700. mark Messi dugði ekki til | Börsungar ekki lengur með pálmann í höndunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2020 22:00 Messi skoraði sitt 700. mark á ferlinum í kvöld en það dugði ekki gegn öflugu liði Atletico Madrid. David Ramos/Getty Images Börsungar misstigu sig í toppbaráttunni á Spáni er þeir gerðu 2-2 jafntefli við Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Skipti engu þó Lionel Messi gerði sitt 700. mark á ferlinum. Barcelona er í harðri baráttu við erkifjendur sína í Real Madrid og mættu nágrönnum þeirra í Atletico Madrid í kvöld. Börsungar fengu óskabyrjun í leiknum þegar Diego Costa varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á 11. mínútu þegar hornspyrna Lionel Messi fór af honum og í netið. Saúl Ñíguez jafnaði metin fyrir gestina í Atletico þegar 19 mínútur voru liðnar en það mark var einnig skrautlegt. Vítaspyrna var dæmd á Börsunga og Costa fór á punktinn í von um að bæta upp fyrir sjálfsmarkið. Marc-André ter Stegen át hins vegar vítaspyrnu Costa en sá þýski fór af línunni áður en Costa spyrnti í boltann og því þurfti að taka spyrnuna aftur. Þá fékk markvörðurinn einnig gult spjald að launum. Þá fór Saúl á punktinn og skoraði af öryggi. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Þegar síðari hálfleikur var fimm mínútna gamall var dæmd vítaspyrna á Atletico og Lionel Messi fór á punktinn. Vippaði hann knettinum á mitt markið og kom Barcelona aftur yfir. Var þetta hans 700. mark á mögnuðum ferli. CONGRATULATIONS TO LEO #MESSI FOR SCORING THE 700TH GOAL OF HIS PROFESSIONAL CAREER!630 70 pic.twitter.com/slHPEwoekA— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 30, 2020 Dómarinn átti þó enn eftir að koma við sögu en hann dæmdi þriðju vítaspyrnu leiksins þegar rúmur klukkutími var liðinn. Hana fengu gestirnir og aftur fór Saúl á punktinn. Vítið var langt frá því öruggt og Ter Stegen hélt eflaust að hann hefði farið það. Boltinn lak hins vegar inn og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokatölur á Nou Camp því 2-2 og Börsungar því dottnir niður í annað sæti deildarinnar eftir þrjú jafntefli í síðustu fimm leikjum. Eru þeir með 70 stig, stigi minna en Real sem á leik til góða. Þar á eftir koma Atletico með 59 stig en fimm umferðir eru eftir af spænsku deildinni. Spænski boltinn Fótbolti
Börsungar misstigu sig í toppbaráttunni á Spáni er þeir gerðu 2-2 jafntefli við Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Skipti engu þó Lionel Messi gerði sitt 700. mark á ferlinum. Barcelona er í harðri baráttu við erkifjendur sína í Real Madrid og mættu nágrönnum þeirra í Atletico Madrid í kvöld. Börsungar fengu óskabyrjun í leiknum þegar Diego Costa varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á 11. mínútu þegar hornspyrna Lionel Messi fór af honum og í netið. Saúl Ñíguez jafnaði metin fyrir gestina í Atletico þegar 19 mínútur voru liðnar en það mark var einnig skrautlegt. Vítaspyrna var dæmd á Börsunga og Costa fór á punktinn í von um að bæta upp fyrir sjálfsmarkið. Marc-André ter Stegen át hins vegar vítaspyrnu Costa en sá þýski fór af línunni áður en Costa spyrnti í boltann og því þurfti að taka spyrnuna aftur. Þá fékk markvörðurinn einnig gult spjald að launum. Þá fór Saúl á punktinn og skoraði af öryggi. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Þegar síðari hálfleikur var fimm mínútna gamall var dæmd vítaspyrna á Atletico og Lionel Messi fór á punktinn. Vippaði hann knettinum á mitt markið og kom Barcelona aftur yfir. Var þetta hans 700. mark á mögnuðum ferli. CONGRATULATIONS TO LEO #MESSI FOR SCORING THE 700TH GOAL OF HIS PROFESSIONAL CAREER!630 70 pic.twitter.com/slHPEwoekA— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 30, 2020 Dómarinn átti þó enn eftir að koma við sögu en hann dæmdi þriðju vítaspyrnu leiksins þegar rúmur klukkutími var liðinn. Hana fengu gestirnir og aftur fór Saúl á punktinn. Vítið var langt frá því öruggt og Ter Stegen hélt eflaust að hann hefði farið það. Boltinn lak hins vegar inn og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokatölur á Nou Camp því 2-2 og Börsungar því dottnir niður í annað sæti deildarinnar eftir þrjú jafntefli í síðustu fimm leikjum. Eru þeir með 70 stig, stigi minna en Real sem á leik til góða. Þar á eftir koma Atletico með 59 stig en fimm umferðir eru eftir af spænsku deildinni.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti