Snöggir að ýta upp nýjum garði til að verjast Kötlu Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2020 22:47 Jóhann Guðlaugsson ýtustjóri og annar eigenda verktakafyrirtækisins Framrásar ehf. í Vík. Stöð 2/Einar Árnason. Það tók heimamenn í Vík í Mýrdal einungis sex vikur að reisa nýjan varnargarð austan við þorpið til að verja það gagnvart Kötluhlaupi, en jafnframt þurfti að hækka hringveginn þar sem hann liggur yfir garðinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ætluðum að mynda verktakana að búa til garðinn, sem liggur út frá Víkurkletti, gripum við í tómt. Varnargarðurinn er kominn og líka búið að hækka og malbika þjóðveginn yfir garðinn. Það eru meira að segja tvær eða þrjár vikur liðnar frá því vinnuvélarnar fóru af svæðinu. Nýi varnargarðurinn liggur út frá Víkurkletti, sem sést vinstra megin, og er að meðaltali 2-3ja metra hár. Jafnframt þurfti að hækka hringveginn á 420 metra kafla.Stöð 2/Einar Árnason. Það eru aðeins rétt tveir mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda um verkið, fyrirtækið Framrás í Vík, en verklok eiga að vera 15. september í haust. „Já, já. Við erum langt komnir með hann og komum til með að klára hann í haust,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og eigandi Framrásar ehf., þegar við spyrjum um framvinduna en okkur sýnist garðurinn nánast vera tilbúinn. „Það er eftir svona fremri hlutinn af honum og svo setjum við aðeins grjót á hann.“ Starfsmenn verktakans sáum við úti við Múlakvísl að sækja efni í næsta verk en þaðan var efnið líka sótt í varnargarðinn. En teljast menn ekki hafa verið snöggir að þessu? „Þetta gekk mjög vel, jú. Það þarf mikið að ganga á. Það er stórt verk framundan,“ svarar Jóhann. Það er í raun Katla sjálf sem skaffar efnið í varnargarðinn því það er sótt í farveg Múlakvíslar.Stöð 2/Einar Árnason. Þeir eru fimm talsins, allt heimamenn, og ákváðu að drífa af varnargarðinn til að geta skellt sér í næsta verk, sem er að gera nýtt hringtorg á móts við Víkurskála og endurbæta þjóðveginn í gegnum þorpið. Þetta er þriðji varnargarðurinn sem rís austan Víkur til að verjast hugsanlegri flóðbylgju niður Mýrdalssand um farveg Múlakvíslar. -Heldurðu að hann muni gagnast? „Það hefur enginn trú á að Katla komi hérna.“ -En það er kannski betra að vera.. þú tryggir ekki eftirá, eins og menn segja. „Nei, nei.“ En Víkurbúar ættu vonandi núna úr þessu að geta sofið rólegri gagnvart Kötlu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má heyra hversvegna sveitarstjórinn telur varnargarðinn mikilvægan. Mýrdalshreppur Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. 7. apríl 2020 21:44 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Það tók heimamenn í Vík í Mýrdal einungis sex vikur að reisa nýjan varnargarð austan við þorpið til að verja það gagnvart Kötluhlaupi, en jafnframt þurfti að hækka hringveginn þar sem hann liggur yfir garðinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ætluðum að mynda verktakana að búa til garðinn, sem liggur út frá Víkurkletti, gripum við í tómt. Varnargarðurinn er kominn og líka búið að hækka og malbika þjóðveginn yfir garðinn. Það eru meira að segja tvær eða þrjár vikur liðnar frá því vinnuvélarnar fóru af svæðinu. Nýi varnargarðurinn liggur út frá Víkurkletti, sem sést vinstra megin, og er að meðaltali 2-3ja metra hár. Jafnframt þurfti að hækka hringveginn á 420 metra kafla.Stöð 2/Einar Árnason. Það eru aðeins rétt tveir mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda um verkið, fyrirtækið Framrás í Vík, en verklok eiga að vera 15. september í haust. „Já, já. Við erum langt komnir með hann og komum til með að klára hann í haust,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og eigandi Framrásar ehf., þegar við spyrjum um framvinduna en okkur sýnist garðurinn nánast vera tilbúinn. „Það er eftir svona fremri hlutinn af honum og svo setjum við aðeins grjót á hann.“ Starfsmenn verktakans sáum við úti við Múlakvísl að sækja efni í næsta verk en þaðan var efnið líka sótt í varnargarðinn. En teljast menn ekki hafa verið snöggir að þessu? „Þetta gekk mjög vel, jú. Það þarf mikið að ganga á. Það er stórt verk framundan,“ svarar Jóhann. Það er í raun Katla sjálf sem skaffar efnið í varnargarðinn því það er sótt í farveg Múlakvíslar.Stöð 2/Einar Árnason. Þeir eru fimm talsins, allt heimamenn, og ákváðu að drífa af varnargarðinn til að geta skellt sér í næsta verk, sem er að gera nýtt hringtorg á móts við Víkurskála og endurbæta þjóðveginn í gegnum þorpið. Þetta er þriðji varnargarðurinn sem rís austan Víkur til að verjast hugsanlegri flóðbylgju niður Mýrdalssand um farveg Múlakvíslar. -Heldurðu að hann muni gagnast? „Það hefur enginn trú á að Katla komi hérna.“ -En það er kannski betra að vera.. þú tryggir ekki eftirá, eins og menn segja. „Nei, nei.“ En Víkurbúar ættu vonandi núna úr þessu að geta sofið rólegri gagnvart Kötlu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má heyra hversvegna sveitarstjórinn telur varnargarðinn mikilvægan.
Mýrdalshreppur Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. 7. apríl 2020 21:44 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. 7. apríl 2020 21:44
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?