Þjóðverjar og Danir fjölmennastir þeirra ellefu þúsund ferðamanna sem fóru úr landi um Leifsstöð í júní Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2020 19:19 Þjóðverjar og Danir voru fjölmennastir þeirra ellefu þúsund ferðamanna sem fóru úr landi um Leifsstöð í júní. Eftir mánaðarmót verður áhersla líklega lögð á að skima Íslendinga við komuna til Íslands. Alls fóru rúmlega ellefu þúsund farþegar úr Landi um Leifstöð í júní en af þeim var tæpur helmingur Íslendingar. Í sama mánuði í fyrra fóru rúmlega 259 þúsund úr landi og hlutfallslega voru brottfarir um Leifstöð því 96% færri í júní en fyrir ári síðan samkvæmt Ferðamálastofu. Þjóðverjar voru fjölmennastir brottfararfarþega fyrir utan Íslendinga eða 1.182 en á eftir þeim koma Danir sem voru 1.050 talsins. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson fóru yfir stöðu mála varðandi fyrirkomlag landamæraskimana vegna Covid-19.SIGURJÓN ÓLASON Tveir greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun síðasta sólarhringinn og bíða báðir eftir mótefnamælingu. Heimkomusmitgát tekur gildi á mánudag Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð en sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að áhersla skimunar yrði líklega á Íslendinga í framtíðinni. Nýjar leiðbeiningar um skimun þeirra munu koma til framkvæmda mánudaginn 13 júlí en í henni felst að þegar Íslendingar hafa lokið skimun á landamærum fara þeir í vægari útgáfu af sóttkví sem varir í 4-6 daga, svokallaða heimkomusmitgát. Að því búnu fara þeir í aðra sýnatöku á heilsugæslu. „Það er skylda. Fólk verður að fara í þetta. Fólk getur farið út í búð en það þarf að forðast staði þar sem eru fleiri en tíu manns og fara ekki í veislur o.s.frv.,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Rýmri opnunartími skemmti- og veitingastaða Þá telur hann líklegt að fjöldatakmörkunum verði haldið í 500 manna hámarki út ágústmánuð. „Það er hins vegar til skoðunar af minni hálfu að mæla með því að lokunartími skemmtistaða og veitingastaða verði rýmkaður frá 23 að kvöldi og líklega mun ég gera það nú fyrir næstu mánaðarmót,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. 9. júlí 2020 15:37 Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. 9. júlí 2020 15:20 Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Þjóðverjar og Danir voru fjölmennastir þeirra ellefu þúsund ferðamanna sem fóru úr landi um Leifsstöð í júní. Eftir mánaðarmót verður áhersla líklega lögð á að skima Íslendinga við komuna til Íslands. Alls fóru rúmlega ellefu þúsund farþegar úr Landi um Leifstöð í júní en af þeim var tæpur helmingur Íslendingar. Í sama mánuði í fyrra fóru rúmlega 259 þúsund úr landi og hlutfallslega voru brottfarir um Leifstöð því 96% færri í júní en fyrir ári síðan samkvæmt Ferðamálastofu. Þjóðverjar voru fjölmennastir brottfararfarþega fyrir utan Íslendinga eða 1.182 en á eftir þeim koma Danir sem voru 1.050 talsins. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson fóru yfir stöðu mála varðandi fyrirkomlag landamæraskimana vegna Covid-19.SIGURJÓN ÓLASON Tveir greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun síðasta sólarhringinn og bíða báðir eftir mótefnamælingu. Heimkomusmitgát tekur gildi á mánudag Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð en sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að áhersla skimunar yrði líklega á Íslendinga í framtíðinni. Nýjar leiðbeiningar um skimun þeirra munu koma til framkvæmda mánudaginn 13 júlí en í henni felst að þegar Íslendingar hafa lokið skimun á landamærum fara þeir í vægari útgáfu af sóttkví sem varir í 4-6 daga, svokallaða heimkomusmitgát. Að því búnu fara þeir í aðra sýnatöku á heilsugæslu. „Það er skylda. Fólk verður að fara í þetta. Fólk getur farið út í búð en það þarf að forðast staði þar sem eru fleiri en tíu manns og fara ekki í veislur o.s.frv.,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Rýmri opnunartími skemmti- og veitingastaða Þá telur hann líklegt að fjöldatakmörkunum verði haldið í 500 manna hámarki út ágústmánuð. „Það er hins vegar til skoðunar af minni hálfu að mæla með því að lokunartími skemmtistaða og veitingastaða verði rýmkaður frá 23 að kvöldi og líklega mun ég gera það nú fyrir næstu mánaðarmót,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. 9. júlí 2020 15:37 Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. 9. júlí 2020 15:20 Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. 9. júlí 2020 15:37
Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. 9. júlí 2020 15:20
Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12