Zac Efron í Landsvirkjunarvesti í nýrri Netflix-stiklu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2020 12:03 Hér má sjá Efron í Landsvirkjunarvestinu. Netflix/Skjáskot Í nýrri stiklu fyrir Netflix-þættina Down to Earth with Zac Efron má sjá Íslandi bregða fyrir. Aðalstjarna þessara heimildaþátta er, eins og heitið gefur til kynna, bandaríski leikarinn Zac Efron. Í þáttunum ferðast Efron um heiminn ásamt heilsusérfræðingnum Darien Ollen í leit að heilbrigðum og sjálfbærum leiðum til að lifa lífinu. Þættirnir verða frumsýndir á Netflix þann 10. júlí. Efron leitar svara við vandamálum á borð við loftslagsbreytingar og skort á sjálfbærni, og er í mörg horn að líta. Hann ferðast vítt og breitt um heiminn og skoðar mismunandi menningarheima í leit að lausnum. Meðal áfangastaða þeirra Efron og Ollen eru Frakkland, Púertó Ríkó og Perú. Glöggir áhorfendur stiklunnar sjá þó að Efron ferðast einnig til Íslands, og virðist orkuframleiðsla hér á landi vekja sérstaklega áhuga hans. Í stiklunni sést Efron meðal annars klæddur neongulu öryggisvesti og hjálmi merktu Landsvirkjun. Hér að neðan má sjá stikluna, en þegar þetta er skrifað hefur stiklan fengið meira en milljón áhorf. Netflix Íslandsvinir Landsvirkjun Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Í nýrri stiklu fyrir Netflix-þættina Down to Earth with Zac Efron má sjá Íslandi bregða fyrir. Aðalstjarna þessara heimildaþátta er, eins og heitið gefur til kynna, bandaríski leikarinn Zac Efron. Í þáttunum ferðast Efron um heiminn ásamt heilsusérfræðingnum Darien Ollen í leit að heilbrigðum og sjálfbærum leiðum til að lifa lífinu. Þættirnir verða frumsýndir á Netflix þann 10. júlí. Efron leitar svara við vandamálum á borð við loftslagsbreytingar og skort á sjálfbærni, og er í mörg horn að líta. Hann ferðast vítt og breitt um heiminn og skoðar mismunandi menningarheima í leit að lausnum. Meðal áfangastaða þeirra Efron og Ollen eru Frakkland, Púertó Ríkó og Perú. Glöggir áhorfendur stiklunnar sjá þó að Efron ferðast einnig til Íslands, og virðist orkuframleiðsla hér á landi vekja sérstaklega áhuga hans. Í stiklunni sést Efron meðal annars klæddur neongulu öryggisvesti og hjálmi merktu Landsvirkjun. Hér að neðan má sjá stikluna, en þegar þetta er skrifað hefur stiklan fengið meira en milljón áhorf.
Netflix Íslandsvinir Landsvirkjun Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein