Búið að draga í Meistaradeildinni | Ronaldo gæti mætt sínum gömlu félögum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 10:50 Ronaldo átti ekki sinn besta dag er Juventus tapaði 1-0 fyrir Lyon í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. Monika Majer/Getty Images Dregið var í dag í 8-liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Það sem eftir er af keppninni verður frábrugðið því sem við erum vön. Í stað þess að lið spili heima og að heiman verður aðeins einn leikur til að skera úr um hvaða lið fer áfram. Munu allir leikir keppninnar sem eftir eru fara fram í Lisabon í Portúgal. Leikið verður á Estadio do Sport Lisboa, heimavelli Benfica og á Estadio Jose Alvalade sem er heimavöllur Sporting. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 Enn á eftir að klára nokkrar viðureignir í 16-liða úrslitum en það gæti til að mynda farið svo að Cristiano Ronaldo mæti sínum gömlu félögum í Real Madrid í 8-liða úrslitum. Þá þyrftu bæði Juve og Real að vinna síðari leiki sína gegn Lyon og Manchester City. Lionel Messi og félagar í Barcelona þurfa að landa sigri í síðari leik sínum gegn Napoli til að fara áfram. Þar bíður þeirra að öllum líkindum Bayern Munich en þýska liðið vann Chelsea 3-0 á Brúnni í Lundúnum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. RB Leipzig mætir Atletico Madrid og hið stórskemmtilega Atalanta mætir stjörnuprýddu liði Paris Saint-Germain. Einnig var dregið í undanúrslit keppninnar. Sigurvegarinn úr viðureign Leipzig og Atl. Madrid mun mæta sigurvegaranum úr viðureign Atalanta og PSG. Erfiðara er að rýna í hinn undanúrslitaleikinn en þar verður eitt af þessum fjórum liðum: Real Madrid, Manchester City, Lyon eða Juventus. Mótherjinn verður sigurvegarinn úr viðureign Bayern Munich [nema Chelsea komi verulega á óvart í Þýskalandi] gegn Napoli eða Barcelona. 8-liða úrslitin verða leikin frá 12. til 15. ágúst og undanúrslitin 18. og 19. ágúst. Verða allir leikirnir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Dregið var í dag í 8-liða og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Það sem eftir er af keppninni verður frábrugðið því sem við erum vön. Í stað þess að lið spili heima og að heiman verður aðeins einn leikur til að skera úr um hvaða lið fer áfram. Munu allir leikir keppninnar sem eftir eru fara fram í Lisabon í Portúgal. Leikið verður á Estadio do Sport Lisboa, heimavelli Benfica og á Estadio Jose Alvalade sem er heimavöllur Sporting. The UEFA Champions League draw is complete! Who will lift the trophy next month? #UCLdraw pic.twitter.com/h7hYwKWw2K— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) July 10, 2020 Enn á eftir að klára nokkrar viðureignir í 16-liða úrslitum en það gæti til að mynda farið svo að Cristiano Ronaldo mæti sínum gömlu félögum í Real Madrid í 8-liða úrslitum. Þá þyrftu bæði Juve og Real að vinna síðari leiki sína gegn Lyon og Manchester City. Lionel Messi og félagar í Barcelona þurfa að landa sigri í síðari leik sínum gegn Napoli til að fara áfram. Þar bíður þeirra að öllum líkindum Bayern Munich en þýska liðið vann Chelsea 3-0 á Brúnni í Lundúnum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. RB Leipzig mætir Atletico Madrid og hið stórskemmtilega Atalanta mætir stjörnuprýddu liði Paris Saint-Germain. Einnig var dregið í undanúrslit keppninnar. Sigurvegarinn úr viðureign Leipzig og Atl. Madrid mun mæta sigurvegaranum úr viðureign Atalanta og PSG. Erfiðara er að rýna í hinn undanúrslitaleikinn en þar verður eitt af þessum fjórum liðum: Real Madrid, Manchester City, Lyon eða Juventus. Mótherjinn verður sigurvegarinn úr viðureign Bayern Munich [nema Chelsea komi verulega á óvart í Þýskalandi] gegn Napoli eða Barcelona. 8-liða úrslitin verða leikin frá 12. til 15. ágúst og undanúrslitin 18. og 19. ágúst. Verða allir leikirnir í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira