Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 15:12 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Íslensk erfðagreining (ÍE) tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að skimunum eftir mánudaginn 13. júlí. Nú er því komin upp nokkur óvissa um framhaldið, enda annar veirufræðideild Landspítala aðeins um 500 sýnum á dag. Þó stendur til að halda óbreyttri skimun út júlí með ýmsum leiðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis að það hefði verið óvænt að ÍE hætti aðkomu að skimunum svo snemma. Yfirvöld hafi búist við því að ÍE myndi halda áfram að skima út júlí. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Inntur eftir því hvort skriflegur samningur hafi verið gerður milli ÍE og stjórnvalda um skimun sagði Þórólfur að svo hefði ekki verið. Þetta hafi allt verið „handsalað“. Þá var Páll Þórhallsson verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, sem verið hefur í forsvari fyrir landamæraskimun síðustu vikna, inntur eftir því af hverju ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um aðkomu ÍE að skimununum. Hann sagði að ákveðið hefði verið í maí að stefna að opnun landamæra og það hafi meðal annars hugmynd frá Kára Stefánssyni forstjóra ÍE að halda úti skimun á landamærum. Sóttvarnalæknir tók undir það. Kári hefði auk þess lagt áherslu á að stjórnvöld ættu að standa undir verkefninu en ljóst hefði verið að stjórnvöld væru ekki tilbúin til þess alveg strax. Til hafi staðið að bæta úr því. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu.Vísir/vilhelm Þá hefði það auðvitað verið óvenjulegt að ekki hefði verið gerður skriflegur samningur. Það megi hins vegar velta fyrir sér um hvað sá samningur hefði átt að vera. Í raun og veru gekk samkomulagið út á að allir hjálpuðust að. Páll var einnig inntur eftir því hvort það væri ásættanleg nálgun fyrir svo stórt verkefni að skrifa ekki undir samning. Hann sagði að það mætti spyrja sig að því en ekki hefði verið í boði að gera skriflegan samning. Á þessum tímapunkti hafi verið mikill þrýstingur á stjórnvöld að stíga skref í átt að opnun landamæra og ÍE hafi boðið fram aðstoð sína. Þá bætti Þórólfur við að í upphafi, þegar ÍE kom að skimunum allra fyrst, hafi fyrirtækið gert svokallaðan „skriflegan vinnslusamning“ við veirufræðideild Landspítala. Þannig hafi ÍE verið að vinna með sóttvarnalækni samkvæmt sóttvarnalögum. Það hefði staðist og gengið vel. Engin ástæða hefði þótt til að útbúa annan samning að þessu samstarfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Íslensk erfðagreining (ÍE) tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að skimunum eftir mánudaginn 13. júlí. Nú er því komin upp nokkur óvissa um framhaldið, enda annar veirufræðideild Landspítala aðeins um 500 sýnum á dag. Þó stendur til að halda óbreyttri skimun út júlí með ýmsum leiðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis að það hefði verið óvænt að ÍE hætti aðkomu að skimunum svo snemma. Yfirvöld hafi búist við því að ÍE myndi halda áfram að skima út júlí. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Inntur eftir því hvort skriflegur samningur hafi verið gerður milli ÍE og stjórnvalda um skimun sagði Þórólfur að svo hefði ekki verið. Þetta hafi allt verið „handsalað“. Þá var Páll Þórhallsson verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, sem verið hefur í forsvari fyrir landamæraskimun síðustu vikna, inntur eftir því af hverju ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um aðkomu ÍE að skimununum. Hann sagði að ákveðið hefði verið í maí að stefna að opnun landamæra og það hafi meðal annars hugmynd frá Kára Stefánssyni forstjóra ÍE að halda úti skimun á landamærum. Sóttvarnalæknir tók undir það. Kári hefði auk þess lagt áherslu á að stjórnvöld ættu að standa undir verkefninu en ljóst hefði verið að stjórnvöld væru ekki tilbúin til þess alveg strax. Til hafi staðið að bæta úr því. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu.Vísir/vilhelm Þá hefði það auðvitað verið óvenjulegt að ekki hefði verið gerður skriflegur samningur. Það megi hins vegar velta fyrir sér um hvað sá samningur hefði átt að vera. Í raun og veru gekk samkomulagið út á að allir hjálpuðust að. Páll var einnig inntur eftir því hvort það væri ásættanleg nálgun fyrir svo stórt verkefni að skrifa ekki undir samning. Hann sagði að það mætti spyrja sig að því en ekki hefði verið í boði að gera skriflegan samning. Á þessum tímapunkti hafi verið mikill þrýstingur á stjórnvöld að stíga skref í átt að opnun landamæra og ÍE hafi boðið fram aðstoð sína. Þá bætti Þórólfur við að í upphafi, þegar ÍE kom að skimunum allra fyrst, hafi fyrirtækið gert svokallaðan „skriflegan vinnslusamning“ við veirufræðideild Landspítala. Þannig hafi ÍE verið að vinna með sóttvarnalækni samkvæmt sóttvarnalögum. Það hefði staðist og gengið vel. Engin ástæða hefði þótt til að útbúa annan samning að þessu samstarfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02
Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55
Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19