Óbreyttar veirutakmarkanir til 26. júlí vegna bakslags Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2020 13:45 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Fjöldamörk samkomubanns verða óbreytt í þrjár vikur til viðbótar, þ.e. til 26. júlí og verður því áfram miðað við að ekki komi saman fleiri en 500 manns. Þetta hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, auk þess sem samþykktar hafa verið breytingar á fyrirkomulagi við veiruskimun á landamærum. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur næstu þrjár vikurnar og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. Upplýsingagjöf til almennings um einstaklingsbundnar sýkingavarnir verður jafnframt efld. Áður hafði verið áformað að lengja opnunartíma vínveitingastaða, sem og hækka fjöldamörk samkomubanns upp í 2000. Frá því að skimun hófst á landamærunum 15. júní hafa 17.705 sýni verið tekin og virk smit greinst hjá sjö einstaklingum, samkvæmt tölum á Covid.is, og rúmlega 400 þurft að fara í sóttkví eftir smitrakningu. Alls eru þrettán virk smit nú á landinu. Enginn er þó alvarlega veikur. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að um ákveðið bakslag sé að ræða. Það hafi ekki verið óviðbúið en að „lágmarka þurfi áhættuna á því að faraldurinn nái sér á strik hér á landi.“ Tillaga hans um að ekki verði slakað frekar á reglum um samkomubann að sinni byggist á þessu, auk þess sem lögð verður áhersla á að efla fræðslu um einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. Þurfa að fara aftur í skimun Þá verður reglum breytt um veiruskimun á landamærum. Sem fyrr verður hægt að velja á milli 14 daga sóttkvíar eða skimunar á landamærum en gert er ráð fyrir að einstaklingar úr fyrrnefndum hópi sem velja skimun þurfi að fara aftur í skimun 4 – 5 dögum eftir komuna til landsins og vera í sóttkví þar til niðurstaða seinni sýnatökunnar liggur fyrir, líkt og sóttvarnalæknir hafði áður kynnt. Breytingin snýr eingöngu að íslenskum ríkisborgurum og þeim sem eru búsettir hér á landi. Stefnt er að því að breytingin komi til framkvæmda eigi síðar en 13. júlí. Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja óbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum, sem og tillögu þess efnis að breyta reglum um landamæraskimun. Minnisblað með tillögum sóttvarnalæknis má nálgast hér. Fimm greindust með veiruna í gær, þar af tveir við landamæraskimun sem bíða nú niðurstaðna úr mótefnamælingu. Innanlandssmit voru þrjú og tengjast öll konu sem kom til landsins í síðustu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. 3. júlí 2020 11:39 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Fjöldamörk samkomubanns verða óbreytt í þrjár vikur til viðbótar, þ.e. til 26. júlí og verður því áfram miðað við að ekki komi saman fleiri en 500 manns. Þetta hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, auk þess sem samþykktar hafa verið breytingar á fyrirkomulagi við veiruskimun á landamærum. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur næstu þrjár vikurnar og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. Upplýsingagjöf til almennings um einstaklingsbundnar sýkingavarnir verður jafnframt efld. Áður hafði verið áformað að lengja opnunartíma vínveitingastaða, sem og hækka fjöldamörk samkomubanns upp í 2000. Frá því að skimun hófst á landamærunum 15. júní hafa 17.705 sýni verið tekin og virk smit greinst hjá sjö einstaklingum, samkvæmt tölum á Covid.is, og rúmlega 400 þurft að fara í sóttkví eftir smitrakningu. Alls eru þrettán virk smit nú á landinu. Enginn er þó alvarlega veikur. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að um ákveðið bakslag sé að ræða. Það hafi ekki verið óviðbúið en að „lágmarka þurfi áhættuna á því að faraldurinn nái sér á strik hér á landi.“ Tillaga hans um að ekki verði slakað frekar á reglum um samkomubann að sinni byggist á þessu, auk þess sem lögð verður áhersla á að efla fræðslu um einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. Þurfa að fara aftur í skimun Þá verður reglum breytt um veiruskimun á landamærum. Sem fyrr verður hægt að velja á milli 14 daga sóttkvíar eða skimunar á landamærum en gert er ráð fyrir að einstaklingar úr fyrrnefndum hópi sem velja skimun þurfi að fara aftur í skimun 4 – 5 dögum eftir komuna til landsins og vera í sóttkví þar til niðurstaða seinni sýnatökunnar liggur fyrir, líkt og sóttvarnalæknir hafði áður kynnt. Breytingin snýr eingöngu að íslenskum ríkisborgurum og þeim sem eru búsettir hér á landi. Stefnt er að því að breytingin komi til framkvæmda eigi síðar en 13. júlí. Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja óbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum, sem og tillögu þess efnis að breyta reglum um landamæraskimun. Minnisblað með tillögum sóttvarnalæknis má nálgast hér. Fimm greindust með veiruna í gær, þar af tveir við landamæraskimun sem bíða nú niðurstaðna úr mótefnamælingu. Innanlandssmit voru þrjú og tengjast öll konu sem kom til landsins í síðustu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. 3. júlí 2020 11:39 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40
Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. 3. júlí 2020 11:39
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50