Einhleypan: Kaffisötrandi súludansari sem elskar skó Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2020 20:29 „Það er kannski kominn tími til þess að líta í kringum sig“, segir Halldóra Kröyer sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Halldóra á og rekur heilsuræktina og dansstúdíóið Pole Sport heilsurækt en einnig rekur hún skóverslunina Diva.is með systur sinni. Ég á og rek bæði Pole Sport og Diva.is og mér finnst ég ótrúlega heppin að vera að vinna við það sem ég elska. Ég hef það í rauninni mjög gott. Vinn með besta fólkinu, æfi með besta fólkinu og á litla stelpu sem gerir lífið svo miklu betra. Halldóra sat ekki auðum höndum í samkomubanninu en hún festi kaup á nýju húsnæði fyrir starfsemi Pole Sport. „Við erum að gera húsnæðið upp núna. Þetta verður svakalega flott og við flytjum í sjúklega fínt dansrými. Við sérpöntuðum spegla og dansdúk frá útlöndum og allskonar spennandi. Samkomubannið var sem sagt vel nýtt í það að skipuleggja nýja stúdíóið.“ Halldóra segist ekki hafa haft mikinn tíma til þess að sinna einkalífinu hingað til en núna sé kannski kominn tími til þess að líta í kringum sig. Aðsend mynd Nafn? Halldóra Kröyer (fullt nafn Halldóra Ellen Þorsteinsdóttir Kröyer). Var ekki skýrð Ellen en gaf mér það í afmælisgjöf þegar ég var 24 eða 25 ára. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ekkert gælunafn hefur fests við mig en afi og einstaka sinnum foreldrar mínir, kalla mig Dóra mín. En það er bara afar sjaldan. Þegar ég hef verið eitthvað sérstaklega ljúf. Aldur í árum? 33 ára. Aldur í anda? Þegar ég var tvítug fannst mér ég vera þrítug og nú er ég þrítug og finnst ég vera tvítug. Nei, bara smá djók. Ætli aldur sé ekki bara tala og ef maður vill verða gamall í anda þá á maður að hætta að leika sér, ekki satt? Menntun? Úff, ég fór á þrjár brautir í menntaskóla. Byrjaði í myndlist og fór þaðan yfir í hárgreiðslu en endaði svo í íþróttafræði. Ég hef ferðast mikið út um allan heim og farið á mismunandi námskeið, bæði hér og þar tengt súlunni og loftfimleikum. Ég er Yoga Aliance þjálfari, Pole Fitness þjálfari, Aerial Hoop þjálfari, þrekþjálfari, Aerial Hoop Beginner þjálfari og Intermediate Aerial Hoop þjálfari svo eitthvað sé nefnt. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Hin óhefðbundna leið, sjálfsævisaga eftir einstaka brussu. Guilty pleasure kvikmynd? Armageddon. Við mamma horfðum á hana aftur og aftur og aftur. En ekki má gleyma Lion King og mikið væri ég til í að fá Leiðarljós aftur á RÚV. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, Sean Connery. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Ekki svo við vitum. Aðsend mynd Syngur þú í sturtu? Vá, góð spurning. Ég gerði það í gamla daga og ætti kannski að taka upp á því aftur. Uppáhaldsappið þitt? Er jafn hrifin af Facebook og Instagram. Ertu á Tinder? Já, ég er á Tinder og ef ég matchaði við þig þá biðst ég afsökunar ef ég er ekki búin að svara. Það er ekkert persónulegt, ég er bara svo upptekin að reka fyrirtækin mín og vera mamma. Ætla að vera duglegri að svara. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Dugleg, fyndin, sjálfstæð. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég gat ekki ímyndað mér það svo að ég hringdi í vinkonu mína hana Guðnýju Ósk. Hún sagði þetta; Traust, sjúklega fyndin og gáfuð. Ekki slæmt, ekki slæmt myndi ég segja, híhí! Takk Guðný. Halldóra segist heillast að duglegum, sterkum og heiðarlegum mönnum sem að eru með allt sitt á hreinu.Aðsend mynd Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Ég heillast að duglegum, sterkum og heiðarlegum mönnum sem að eru með allt sitt á hreinu. Mönnum sem eru fallegir að innan og með sál sem er ekki endilega heil en allavegana gróin að mestu. Lífið getur verið svo flókið og erfitt að það er óþarfi að draga gömul sár eða minningar í ný sambönd. Let that shit go og komdu svo að finna mig. