Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 14:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann fyrirtækið hafa staðið sig frábærlega undanfarna mánuði. Í gær lýsti Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, því yfir að þátttöku þeirra í skimun á landamærum myndi ljúka þann 13. júlí næstkomandi. Var hann ósáttur við seinagang stjórnvalda varðandi tillögur hans um Faraldsfræðistofnun og framkomu í garð fyrirtækisins. Á fundinum sagði Þórólfur marga möguleika vera í stöðunni en ljóst er að þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar hefur skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur skimað 72.500 manns fyrir veirunni og sinnt mótefnamælingum hjá um 40 þúsund einstaklingum og segir Kári þau hafa borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur um þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið er að því að finna lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en stefnt er að því að skimun verði óbreytt út júlímánuð. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur greint um 500 sýni á dag og ekki er von á nýrri og afkastameiri tækjum fyrr en í október. Það sé þó möguleiki að keyra tíu sýni saman, slíkt hafi gefið góða raun í Þýskalandi en væri þó síðri kostur en sú aðferð sem hefur verið notuð til þessa. Þórólfur segir Íslenska erfðagreiningu hafa rannsakað faraldurinn mjög vel og ný þekking hafi komið til vegna þess. Það sé þó enn þörf á skimun við landamærin til þess að öðlast frekari þekkingu og sjá hversu margir ferðamenn beri veiruna hingað til lands. Sú vitneskja hjálpi til við stefnumörkun í aðgerðum stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53 „Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann fyrirtækið hafa staðið sig frábærlega undanfarna mánuði. Í gær lýsti Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, því yfir að þátttöku þeirra í skimun á landamærum myndi ljúka þann 13. júlí næstkomandi. Var hann ósáttur við seinagang stjórnvalda varðandi tillögur hans um Faraldsfræðistofnun og framkomu í garð fyrirtækisins. Á fundinum sagði Þórólfur marga möguleika vera í stöðunni en ljóst er að þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar hefur skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur skimað 72.500 manns fyrir veirunni og sinnt mótefnamælingum hjá um 40 þúsund einstaklingum og segir Kári þau hafa borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur um þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið er að því að finna lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en stefnt er að því að skimun verði óbreytt út júlímánuð. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur greint um 500 sýni á dag og ekki er von á nýrri og afkastameiri tækjum fyrr en í október. Það sé þó möguleiki að keyra tíu sýni saman, slíkt hafi gefið góða raun í Þýskalandi en væri þó síðri kostur en sú aðferð sem hefur verið notuð til þessa. Þórólfur segir Íslenska erfðagreiningu hafa rannsakað faraldurinn mjög vel og ný þekking hafi komið til vegna þess. Það sé þó enn þörf á skimun við landamærin til þess að öðlast frekari þekkingu og sjá hversu margir ferðamenn beri veiruna hingað til lands. Sú vitneskja hjálpi til við stefnumörkun í aðgerðum stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53 „Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14
Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53
„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30
Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55