. Tólf börn dvelja nú í húsinu, yngsta um eins árs. „Það hefur gengið mjög vel, en við aftur er á móti erum ekki vel í stakk búin til að sinna ungum börnum eins og staðan er akkúrat núna. En það hefur blessunarlega gengið vel." Gylfi segir að til skoðunar sé að taka annað hús til leigu sem henti betur þörfum fjölskyldufólks. „Á meðan þau eru hér í þessari biðsóttkví þessa fimm daga þá eru þau bara inni á sínum herbergjum og það er óneitanlega svolítið erfitt, enda erum við að skoða að vera með sérúrræði fyrir fjölskyldufólk," segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Þrjátíu og fjórir hælisleitendur dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg, þar af tólf börn. Umsjónarmaður hússins segir að dvölin reynist barnafjölskyldum erfið og til skoðunar sé að opna sérstakt úrræði fyrir fjölskyldufólk. Fyrir helgi voru yfir fimmtíu manns í sóttkví í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg og var húsið nánast orðið yfirfullt vegna hælisleitenda sem komið hafa hingað til lands undanfarnar vikur. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í skimun á Keflavíkurflugvelli og þurfa að svo búnu að dvelja í fimm daga í farsóttahúsinu áður en þeir fara í aðra skimum. Reynist það aftur neikvætt er fólkið útskrifað og fer í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahússins segir að nokkrir hafi verið útskrifaðir úr húsinu um helgina og staðan sé því öllu betri. „Og erum þar af leiðandi á mun þægilegri stað í dag en við vorum fyrir helgi. Hjá okkur eru 36 núna og af þeim eru 34 sem eru í leit að alþjóðlegri vernd. Við erum hérna með nokkur börn hjá okkur," segir Gylfi. Tólf börn dvelja nú í húsinu, yngsta um eins árs. „Það hefur gengið mjög vel, en við aftur er á móti erum ekki vel í stakk búin til að sinna ungum börnum eins og staðan er akkúrat núna. En það hefur blessunarlega gengið vel." Gylfi segir að til skoðunar sé að taka annað hús til leigu sem henti betur þörfum fjölskyldufólks. „Á meðan þau eru hér í þessari biðsóttkví þessa fimm daga þá eru þau bara inni á sínum herbergjum og það er óneitanlega svolítið erfitt, enda erum við að skoða að vera með sérúrræði fyrir fjölskyldufólk," segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum. 7. júlí 2020 19:21