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Þetta með heiðarleikann er frekar mikilvægt. Vertu bara þú sjálfur. Enginn fílar YES-man eða einhvern sem þykist vera eitthvað annað en hann er. Mér finnst líka óheillandi þegar menn eru subbulegir. Snyrtu skeggið, farðu í klippingu og vertu í hreinum fötum. Þurrkaðu svo af heima hjá þér. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég held að ég væri köttur. Mjáww! Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi velja ömmu mína og afa í móðurætt og afa minn í föðurætt. Þau fóru öll svo snemma og ég hefði verið til í að kynnast þeim betur og heyra sögurnar þeirra. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ef ég myndi segja þér það þá væri það ekki lengur leyndur hæfileiki. Þrátt fyrir það að vilja hafa bílinn sinn alltaf hreinan og fínan segir Halldóra það að þrífa bílinn sé eitt það leiðinlegasta sem hún geri. Aðsend mynd Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ég elska að eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Ég elska að vinna, ferðast og dansa. Ég elska að fíflast með dóttur minni og leika í Barbie með henni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vá, þrífa bílinn minn. Ég myndi óska þess að þetta væri ekki satt, en það er það. Ég er að reyna að vinna í því að setja þetta á skemmtilega-listann, því að auðvitað er miklu meira næs að hafa bílinn hreinan og fínan. Ertu A eða B týpa? Mig langar að vera A týpan en ég er B týpan. Ég er svona að vinna í því að færa mig hægt og rólega yfir í A. Hvernig viltu eggin þín? Þau eru að verða svo gömul að þau eru núna á síðasta séns. Ég myndi vilja hafa þau frjó til að hafa möguleikann opinn ef maður finnur einhvern verðugan í starfið. (Var þetta ekki annars spurningin?) Hvernig viltu kaffið þitt? Ég vil mikið af því! Uppáhelt: Svart. Latte: Soja með karamellusírópi. Svo vil ég kaffi út í smoothie, út í búðinginn, út í sósuna, út í...allt! Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég fer í heimahús. Ég hef ekki farið á djammið í lengri tíma. Halldóra segist kjósa það frekar að hitta vini í heimahúsi heldur en að fara út á djammið. Aðsend mynd Ef einhver kallar þig sjomla? Okey, okey hvað er sjomla? Shitt er þetta svona hipp og kúl stöff? Draumastefnumótið? Spjalla yfir kaffibolla og spila ömmukapal. Hvaða bók lastu síðast? Ég er að lesa nokkrar bækur, Mary Oliver Devotions og Ljóð muna ferð eftir Sigurð Pálsson og Disney prinsessurnar með dóttur minni. Hvað er Ást? Nákvæmlega, hvað er ást? Ég hélt að ég vissi hvað ást er en svo eignaðist ég dóttur mína. Ást er miklu stærra en bara nokkur orð sem ég get sett á blað. En ef ég ætti að setja á blað hvað ég myndi vilja að ást væri þá væri það þetta; Skilningur, trúfesta, heiðarleiki og leyfi til að vera maður sjálfur. Makamál þakka Halldóru fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Einhleypan Tengdar fréttir Einhleypan: „Stolt af mér alla daga“ Einhleypa vikunnar er söngkonan Gréta Karen. Gréta skrifaði nýverið undir samning við umboðskonuna Wendy Starland sem uppgötvaði meðal annars Lady Gaga. 27. júní 2020 12:28 Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Hann syngur hástöfum í sturtu, þolir ekki frekjur og er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum. Einhleypa Makamála þessa vikuna er Jón Víðir Þorsteinsson. 