Hryðjuverkalögum Duterte sagt beint gegn andstæðingum hans Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 14:12 Ung kona mótmælir hryðjuverkalögunum í borginni Quezon í síðasta mánuði. Stjórnarandstæðingar óttast að Duterte eigi eftir að beita lögunum gegn öllum þeim sem hann telur sér óvini sína. Vísir/EPA Stjórnarandstæðingar á Filippseyjum segja að ný hryðjuverkalög sem Rodrigo Duterte forseti staðfesti í dag verði notuð sem vopn gegn pólitískum andstæðingum hans og til þess að kæfa tjáningarfrelsi í landinu. Með lögunum geta stjórnvöld skilgreind einstaklinga sem hryðjuverkamenn og haldið þeim í allt að 24 daga án ákæru. Lögreglan og herinn fá umfangsmiklar valdheimildir til þess að berjast gegn þeim sem stjórnvöld telja hryðjuverkamenn með nýju lögunum sem hafa sætt gagnrýni innlendra stjórnarandstæðinga og Sameinuðu þjóðanna. Lögspekingar vara við því að lögin séu almennt orðuð sem gæti þýtt að þeim verði beitt handahófskennt, þau geti skert friðhelgi einkalífs fólks og bælt niður friðsöm mótmæli, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með lögunum er stofnað sérstakt ráð gegn hryðjuverkum sem forsetinn skipar. Það getur skilgreint einstaklinga og hópa sem hryðjuverkamenn og haldið þeim án ákæru í meira en þrjár vikur. Þau heimila einnig eftirlit og fjarskiptahleranir í allt að níutíu daga og gera brot refsiverð með lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Filippseyskir stjórnarandstæðingar segja að lögunum sé ætlað að halda áfram herferð Duterte gegn þeim sem standa í vegi valdboðsstjórn hans, þar á meðal blaðamönnum, kommúnistum, uppreisnarmönnum, prestum, lögfræðingum og aðgerðasinnum. Þannig reyni forsetinn að feta í fótspor einræðisherrans Ferdinands Marcos. Rodrigo Duterte forseti hefur stýrt Filippseyjum með harðri hendi undanfarin ár. Í tíð hans hafa tugir þúsunda manna verið drepnir utan dóms og laga í svonefndu fíkniefnastríði.Vísir/AP Talinn liður í ofsóknum gegn andófsmönnum og fjölmiðlum Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Duterte til þess að staðfesta ekki lögin sem var flýtt í gegnum þingið í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hún fullyrti að lögin gæfu grænt ljóst á kerfisbundnar árásir á pólitíska gagnrýnendur og andstæðinga. Duterte hefði steypt lýðræðinu á Filippseyjum niður í hyldýpi. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja lögin nýtt vopn til þess að brennimerkja og hundelta alla þá sem eru taldir óvinir ríkisins. Þau ættu eftir að gera líf baráttufólks fyrir mannréttindum enn erfiðara en það er fyrir. Stjórnvöld segja á móti að lögin eigi að gera þeim auðveldara fyrir að berjast gegn nútímaöryggisógnum, þar á meðal uppreisn vopnaðra sveita íslamista sem standa fyrir sjálfsmorðsárásum. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna var Duterte gagnrýndur fyrir að æsa til ofbeldis og mannréttindabrota, fyrst og fremst í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Forsetinn hefur hótað því að drepa 100.000 manns og náða lögreglumenn sem skjóta grunaða menn til bana. Tugir þúsundir manna hafa verið drepnir í fíkniefnastríðinu sem SÞ lýsa sem aftökum utan dóms og laga. Ríkisstjórnin hefur einnig beitt sér af hörku gegn frjálsum fjölmiðlum. Einu stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, ABS-CBN, var skipað að hætta opnum útsendingum og fréttasíðan Rappler hefur verið sökuð um skattaundanskot og ólöglegt eignarhald. Maria Ressa, ritstjóri Rappler, var sakfelld fyrir meiðyrði í garð auðugs kaupsýslumanns í síðasta mánuði en samtök blaðamanna um allan heim hafa mótmælt dómnum. Ressa var dæmd fyrir ummæli sem féllu fyrir átta árum þrátt fyrir að fyrningartími meiðyrðabrota væri fimm ár. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Filippseyjar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15. júní 2020 07:19 Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15. júní 2020 07:19 „Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er afleiðing tillögu Íslands í mannréttindaráði. 