„Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2020 14:24 Ragnar Freyr Ingólfsson er yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans. Vísir/Samsett Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans segir það augljósa sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir fyrir kórónuveirunni. Hann telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíðarfyrirkomulag skimana hér á landi eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að þeim eftir 13. júlí, nokkru fyrr en áætlað var. Í framhaldinu hafa stjórnvöld gefið það út að þau vilji halda sýnatöku við landamærin óbreyttri út júlímánuð. Þó komi til greina að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum, sem og að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands. Þá sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sýkla- og veirufræðideild spítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans fjallar um skimanir í pistli á Facebook-síðu sinni í dag. Þar lýsir hann því sem „furðulegri hugmynd“ að Landspítalinn taki að sér að „skima fríska ferðamenn við landamæri.“ „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spyr Ragnar. Það sé ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu nú þegar, að sinna frísku fólki. Ráðstafanirnar nú taki ekki mið af þeirri þekkingu sem heilbrigðisstarfsfólki hafi aflað sér á liðnum vikum og mánuðum. Ragnar bendir á að það séu ekki erlendu ferðamennirnir sem beri veiruna til landsins heldur Íslendingarnir, nokkuð sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur raunar ítrekað bent á síðustu mánuði. „Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgur fjár. Íslendingar og aðrir sem eiga ríkt tengslanet eru líklegri til að smita. Gögnin okkar sýna það kristaltært,“ skrifar Ragnar. Þannig þrói flestir með sér einkenni fjórum til fimm dögum eftir að þeir smitast. „Einstaka tilfelli fara fram yfir það og allt að 13 dögum. PCR prófin eru nákvæm þegar fólk er með einkenni. Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir. Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“ skrifar Ragnar. Færslu Ragnars má sjá hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans segir það augljósa sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir fyrir kórónuveirunni. Hann telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíðarfyrirkomulag skimana hér á landi eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að þeim eftir 13. júlí, nokkru fyrr en áætlað var. Í framhaldinu hafa stjórnvöld gefið það út að þau vilji halda sýnatöku við landamærin óbreyttri út júlímánuð. Þó komi til greina að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum, sem og að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands. Þá sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítala í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sýkla- og veirufræðideild spítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans fjallar um skimanir í pistli á Facebook-síðu sinni í dag. Þar lýsir hann því sem „furðulegri hugmynd“ að Landspítalinn taki að sér að „skima fríska ferðamenn við landamæri.“ „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spyr Ragnar. Það sé ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu nú þegar, að sinna frísku fólki. Ráðstafanirnar nú taki ekki mið af þeirri þekkingu sem heilbrigðisstarfsfólki hafi aflað sér á liðnum vikum og mánuðum. Ragnar bendir á að það séu ekki erlendu ferðamennirnir sem beri veiruna til landsins heldur Íslendingarnir, nokkuð sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur raunar ítrekað bent á síðustu mánuði. „Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgur fjár. Íslendingar og aðrir sem eiga ríkt tengslanet eru líklegri til að smita. Gögnin okkar sýna það kristaltært,“ skrifar Ragnar. Þannig þrói flestir með sér einkenni fjórum til fimm dögum eftir að þeir smitast. „Einstaka tilfelli fara fram yfir það og allt að 13 dögum. PCR prófin eru nákvæm þegar fólk er með einkenni. Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir. Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“ skrifar Ragnar. Færslu Ragnars má sjá hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Fjölgar um fjóra í einangrun Sjö greindust með kórónuveiruna við landamærin síðasta sólarhringinn. 8. júlí 2020 11:10
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11
Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45