Snöggir að ýta upp nýjum garði til að verjast Kötlu Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2020 22:47 Jóhann Guðlaugsson ýtustjóri og annar eigenda verktakafyrirtækisins Framrásar ehf. í Vík. Stöð 2/Einar Árnason. Það tók heimamenn í Vík í Mýrdal einungis sex vikur að reisa nýjan varnargarð austan við þorpið til að verja það gagnvart Kötluhlaupi, en jafnframt þurfti að hækka hringveginn þar sem hann liggur yfir garðinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ætluðum að mynda verktakana að búa til garðinn, sem liggur út frá Víkurkletti, gripum við í tómt. Varnargarðurinn er kominn og líka búið að hækka og malbika þjóðveginn yfir garðinn. Það eru meira að segja tvær eða þrjár vikur liðnar frá því vinnuvélarnar fóru af svæðinu. Nýi varnargarðurinn liggur út frá Víkurkletti, sem sést vinstra megin, og er að meðaltali 2-3ja metra hár. Jafnframt þurfti að hækka hringveginn á 420 metra kafla.Stöð 2/Einar Árnason. Það eru aðeins rétt tveir mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda um verkið, fyrirtækið Framrás í Vík, en verklok eiga að vera 15. september í haust. „Já, já. Við erum langt komnir með hann og komum til með að klára hann í haust,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og eigandi Framrásar ehf., þegar við spyrjum um framvinduna en okkur sýnist garðurinn nánast vera tilbúinn. „Það er eftir svona fremri hlutinn af honum og svo setjum við aðeins grjót á hann.“ Starfsmenn verktakans sáum við úti við Múlakvísl að sækja efni í næsta verk en þaðan var efnið líka sótt í varnargarðinn. En teljast menn ekki hafa verið snöggir að þessu? „Þetta gekk mjög vel, jú. Það þarf mikið að ganga á. Það er stórt verk framundan,“ svarar Jóhann. Það er í raun Katla sjálf sem skaffar efnið í varnargarðinn því það er sótt í farveg Múlakvíslar.Stöð 2/Einar Árnason. Þeir eru fimm talsins, allt heimamenn, og ákváðu að drífa af varnargarðinn til að geta skellt sér í næsta verk, sem er að gera nýtt hringtorg á móts við Víkurskála og endurbæta þjóðveginn í gegnum þorpið. Þetta er þriðji varnargarðurinn sem rís austan Víkur til að verjast hugsanlegri flóðbylgju niður Mýrdalssand um farveg Múlakvíslar. -Heldurðu að hann muni gagnast? „Það hefur enginn trú á að Katla komi hérna.“ -En það er kannski betra að vera.. þú tryggir ekki eftirá, eins og menn segja. „Nei, nei.“ En Víkurbúar ættu vonandi núna úr þessu að geta sofið rólegri gagnvart Kötlu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má heyra hversvegna sveitarstjórinn telur varnargarðinn mikilvægan. Mýrdalshreppur Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. 7. apríl 2020 21:44 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Það tók heimamenn í Vík í Mýrdal einungis sex vikur að reisa nýjan varnargarð austan við þorpið til að verja það gagnvart Kötluhlaupi, en jafnframt þurfti að hækka hringveginn þar sem hann liggur yfir garðinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar við ætluðum að mynda verktakana að búa til garðinn, sem liggur út frá Víkurkletti, gripum við í tómt. Varnargarðurinn er kominn og líka búið að hækka og malbika þjóðveginn yfir garðinn. Það eru meira að segja tvær eða þrjár vikur liðnar frá því vinnuvélarnar fóru af svæðinu. Nýi varnargarðurinn liggur út frá Víkurkletti, sem sést vinstra megin, og er að meðaltali 2-3ja metra hár. Jafnframt þurfti að hækka hringveginn á 420 metra kafla.Stöð 2/Einar Árnason. Það eru aðeins rétt tveir mánuðir frá því Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda um verkið, fyrirtækið Framrás í Vík, en verklok eiga að vera 15. september í haust. „Já, já. Við erum langt komnir með hann og komum til með að klára hann í haust,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og eigandi Framrásar ehf., þegar við spyrjum um framvinduna en okkur sýnist garðurinn nánast vera tilbúinn. „Það er eftir svona fremri hlutinn af honum og svo setjum við aðeins grjót á hann.“ Starfsmenn verktakans sáum við úti við Múlakvísl að sækja efni í næsta verk en þaðan var efnið líka sótt í varnargarðinn. En teljast menn ekki hafa verið snöggir að þessu? „Þetta gekk mjög vel, jú. Það þarf mikið að ganga á. Það er stórt verk framundan,“ svarar Jóhann. Það er í raun Katla sjálf sem skaffar efnið í varnargarðinn því það er sótt í farveg Múlakvíslar.Stöð 2/Einar Árnason. Þeir eru fimm talsins, allt heimamenn, og ákváðu að drífa af varnargarðinn til að geta skellt sér í næsta verk, sem er að gera nýtt hringtorg á móts við Víkurskála og endurbæta þjóðveginn í gegnum þorpið. Þetta er þriðji varnargarðurinn sem rís austan Víkur til að verjast hugsanlegri flóðbylgju niður Mýrdalssand um farveg Múlakvíslar. -Heldurðu að hann muni gagnast? „Það hefur enginn trú á að Katla komi hérna.“ -En það er kannski betra að vera.. þú tryggir ekki eftirá, eins og menn segja. „Nei, nei.“ En Víkurbúar ættu vonandi núna úr þessu að geta sofið rólegri gagnvart Kötlu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má heyra hversvegna sveitarstjórinn telur varnargarðinn mikilvægan.
Mýrdalshreppur Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Katla Tengdar fréttir Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. 7. apríl 2020 21:44 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Reisa varnargarð austan Víkur til að verja þorpið gegn Kötluhlaupi Nýr varnargarður til að verja Vík í Mýrdal gagnvart Kötluhlaupi verður reistur í sumar við Víkurklett, skammt austan þorpsins. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir garðinn geta forðað allt að 15 milljarða króna eignatjóni. 7. apríl 2020 21:44
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51