4. júní 2020 09:05 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Stjórnarandstæðingar á Filippseyjum segja að ný hryðjuverkalög sem Rodrigo Duterte forseti staðfesti í dag verði notuð sem vopn gegn pólitískum andstæðingum hans og til þess að kæfa tjáningarfrelsi í landinu. Með lögunum geta stjórnvöld skilgreind einstaklinga sem hryðjuverkamenn og haldið þeim í allt að 24 daga án ákæru. Lögreglan og herinn fá umfangsmiklar valdheimildir til þess að berjast gegn þeim sem stjórnvöld telja hryðjuverkamenn með nýju lögunum sem hafa sætt gagnrýni innlendra stjórnarandstæðinga og Sameinuðu þjóðanna. Lögspekingar vara við því að lögin séu almennt orðuð sem gæti þýtt að þeim verði beitt handahófskennt, þau geti skert friðhelgi einkalífs fólks og bælt niður friðsöm mótmæli, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með lögunum er stofnað sérstakt ráð gegn hryðjuverkum sem forsetinn skipar. Það getur skilgreint einstaklinga og hópa sem hryðjuverkamenn og haldið þeim án ákæru í meira en þrjár vikur. Þau heimila einnig eftirlit og fjarskiptahleranir í allt að níutíu daga og gera brot refsiverð með lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Filippseyskir stjórnarandstæðingar segja að lögunum sé ætlað að halda áfram herferð Duterte gegn þeim sem standa í vegi valdboðsstjórn hans, þar á meðal blaðamönnum, kommúnistum, uppreisnarmönnum, prestum, lögfræðingum og aðgerðasinnum. Þannig reyni forsetinn að feta í fótspor einræðisherrans Ferdinands Marcos. Rodrigo Duterte forseti hefur stýrt Filippseyjum með harðri hendi undanfarin ár. Í tíð hans hafa tugir þúsunda manna verið drepnir utan dóms og laga í svonefndu fíkniefnastríði.Vísir/AP Talinn liður í ofsóknum gegn andófsmönnum og fjölmiðlum Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Duterte til þess að staðfesta ekki lögin sem var flýtt í gegnum þingið í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hún fullyrti að lögin gæfu grænt ljóst á kerfisbundnar árásir á pólitíska gagnrýnendur og andstæðinga. Duterte hefði steypt lýðræðinu á Filippseyjum niður í hyldýpi. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja lögin nýtt vopn til þess að brennimerkja og hundelta alla þá sem eru taldir óvinir ríkisins. Þau ættu eftir að gera líf baráttufólks fyrir mannréttindum enn erfiðara en það er fyrir. Stjórnvöld segja á móti að lögin eigi að gera þeim auðveldara fyrir að berjast gegn nútímaöryggisógnum, þar á meðal uppreisn vopnaðra sveita íslamista sem standa fyrir sjálfsmorðsárásum. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna var Duterte gagnrýndur fyrir að æsa til ofbeldis og mannréttindabrota, fyrst og fremst í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Forsetinn hefur hótað því að drepa 100.000 manns og náða lögreglumenn sem skjóta grunaða menn til bana. Tugir þúsundir manna hafa verið drepnir í fíkniefnastríðinu sem SÞ lýsa sem aftökum utan dóms og laga. Ríkisstjórnin hefur einnig beitt sér af hörku gegn frjálsum fjölmiðlum. Einu stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, ABS-CBN, var skipað að hætta opnum útsendingum og fréttasíðan Rappler hefur verið sökuð um skattaundanskot og ólöglegt eignarhald. Maria Ressa, ritstjóri Rappler, var sakfelld fyrir meiðyrði í garð auðugs kaupsýslumanns í síðasta mánuði en samtök blaðamanna um allan heim hafa mótmælt dómnum. Ressa var dæmd fyrir ummæli sem féllu fyrir átta árum þrátt fyrir að fyrningartími meiðyrðabrota væri fimm ár. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.
Filippseyjar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15. júní 2020 07:19 Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15. júní 2020 07:19 „Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er afleiðing tillögu Íslands í mannréttindaráði. 4. júní 2020 09:05 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15. júní 2020 07:19
Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15. júní 2020 07:19
„Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er afleiðing tillögu Íslands í mannréttindaráði. 4. júní 2020 09:05