Heppinn vinningshafi hreppti tæpar 34 milljónir króna, nánar tiltekið 33.747.640 krónur, í fyrsta vinning í lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var keyptur á Vestur restaurant á Patreksfirði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Þá gengu fleiri sáttir frá borði í kvöld en tveir fengu 2. vinning, 304 þúsund krónur á mann. Fjórir fengu svo 100 þúsund krónur í sinn hlut fyrir að vera með fjórar tölur réttar í réttri röð.