21. júní 2020 19:16 Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Síðan Makamál hófu göngu sína á Vísi fyrir rúmu ári síðan eru Einhleypurnar nú yfir tuttugu talsins. En hvernig er staðan á þeim í dag? 17. júní 2020 19:18 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Það er kannski kominn tími til þess að líta í kringum sig“, segir Halldóra Kröyer sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Halldóra á og rekur heilsuræktina og dansstúdíóið Pole Sport heilsurækt en einnig rekur hún skóverslunina Diva.is með systur sinni. Ég á og rek bæði Pole Sport og Diva.is og mér finnst ég ótrúlega heppin að vera að vinna við það sem ég elska. Ég hef það í rauninni mjög gott. Vinn með besta fólkinu, æfi með besta fólkinu og á litla stelpu sem gerir lífið svo miklu betra. Halldóra sat ekki auðum höndum í samkomubanninu en hún festi kaup á nýju húsnæði fyrir starfsemi Pole Sport. „Við erum að gera húsnæðið upp núna. Þetta verður svakalega flott og við flytjum í sjúklega fínt dansrými. Við sérpöntuðum spegla og dansdúk frá útlöndum og allskonar spennandi. Samkomubannið var sem sagt vel nýtt í það að skipuleggja nýja stúdíóið.“ Halldóra segist ekki hafa haft mikinn tíma til þess að sinna einkalífinu hingað til en núna sé kannski kominn tími til þess að líta í kringum sig. Aðsend mynd Nafn? Halldóra Kröyer (fullt nafn Halldóra Ellen Þorsteinsdóttir Kröyer). Var ekki skýrð Ellen en gaf mér það í afmælisgjöf þegar ég var 24 eða 25 ára. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ekkert gælunafn hefur fests við mig en afi og einstaka sinnum foreldrar mínir, kalla mig Dóra mín. En það er bara afar sjaldan. Þegar ég hef verið eitthvað sérstaklega ljúf. Aldur í árum? 33 ára. Aldur í anda? Þegar ég var tvítug fannst mér ég vera þrítug og nú er ég þrítug og finnst ég vera tvítug. Nei, bara smá djók. Ætli aldur sé ekki bara tala og ef maður vill verða gamall í anda þá á maður að hætta að leika sér, ekki satt? Menntun? Úff, ég fór á þrjár brautir í menntaskóla. Byrjaði í myndlist og fór þaðan yfir í hárgreiðslu en endaði svo í íþróttafræði. Ég hef ferðast mikið út um allan heim og farið á mismunandi námskeið, bæði hér og þar tengt súlunni og loftfimleikum. Ég er Yoga Aliance þjálfari, Pole Fitness þjálfari, Aerial Hoop þjálfari, þrekþjálfari, Aerial Hoop Beginner þjálfari og Intermediate Aerial Hoop þjálfari svo eitthvað sé nefnt. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Hin óhefðbundna leið, sjálfsævisaga eftir einstaka brussu. Guilty pleasure kvikmynd? Armageddon. Við mamma horfðum á hana aftur og aftur og aftur. En ekki má gleyma Lion King og mikið væri ég til í að fá Leiðarljós aftur á RÚV. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já, Sean Connery. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Ekki svo við vitum. Aðsend mynd Syngur þú í sturtu? Vá, góð spurning. Ég gerði það í gamla daga og ætti kannski að taka upp á því aftur. Uppáhaldsappið þitt? Er jafn hrifin af Facebook og Instagram. Ertu á Tinder? Já, ég er á Tinder og ef ég matchaði við þig þá biðst ég afsökunar ef ég er ekki búin að svara. Það er ekkert persónulegt, ég er bara svo upptekin að reka fyrirtækin mín og vera mamma. Ætla að vera duglegri að svara. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Dugleg, fyndin, sjálfstæð. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ég gat ekki ímyndað mér það svo að ég hringdi í vinkonu mína hana Guðnýju Ósk. Hún sagði þetta; Traust, sjúklega fyndin og gáfuð. Ekki slæmt, ekki slæmt myndi ég segja, híhí! Takk Guðný. Halldóra segist heillast að duglegum, sterkum og heiðarlegum mönnum sem að eru með allt sitt á hreinu.Aðsend mynd Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Ég heillast að duglegum, sterkum og heiðarlegum mönnum sem að eru með allt sitt á hreinu. Mönnum sem eru fallegir að innan og með sál sem er ekki endilega heil en allavegana gróin að mestu. Lífið getur verið svo flókið og erfitt að það er óþarfi að draga gömul sár eða minningar í ný sambönd. Let that shit go og komdu svo að finna mig. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Þetta með heiðarleikann er frekar mikilvægt. Vertu bara þú sjálfur. Enginn fílar YES-man eða einhvern sem þykist vera eitthvað annað en hann er. Mér finnst líka óheillandi þegar menn eru subbulegir. Snyrtu skeggið, farðu í klippingu og vertu í hreinum fötum. Þurrkaðu svo af heima hjá þér. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég held að ég væri köttur. Mjáww! Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi velja ömmu mína og afa í móðurætt og afa minn í föðurætt. Þau fóru öll svo snemma og ég hefði verið til í að kynnast þeim betur og heyra sögurnar þeirra. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ef ég myndi segja þér það þá væri það ekki lengur leyndur hæfileiki. Þrátt fyrir það að vilja hafa bílinn sinn alltaf hreinan og fínan segir Halldóra það að þrífa bílinn sé eitt það leiðinlegasta sem hún geri. Aðsend mynd Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ég elska að eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Ég elska að vinna, ferðast og dansa. Ég elska að fíflast með dóttur minni og leika í Barbie með henni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vá, þrífa bílinn minn. Ég myndi óska þess að þetta væri ekki satt, en það er það. Ég er að reyna að vinna í því að setja þetta á skemmtilega-listann, því að auðvitað er miklu meira næs að hafa bílinn hreinan og fínan. Ertu A eða B týpa? Mig langar að vera A týpan en ég er B týpan. Ég er svona að vinna í því að færa mig hægt og rólega yfir í A. Hvernig viltu eggin þín? Þau eru að verða svo gömul að þau eru núna á síðasta séns. Ég myndi vilja hafa þau frjó til að hafa möguleikann opinn ef maður finnur einhvern verðugan í starfið. (Var þetta ekki annars spurningin?) Hvernig viltu kaffið þitt? Ég vil mikið af því! Uppáhelt: Svart. Latte: Soja með karamellusírópi. Svo vil ég kaffi út í smoothie, út í búðinginn, út í sósuna, út í...allt! Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ég fer í heimahús. Ég hef ekki farið á djammið í lengri tíma. Halldóra segist kjósa það frekar að hitta vini í heimahúsi heldur en að fara út á djammið. Aðsend mynd Ef einhver kallar þig sjomla? Okey, okey hvað er sjomla? Shitt er þetta svona hipp og kúl stöff? Draumastefnumótið? Spjalla yfir kaffibolla og spila ömmukapal. Hvaða bók lastu síðast? Ég er að lesa nokkrar bækur, Mary Oliver Devotions og Ljóð muna ferð eftir Sigurð Pálsson og Disney prinsessurnar með dóttur minni. Hvað er Ást? Nákvæmlega, hvað er ást? Ég hélt að ég vissi hvað ást er en svo eignaðist ég dóttur mína. Ást er miklu stærra en bara nokkur orð sem ég get sett á blað. En ef ég ætti að setja á blað hvað ég myndi vilja að ást væri þá væri það þetta; Skilningur, trúfesta, heiðarleiki og leyfi til að vera maður sjálfur. Makamál þakka Halldóru fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Einhleypan Tengdar fréttir Einhleypan: „Stolt af mér alla daga“ Einhleypa vikunnar er söngkonan Gréta Karen. Gréta skrifaði nýverið undir samning við umboðskonuna Wendy Starland sem uppgötvaði meðal annars Lady Gaga. 27. júní 2020 12:28 Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Hann syngur hástöfum í sturtu, þolir ekki frekjur og er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum. Einhleypa Makamála þessa vikuna er Jón Víðir Þorsteinsson. 21. júní 2020 19:16 Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Síðan Makamál hófu göngu sína á Vísi fyrir rúmu ári síðan eru Einhleypurnar nú yfir tuttugu talsins. En hvernig er staðan á þeim í dag? 17. júní 2020 19:18 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Einhleypan: „Stolt af mér alla daga“ Einhleypa vikunnar er söngkonan Gréta Karen. Gréta skrifaði nýverið undir samning við umboðskonuna Wendy Starland sem uppgötvaði meðal annars Lady Gaga. 27. júní 2020 12:28
Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Hann syngur hástöfum í sturtu, þolir ekki frekjur og er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum. Einhleypa Makamála þessa vikuna er Jón Víðir Þorsteinsson. 21. júní 2020 19:16
Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Síðan Makamál hófu göngu sína á Vísi fyrir rúmu ári síðan eru Einhleypurnar nú yfir tuttugu talsins. En hvernig er staðan á þeim í dag? 17. júní 2020 19:18