Nátengd konunni sem kom frá Albaníu og voru þegar í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 19:20 Rögnvaldur Ólafsson, starfandi deildarstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Þrjú ný innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust eftir hádegi í dag má rekja til konu sem kom hingað til lands frá Albaníu í síðustu viku. Þau sem greindust í dag eru nátengd konunni og voru þegar í sóttkví. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar, starfandi deildartjóra hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innanlandssmit eru í heildina orðin ellefu frá því að slakað var á ferðatakmörkunum fyrir hálfum mánuði. 440 manns eru í sóttkví og fjölgar nokkuð á milli daga eftir því sem smitrakningu vindur fram. „Þessi smit sem komu upp í dag má rekja til tilfellis sem komu upp um daginn, konan sem kom frá Albaníu. Þetta er fólk sem er nátengt henni og var þegar í sóttkví sem var að bætast við núna,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í kvöldfréttum í gær kom fram að smitrakning vegna konunnar væri ekki jafnflókin og sú sem ráðast þurfti í vegna annarrar konu sem kom hingað til lands frá Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Rögnvaldur sagði að smitrakningu vegna fyrri konunnar væri nú lokið í bili. „Þetta eru á bilinu 20 til 30 manns sem hafa bæst við inn í sóttkví núna út af þessu.“ Þá sagði hann allt á góðu róli varðandi hina hópsýkinguna. Allir væru í sóttkví sem þurftu þess eftir smitrakningu og engin ný smit hefðu bæst við. Fjölmennir viðburðir eru á dagskrá víða um land yfir sumartímann. Þannig er til að mynda stórt knattspyrnumót barna haldið um helgina á Akureyri. Sóttvarnareglur kveða á um að grípa skuli til hólfaskiptingar á viðburðum sem þessum – en dugar það til? „Við höfum vissar áhyggjur af þessu,“ sagði Rögnvaldur. „Þessi hólfaleið var farin til að það væri hægt að halda þessar hátíðir og mót sem margir voru búnir að leggja upp með að hafa. En eins og þetta er búið að þróast þá þjónar þetta ekki tilgangi sínum. Það er eitt að vera með hólfaskiptingu og svo ekkert þar fyrir utan.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. 2. júlí 2020 17:31 Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Enginn virðist hafa tilkynnt ofbeldið, skoða þurfi lög Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Þrjú ný innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust eftir hádegi í dag má rekja til konu sem kom hingað til lands frá Albaníu í síðustu viku. Þau sem greindust í dag eru nátengd konunni og voru þegar í sóttkví. Þetta kom fram í máli Rögnvalds Ólafssonar, starfandi deildartjóra hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innanlandssmit eru í heildina orðin ellefu frá því að slakað var á ferðatakmörkunum fyrir hálfum mánuði. 440 manns eru í sóttkví og fjölgar nokkuð á milli daga eftir því sem smitrakningu vindur fram. „Þessi smit sem komu upp í dag má rekja til tilfellis sem komu upp um daginn, konan sem kom frá Albaníu. Þetta er fólk sem er nátengt henni og var þegar í sóttkví sem var að bætast við núna,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í kvöldfréttum í gær kom fram að smitrakning vegna konunnar væri ekki jafnflókin og sú sem ráðast þurfti í vegna annarrar konu sem kom hingað til lands frá Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Rögnvaldur sagði að smitrakningu vegna fyrri konunnar væri nú lokið í bili. „Þetta eru á bilinu 20 til 30 manns sem hafa bæst við inn í sóttkví núna út af þessu.“ Þá sagði hann allt á góðu róli varðandi hina hópsýkinguna. Allir væru í sóttkví sem þurftu þess eftir smitrakningu og engin ný smit hefðu bæst við. Fjölmennir viðburðir eru á dagskrá víða um land yfir sumartímann. Þannig er til að mynda stórt knattspyrnumót barna haldið um helgina á Akureyri. Sóttvarnareglur kveða á um að grípa skuli til hólfaskiptingar á viðburðum sem þessum – en dugar það til? „Við höfum vissar áhyggjur af þessu,“ sagði Rögnvaldur. „Þessi hólfaleið var farin til að það væri hægt að halda þessar hátíðir og mót sem margir voru búnir að leggja upp með að hafa. En eins og þetta er búið að þróast þá þjónar þetta ekki tilgangi sínum. Það er eitt að vera með hólfaskiptingu og svo ekkert þar fyrir utan.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. 2. júlí 2020 17:31 Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Enginn virðist hafa tilkynnt ofbeldið, skoða þurfi lög Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar. 2. júlí 2020 17:31
Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34
Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13