Ný lög banna auglýsingar veðmálafyrirtækja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 16:30 Stórlið Sevilla er með veðmálafyrirtækið Marathon Bet framan á búningum sínum. Það verður ekki leyfilegt þegar ný lög á Spáni taka gildi. EPA-EFE/Julio Muñoz Á meðan umræðan á Íslandi er í þá átt að leyfa eigi íþróttafélögum landsins að auglýsa veðmálafyrirtæki þá hafa spænsk yfirvöld tekið annan pól í hæðina. Ný lög þar í landi munu banna spænskum knattspyrnufélögum í efstu og næst efstu deild að auglýsa veðmálafyrirtæki framan á búningum sínum. Þá mega veðmálafyrirtæki ekki auglýsa á leikvöngum liðanna. Mun þetta hafa áhrif á 41 af 42 liðum í deildunum tveimur. Spain have introduced a ban on betting advertisingIt will affect 41 of the 42 clubs currently in LaLiga https://t.co/YLiWlz8c7W pic.twitter.com/8r5V5HTLJ9— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) July 10, 2020 Alls eru tíu félög í deildunum tveimur með veðmálafyrirtæki sem sinn helsta styrktaraðila. Þar má nefna stórliðin Valencia og Sevilla ásamt liðum á borð við Leganes, Osasuna, Levante, Alaves, Granada, Real Mallorca og Sporting Gijon. Veðmálauglýsingar eru á nær öllum leikvöngum í deildunum tveimur og mörg eru með veðmálauglýsingar á búningum sínum þó það sé ekki þeirra stærsti styrktaraðili. Mun þetta því hafa áhrif á lið eins og Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid. Sem stendur er aðeins eitt félag í deildunum tveimur sem hefur neitað að þiggja fjármagn frá veðmálafyrirtækjum, það er Real Sociedad. Er það því eina liðið sem mun ekki verða af háum upphæðum þegar lögin verða tekin í gildi. Talið er að spænsk knattspyrnulið verði af allt að 80 milljónum evra ef fjármálafyrirtæki fá ekki að auglýsa hjá þeim. Marca greindi frá. Fótbolti Spænski boltinn Fjárhættuspil Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Á meðan umræðan á Íslandi er í þá átt að leyfa eigi íþróttafélögum landsins að auglýsa veðmálafyrirtæki þá hafa spænsk yfirvöld tekið annan pól í hæðina. Ný lög þar í landi munu banna spænskum knattspyrnufélögum í efstu og næst efstu deild að auglýsa veðmálafyrirtæki framan á búningum sínum. Þá mega veðmálafyrirtæki ekki auglýsa á leikvöngum liðanna. Mun þetta hafa áhrif á 41 af 42 liðum í deildunum tveimur. Spain have introduced a ban on betting advertisingIt will affect 41 of the 42 clubs currently in LaLiga https://t.co/YLiWlz8c7W pic.twitter.com/8r5V5HTLJ9— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) July 10, 2020 Alls eru tíu félög í deildunum tveimur með veðmálafyrirtæki sem sinn helsta styrktaraðila. Þar má nefna stórliðin Valencia og Sevilla ásamt liðum á borð við Leganes, Osasuna, Levante, Alaves, Granada, Real Mallorca og Sporting Gijon. Veðmálauglýsingar eru á nær öllum leikvöngum í deildunum tveimur og mörg eru með veðmálauglýsingar á búningum sínum þó það sé ekki þeirra stærsti styrktaraðili. Mun þetta því hafa áhrif á lið eins og Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid. Sem stendur er aðeins eitt félag í deildunum tveimur sem hefur neitað að þiggja fjármagn frá veðmálafyrirtækjum, það er Real Sociedad. Er það því eina liðið sem mun ekki verða af háum upphæðum þegar lögin verða tekin í gildi. Talið er að spænsk knattspyrnulið verði af allt að 80 milljónum evra ef fjármálafyrirtæki fá ekki að auglýsa hjá þeim. Marca greindi frá.
Fótbolti Spænski boltinn Fjárhættuspil Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira