Sú besta fagnar 25 ára afmæli sínu í dag | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 23:00 Ætli Ada hafi spilað lagið „Afmæli“ með Á Móti Sól í tilefni dagsins? Daniela Porcelli/Getty Images Hin norska Ada Hegerberg – eða Ada Martine Stolsmo Hegerberg – fagnar 25 ára afmæli sínu í dag. Þrátt fyrir ungan aldur er hægt að færa ágætis rök fyrir því að hún sé einn allra besti leikmaður allra tíma. Ada Hegerberg turns 25 today. She has already: Scored over 300 career goals Won the Champions League 4 times Lifted 9 domestic trophies with Lyon Won the first-ever Ballon d'Or in women's football pic.twitter.com/58UyZRLa13— B/R Football (@brfootball) July 10, 2020 Hegerberg spilar fyrir stórlið Lyon í Frakklandi og verður því samherji Söru Björk Gunnarsdóttir næstu tvö árin allavega. Hegerberg hefur skorað yfir 300 mörk á ferli sínum, unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og unnið níu titla með Lyon. Þá var hún fyrst kvenna til að hljóta Ballon d‘Or verðlaunin árið 2018, verðlaun sem Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað karla megin undanfarin ár. Hegeberg var valin besti leikmaður Evrópu bæði 2016 og 2017. Þá valdi BBC hana sem besta kvenkyns leikmann í heimi á síðasta ári. Hegerberg var í norska landsliðinu sem nældi í silfur á Evrópumótinu 2013 og liðinu sem datt út fyrir Englandi í 16-liða úrslitum HM 2015. Hegeberg var aðeins 15 ára gömul þegar hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni. Þaðan lá leiðin til Stabæk og svo Turbine Potsdam í Þýskalandi. Það var svo sumarið 2014 sem hún gekk í raðir Lyon og hefur ekki litið um öxl síðan. Joyeux anniversaire à @AdaStolsmo qui fête ses 25 ans ! On se fait un petit plaisir en regardant les 49 buts inscrits par notre championne en @uwcl ! pic.twitter.com/R580F4hlb3— OL Féminin (@OLfeminin) July 10, 2020 Hún er því miður á meiðslalistanum sem stendur eftir að hafa slitið krossbönd í hné í upphafi árs. Það gæti því verið að við þurfum að bíða aðeins eftir að sjá samvinnu hennar og Söru Bjarkar á vellinum. Það er þó ljóst að ef Sara Björk vill leggja upp sem flest mörk þá er um að gera að koma boltanum á markamaskínuna frá Noregi. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Hin norska Ada Hegerberg – eða Ada Martine Stolsmo Hegerberg – fagnar 25 ára afmæli sínu í dag. Þrátt fyrir ungan aldur er hægt að færa ágætis rök fyrir því að hún sé einn allra besti leikmaður allra tíma. Ada Hegerberg turns 25 today. She has already: Scored over 300 career goals Won the Champions League 4 times Lifted 9 domestic trophies with Lyon Won the first-ever Ballon d'Or in women's football pic.twitter.com/58UyZRLa13— B/R Football (@brfootball) July 10, 2020 Hegerberg spilar fyrir stórlið Lyon í Frakklandi og verður því samherji Söru Björk Gunnarsdóttir næstu tvö árin allavega. Hegerberg hefur skorað yfir 300 mörk á ferli sínum, unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og unnið níu titla með Lyon. Þá var hún fyrst kvenna til að hljóta Ballon d‘Or verðlaunin árið 2018, verðlaun sem Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað karla megin undanfarin ár. Hegeberg var valin besti leikmaður Evrópu bæði 2016 og 2017. Þá valdi BBC hana sem besta kvenkyns leikmann í heimi á síðasta ári. Hegerberg var í norska landsliðinu sem nældi í silfur á Evrópumótinu 2013 og liðinu sem datt út fyrir Englandi í 16-liða úrslitum HM 2015. Hegeberg var aðeins 15 ára gömul þegar hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni. Þaðan lá leiðin til Stabæk og svo Turbine Potsdam í Þýskalandi. Það var svo sumarið 2014 sem hún gekk í raðir Lyon og hefur ekki litið um öxl síðan. Joyeux anniversaire à @AdaStolsmo qui fête ses 25 ans ! On se fait un petit plaisir en regardant les 49 buts inscrits par notre championne en @uwcl ! pic.twitter.com/R580F4hlb3— OL Féminin (@OLfeminin) July 10, 2020 Hún er því miður á meiðslalistanum sem stendur eftir að hafa slitið krossbönd í hné í upphafi árs. Það gæti því verið að við þurfum að bíða aðeins eftir að sjá samvinnu hennar og Söru Bjarkar á vellinum. Það er þó ljóst að ef Sara Björk vill leggja upp sem flest mörk þá er um að gera að koma boltanum á markamaskínuna frá Noregi.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira