Real Madrid styrkti stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, með sigri á Getafe í kvöld.
Það var ekki blásið til neinnar veislu í Madrid. Staðan var markalaus þar til á 79. mínútu þegar Real fékk vítaspyrnu. Á punktinn fór fyrirliðinn Sergio Ramos og skoraði af miklu öryggi.
Þetta reyndist eina mark leiksins og lokatölur því 1-0 sigur Real, sem eru nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Getafe hafa á meðan aðeins dregist aftur úr í baráttunni um Meistaradeildarsæti og eru nú í sjötta sæti, fimm stigum frá Sevilla sem sitja í 4. sæti.